Vikan - 07.06.1973, Síða 21
TAYLOR CALDWELL 2. HLUTI
BLÓÐ
hann gat ekki stillt sig um að
brosa.
— öll min jarðnesku auðæti eru
sex skildingar, sagði Haroun, —
ég er reiðubúinn til að skipta
þeim á milli okkar, ef þú vilt.
Joseph varð undrandi. —
Hversvegna ættirðu að gera það?
bú þekkir mig ekki einu sinni.
Haroun glotti. — Það væri
kristilegt, eða finnst þér það
Það var biturleiki i hjarta Josephs, þegar hann virti
fyrir sér þetta glæsilega hús og dekurbarnið, sem
skoppaði um grundina. Sá dagur myndi koma, að
hann gæti losað systur sina frá munaðarleysingja-
heimilinu og öllum þess ömurleika og flutt hana í
svonaglæsilegt hús. Sádagur myndi lika upp renna,
að eigandi þessa húss myndi knékrjúpa fyrir hon-
um.......
ekki?
— Ég er ekki beinlinis kristinn,
sagði Joseph. — Ert þú kristinn?
— Grisk-kaþólskur. Það er fjöl-
skylda min lika, við erum frá
Libanon. Þar var ég skirður
itfflj PÍ^fp® - Wmm *. lwráESafi
* i/p® I
V
Haroun Zieff. Ég var aðeins árs-
gamall, þegar við komum hingað
til Wheatfield. Pabbi var vefari,
en bæði hann og mamma urðu
fljótlega veik og þau dóu bæði.
Joseph virti hann betur fyrir
sér. — Segir þú öllum, sem þú
hittir, sögu þina. Það gæti verið
hættulegt. Þvi minna sem aðrir
vita um þig, þvi minni likur eru til
að þú verðir grátt leikinn.
Haroun hristi höfuðið i ákafa. —
Ég hata þetta lif, sagði hann og
það var töluverður æsingur i rödd
hans
Skyndilega heyrðist hávaðinn i
lestinni til Titusville, sem kom
skröltandi upp að pallinum og þá
kom allur mannfjöldinn æðandi út
og það leit helzt út fyrir að margir
myndu troðast undir i ‘öllum
hamaganginum við að komast
upp i vagnana.
Joseph fann að Haroun greip
fast i hann og hann hafði mesta
löngun til að hrista hann af sér, en
sá sig um hönd. Hann vissi að
hvorugur þeirra myndi komast
upp i lestina, nema með mikilli á-
reynslu. Hann greip þvi fast um
lurkinn, sem hann hafði ætið með
sér, og barði sér bókstaflega
braut gegnum þröngina og togaði
Haroun með sér.
Joseph stóð á öndinni, ermin
var næstum rifin frá jakka hans
og hann hafði týnt húfunni. Hann
tautaði: — O, fari það bölvað.
Haroun reyndi að brosa. — Það
er þó gott að við skulum hafa
komizt svona langt, sagði hann, —
það er sannarlega þér að þakka.
Hvað heitirðu:
— Joe, sagði Joseph. Lestin tók
kipp og skrönglaðist af stað
Piltarnir tveir höfðu komizt upp á
einskonar rennipall milli tveggja
vagna. Þessir rennipallar voru
nýlega teknir i notkun til að fyrir-
byggja slys. Þetta voru tvær
málmplötur, festar yfir
hengslunum milli vagna. Þær
voru hreyfanlegar, en féllu
saman, þegar lestin var komin á
ferö.
Plöturnar voru hálar og Joseph
varð að halda sér i handfang á
fremri vagninum. Haroun hallaði
sér að aftari vagninum, hann stóð
á öndinni af mæði og reyndi að fá
góða fótfestu á pallinum, sem var
á mikilli hreyfingu. En hann
horfði á Joseph með aðdáunar-
augum og brosti.
En svo rak Haroun upp
átakanlegt sársaukavein. Annar
fótur hans hafði lent um ökkla
milli málmplatanna.
— Guð minn góður! Asninn
þinn! Hversvegna hélztu þér ekki
i handfangið? öskraði Joseph.
Hann sleppti kassanum sinum og
lagöist á hnén. Þegar plöturnar
hreyfðust svolitið, togaði hann i
fótinn, en hann var fastur. Þá
kom honum i hug að nota lurkinn.
Hann beið, þar til svolitið bil
myndaðist, þá stakk hann
lurknum á milli. Svo stakk hann
23.TBL. VIKAN 21