Vikan

Tölublað

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 39

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 39
VESTUR-ÞÝZKU SÓLGLERAUGUN PRIMETTA 73 eru nú fáanleg i flestum verzlunum á landinu. Primetta sólgleraugu eru SMEKKLEG VÖNDUÐ FARA VEL Primetta sólgleraugu VEITA ÖRYGGI í AKSTRI ÞVÍ UMFERÐALJÓS SJÁST 20% BETUR EF ÞÉR AKIÐ MEÐ PRIMETTA PRIMETTA SÓLGLERAUGU ERU ALGJÖR- LEGA í SÉIIFLOKKI Innkaupastjórar, skrifið eða simið eftir myndalista sem verður sendur um hæl. Primetta umboðið H.A. Tulinius, heilsverzlun Austurstræti 14, simar 11451 — 14523. svo að lesendur Vikunnar mega eiga von á þvi að fá að kynnast honum, þó við þorum ekki að lofa þvi fastlega, að það verði i næsta blaði, þvi að Þorbjörn staldrar aldrei lengi við i Reykjavik hverju sinni. Hans staður er nú úti i Eyjum. ÍRSKT BLOÐ Framhald af bls. 22. þá verður þú að hafa áhuga á öllu, bókstaflega öllu, sem fram fer i kringum þig og gaumgæfa vel hvar beztur hagnaður fæst. Þú átt margt eftir ólært, Joseph Francis Xavier. — Og þér ætlið að kenna mér? sagöi Joseph ismeygilega. Healey pirði augunum. — Ef ég geri það, sonur sæll, þá verður þaö þin hamingja. Ég hefi áhuga á þér, vegna þess að þú ert frskur. Það er gott aö vera af irsku bergi brotinn. Það er alltaf hægt að treysta Irum, ef þeir eru líkir þér. — Sjáðu nú til, þú hjálpaðir þessum dreng, þótt hann kæmi þér ekki viö. Þú hefir líklega bjargaö lifi hans. Þetta met ég mikils, þótt ég sé kannske ekki linis hrifinn af þvi. Myndir þú kæra þig um að vera hjá mér. — Það fer nokkuð eftir þvi hvaða laun eru i boði, herra Healey. Herra Healey kinkaði kolli, eins og til viðurkenningar. — Ef þú hefðir sagt eitthvað annað, þá hefði ég ekki eytt meiri tima á þig. Peningar, það er aðgangs- eyririnn. Mér sýnist að þessi Tyrki þinn sé að vakna. Hvað sagðiröu að hann héti? Haroun Zieff. Það er heiðingjanafn. Ég held við köllum hann — ja, látum okkur sjá — Harry Zeff. Það er ameriskara. Þýzkt. Það eru margir Þjóðverjar i Pennsyl- vaniu. Hann sagði: — Jæja, Joseph Francis Xavier — hvað sem þú heitir nú fleira. Hvaö leggijr þú til að viö gerum við þennan dreng- sfaula, sem ekkert kemur okkur við, hvað segiröu? Hann er ekki vinur þinn. Eigum við að skilja hann hér eftir og láta vagn- stjórann um hann, láta fleygja honum út, eins og öðru rusli? Joseph leit á herra Healey, augun dökk af reiði. — Ég þekki engan mann I Titusville, sagði hann. — Kannske þér þekkið ein- hvern, sem getur séð um hann, þangað til honum batnar. Ég get borgað með honum. — Sonur sæll, sagði herra Healey, sem'nú var staðinn upp. — Þú þekkir ekki Titusville. Það er eins og frumskógur. Sótsvart gullæðiö hefir gripið um sig þar. Og þegar menn eru gripnir slfku æði, þá gefa þeir dauðan og djöfulinn i aðra menn, sér- staklega ef þeir eru sjúkir og fá- tækir. Alliræru önnum kafnir við að fylla vasa sina og ræna ná- ungann. Það fyrirfinnst ekki hótel eða leiguhjallur, sem ekki er full- s’etið og þar er ekki einn einasti spftali, ef það er það, sem þú ert að hugsa um. Joseph beit á vörina, svo fast að hún hvitnaði. Haroun rétti honujn skjálfandi hönd sina, sem var heit af sótthita. — Jæja, Joe, við erum þá komnir til Titusville. Kemur þú meö mér? Joseph sagði? — Ég get ekki skilið hann hér eftir. Ég bjar^a mér. — Já, sagði herra Healey, — þetta er mannlega mælt. Þú ert ekki að væla eða biðja miskunnar. Menn biðja mig venjulega um ölmusu og ég svara þvi venjulega á einn veg: Stattu upp og hjálpaðu þér sjálfur, það hafa milljónir manna gert á undan þér. Lestin hafði nú verið stöðvuð við ömurlega brautarstöö og mennirnir þyrptust niður á pallinn. Herra Healey dokaði við. En Joseph hafði varla hlustaö eftir þvf, sem hann sagði. Hann sá aö Haroun var farinn að skjálfa og hann vafði jakkanum sinum fastar að honum. Lestarþjónn kom til þeirra og Joseph kallaði til hans: —- Heyröu, þú þarna, mig vantar hjálp til aö koma þessum sjúka vini minum út úr vagninum! Ég verö aö finna eitthvert hæli handa honum. Veizt þú um nokkurn stað? Herra Healey rumdi: — Hver fjandinn gengur aö þér Joe, sagði hann. — Er ég kannske ekki hér? Ertu of stoltur til að spyrja mig, ég sem er þinn trausti vinur, Ed Healey! Lestarþjónninn þekkti herra Healey og flýtti sér til þeirra, með höndina á húfunni. Hann horfði á piltana tvo. — Eru þetta vinir yðar, herra Healey? spurði hann meö undrunarsvip, þegar hann leit á þessa tötralegu náunga. — Það geturðu bölvað þér upp á Jim, sagði herra Healey. Er Bill ekki þarna úti með vagninti minn? — Jú, herba, ég skal kalla á hann. Allir virtust þekkja herra Healey og vagninn hans. Bill, sem var Kentuckymaður, hjálpaöi fyrst herra Healey niður úr lestinni og upp i vagnsætið, siðan bar þann Haroun og setti hann við 23. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.