Vikan - 07.06.1973, Page 43
— Ég er mikið búinn að velta
því fyrir mér hvað þetta er.
Nú getið þér pantað það og svo
prófum við það saman!
— í gær varð ég að taka vinnu
heim með mér, en í dag tek ég
húsverkin með mér í vinnuna!
— Nei, elskan, þú tefur mig
ekkert, ég var bara að strauja
svolítið uppi á lofti!
— Ég get það ekki, mamma,
ég fæ alltaf sand í augun!
— Það er þó munur að hafa
eitthvað til að stinga í!
I
SlÐAN LAGÐIST
ALLT I ROST
Framhald af bls. 10.
Og það var einmitt af svölum
þinghússins, sem tilkynnt hafði
verið um stofnun Weimerlýð-
veldisins.
Miklar deilur milli sósíalista
og íhaldsmanna, sem margir
vildu endurreisa keisaradæm-
ið, settu svip sinn á árin eftir
stríðið.
Stjórnir risu og féllu, verð-
bólgan svarf að efnahagi fólks,
ofstækismenn til hægri og
vinstri börðust á götunum og
öll þjóðin gat búizt við hverju
sem var. Ægilegt atvinnuleysi
jók enn á ókyrrðina. Nær sex
milljónir manna voru atvinnu-
lausar. Þetta örvæntingarfulla
fólk var auðveld bráð æsinga-
mönnum nasista.
Lýðræðið náði aldrei að þró-
ast. Jafnvel sósíaldemókratísk-
ar ríkisstjórnir í forsetatíð Eb-
erts voru þvingaðar til þess að
stjórna með aðstoð lögreglunn-
ar og þess hers, sem Þjóðverj-
um var leyft að hafa eftir stríð-
ið.
— Morgundagurinn ber
frelsi og brauð í skauti sér, var
sagt í baráttusöng nasista,
Horst Wessel. Þetta var hríf-
andi boðskapur fyrir soltnar og
auðmýktar manneskjur, sem
voru harðsvíraðir andstæðing-
ar kommúnista. 21. marz 1933
kom þingið saman í Krollóper-
unni og þar átti Adolf Hitler
eftir að flytja margar frægar
ræður.
Þinghúsbruninn var öllum í
fersku minni og andrúmsloftið
á þinginu var þrungið spennu.
Hitler og nánustu samstarfs-
menn hans ræddu við leiðtoga
annarra flokka og lofuðu öllu
gegn því að þeir veittu þeim
þann stuðning sem til þurfti til
þess að gera þær breytingar á
stjórnarskránni, að Hitler fengi
mjög aukin völd. Þetta tókst.
Stjórnarskrárbreytingin var
samþykkt með 441 atkvæði gegn
94. Það voru aðeins sósíaldemó-
kratar, sem greiddu atkvæði
gegn henni. Adolf Hitler var
orðinn einræðisherra — jafn
vel þótt hann. væri enn ekki
þjóðhöfðingi.
Lögin veittu honum heimild
til þess að stjórna sumum ríkj-
um ríkjabandalagsins beint þótt
þau væru sjálfstæð að nafninu
til. Yfir einstök ríki voru settir
sérstakir nasistískir „ríkisstjór-
ar“.
íhaldsöflin, sem studdu Hitl-
Framhald af hls. 49.
Fæst hjá nasta bóksala
HILMIR HF. SIÐUMÚLA 12
POSTHÖLF 533 SIMI 35320 REYKJAVlK
23. TBL. VIKAN 43