Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 6
SIÐAN SIÐAST
sinni í mánuði kemur hann til London,
til að hitta sína hjartadrottningu. Þá
hafa þau oft sézt á gönguferðum í
Green Park og þar sem þau borða
saman á einhverju veitingahúsinu í
Mayfair, tvö ein.
Ekkjudrottningin og hertoginn hafa
þekkt hvort annað í mörg ár, en þau
hittust á ný, þegar hertoginn tók þátt
í kappreiðum hersins fyrir utan Lond-
on, í fyrra. Síðan hefur hann oft ver-
ið gestur hennar, meðal annars dvalið
í einkavillu hennar í garðinum við
Windsorhöll og hann hefur líka verið
gestur Elisabetar drottningar og Phil-
ips prins við fasanaveiðar á Balmoral.
Síðari hluta júnímánaðar í sumar,
SPÁNSKUR HERTOGI
ÁSTFANGINN AF
DROTTNINGAR-
MÖÐURINNI
Nú er það drottningarmóðirin, sem
hefur slegið út Önnu prinsessu, dóttur-
dóttur sína í fréttunum. Það er sem
sagt staðreynd að í heilt ár hefur hún
átt aðdáanda, spánska hertogann Bel-
tran d‘Albuquercue, sem er tíu árum
yngri en hún. Hertoginn, sem er
spánskur aðalsmaður, býr á stóru sloti
fyrir utan Sevilla. Hann sendir henni
heilu hlössin af blómum flugleiðis í
hverri viku og að minnsta kosti einu
fer hún svo að heimsækja hertogann,
bæði til hallar hans í Madrid og líka
til Sevilla.
Drottningarmóðirin missti mann
sinn, Georg konung VI. fyrir tuttugu
árum og hertoginn missti konu sína
fyrir tíu árum. Hann á aðeins eitt
barn, dótturina Mariu Teresu, sem
gengur á skóla í Englandi og eyðir oft
fríum sínum hjá drottningarmóður-
inni.
Líklega verður hér ekki um hjú-
skap að ræða — hertoginn er kaþo-
likki og drottningin mótmælandi og
þess utan mjög trú minningunni um
eiginmann sinn. En það er engum vafa
bundið að þessi vinátta við hertogann
styttir henni stundir í einmanaleikan-
um.
MARC CHAGALL
segist vera mjög ánægður með fram-
kvæmdirnar á hinu mikla „Message
Biblique“ safni í Nissa, þar sem mörg
af verkum hans verða til sýnis. Safnið
á að opna 7. júlí og þá verður meistar-
inn sjálfur viðstaddur. Sá dagur er
fæðingardagur hans og verður hann að
sjálfsögðu heiðursgestur.
NÝSTÁRLEGIR HÆLAR
Dömu- og herraskór með lifandi gull-
fiskum í gegnsæjum, holum hælum
voru nýlega sýndir á tízkusýningu í
New York. Þeir eru sagðir kosta 25
dollara parið og skósalar segja söluna
ganga afbragðs vel.