Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.06.1973, Side 8

Vikan - 07.06.1973, Side 8
MKIKIMIIMfí KllA El [M MKlTI SÍÐAN LAGÐIST ALLT í RÚST Nasistar aðstoðuðu geðveilan mann, sem haldinn var íkveikjuæði, við að brenna þinghúsið í Berlín til grunna. Úlfaþyturinn, sem bruninn vakti, veitti Hitler tækifæri til þess að binda endi á lýðræðið og verða einræðisherra. Að kvöldi mánudagsins 27. íebrúar datt óvænt kyrrð á í Berlín, höfuðborg Þýzkalands. Hlé virtist hafa orðið á stöðug- um götuerjum milli nasista og kommúnista. Samt lá mikil spenna í loft- inu. Foringi þjóðernissinna- flokksins, Adolf Hitler, hafði orðið ríkiskanslari í janúar. En þingið, þar sem nasistar og fylgismenn þeirra höfðu þó meirihluta, var í upplausn. 5. marz átti að efna til nýrra kosninga og óvíst var talið, hvort Hitler og flokki hans tækist að bera sigur úr býtum 8 VIKAN 23. TBL. í þeim. Útlitið var ekki of glæsilegt fyrir þá. Þá þegar hafði fjöldi Þjóðverja misst trúna á ofstopa nasistaleiðtog- ans. Umrætt mánudagskvöld var Hitler í kvöldverðarboði hjá áróðurssérfræðingi sínum, dr. Josef Goebbels. Hermann Gör- ing þingforseti, sem jafnframt var innanríkisráðherra Prúss- lands og um leið yfirmaður lög- reglunnar var staddur í em- bættisíbúð sinni rétt hjá þing- húsinu. Þjóðhöfðinginn, Paul von Hindenburg marskálkur, þá hniginn að aldri, var í kvöld- verðarboði hjá Franz von Pa- pen, leiðtoga íhaldsflokksins og varakanslara. Þinghúsið. sem byggt hafði verið í lok nítjándu aldar, var autt og yfirgefið, þegar Hans Flöter stúdent og rithöfundur- inn Werner Thaler gengu fram hjá því á kvöldgöngu. Allt í einu heyrðu þeir brot- hljóð og sáu að maður var að brjótast inn í veitingahúsið í þinghúsinu. Þeir hlupu af stað til þess að gera lögreglunni að- vart og sáu um leið að eldur var laus í byggingunni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.