Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 4
Ertu að byggja?
Viltu breyta?
GRENSÁSVEG118,22,24
SÍMAR: 32266-30280-30480
Dósturinn
TANNBURSTUN II
Kæri póstur!
Mig langar til aö leita álits hjá
þér i máli sem ég hef veriö aö
velta fyrir mér lengi. Hvaö á
maöur aö bursta oft i sér tennurn-
ar á dag þannig aö þaö veröi
hvorki of mikiö né of litiö?
Og hvernig eiga saman krabb-
inn og tviburinn (strákur)?
Hvernig er stafsetningin og
skriftin og hvaö lestu ilr henni?
Meö fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna,
Rósa ,,73.
J
Þaö hefur veriö talin ágæt regla
aö bursta tennurnar kvöids og
morgna og eftir hverja máltlö.
Hvort sú regla sé vlsindalega rétt
hef ég ekki hugmynd um. En ann-
ars væri ágætt aö fara meö svona
spurningar tii tannlæknis. Krabb-
inn og tviburinn eiga ágætlega
saman. Þú skrifar fallega hönd og
viröist samvizkusöm og ábyggi-
leg.
SÖNGNAM
Kæri Póstur.
Ég þakka gott efni i Vikunni
undanfarin ár, ég les hana alltaf.
Nú langar mig aö biöja þig aö
hjálpa mér.
Þannig er mál meö vexti, aö
mig langar aö veröa söngkona, en
ég veit ekki hvert ég á aö snúa
mér til þess aö geta oröiö þaö.
Góöi Póstur getur þú ekki
hjálpaö mér?
Vona aö þetta bréf lendi ekki i
ruslakörfunni, þvi ég hef aldrei
skrifaö þér áöur.
Ég geri gáö fyrir þvl aö flestar
söngkonur, (nema kánnske þær
sem eru á heimsmælikvaröa),
byrji söngferil sinn á þvl aö
syngja I kór. Ég held aö varla
finnist þaö piáss á tslandi sem
ekki er hægt aö finna einhvers
konar kór I.
t viötali viö Hrönn Hafiiöadótt-
ur hér I Vikunni um daginn kom
fram aö hún hefur stundaö söng-
nám hjá Göggu Lund, söngkenn-
ara. Ég tek mér þvi bessaieyfi og
birti allt sem stendur um hana I
Slmaskránni. Lund Gagga Engel
söngkennari, Grandavegi 36. simi
14163. Ég vona aö hún taki þaö
ekki illa upp þó ég bendi þér á aö
snúa þér til hennar.
ALVEG EINS OG
STRAKUR
Kæri póstur.
Ég vil byrja á þvl aö þakka
fyrir allt gamalt og gott. En
þannig er mál meö vexti, aö ég er
alltaf kölluö strákur ( ég er
stelpa) Ég er meö stutt hár, og
þetta er óþolandi.
En, póstur góöur, segöu mér er
ekki til eitthvert krem eða
sjampó, sem sikkar háriö fljótt.
Ég vona aö þetta bréf lendi ekki
i ruslakörfunni.
Bæ bl.
G.B.
Hvernig er skriftin og stafsetn-
ingin? Hvaö lestu úr skriftinni?
Þaö var og! Þaö var og! Þaö
skal tekiö fram aö brefriturum
póstsins ber engin skylda aö
byrja hvert bréf á þvl aö þakka
fyrir ”allt gamalt og gott”. Svo
eru til fleiri möguleikar I byrjun
bréfa en „þannig er mál meö
vexti, aö...” Einnig væri þaö mik-
iö hagræöingaratriöi aö þessu
eillfa ,,P.S.” veröi hreinlega
sleppt. Fólk getur spurt I bréfinu
sjálfu hvernig skriftin sé og
hvernig eitt merki eigi viö annaö
og svo framvegis. Þaö er ekki til
neins aö biöja um aö bréf lendi
ekki I ruslafötunni. Bezta aöferö-
in til aö fá bréf birt og svaraö I
póstinum er aö skrifa skemmti-
legt, gáfulegt og hnitmiöaö bréf.
Ég vona aö lesendur Póstsins séu
allir viö beztu heilsu og svo fram-
vegis. Kveöja, Pósturinn.
Bezta aöferöin til aö safna slöu
hári er aö láta ekki klippa þaö, þó
er bezt aö Iáta rétt særa þaö viö
og viö, en sem sagt ekki stytta.
Láttu öll sikkunarmeöul bara
eiga sig. Skriftin er hörmuleg og
stafsetningin öllu verri. Þú ert
enn þaö ung aö ekki er neitt aö
marka skriftina, annaö en þaö aö
þú ættir aö vanda þig betur.
TIZKUTEIKNUN
Kæri Póstur!
Ég er farin aö hugsa um fram-
tiðina. Mig langar aö veröa
Tizkuteiknari. Þarf ég einhverja
menntun til þess, og ef svo er
hvar er hægt aö fá hana, hvaö
tekur hún langan tima og hvar er
hægt að koma ahugmyndum á
framfæri? Viltu nú vera svo vænn
og láta þetta ekki detta i rusla-
körfuna.
9 U.N.
P.S. Hvernig er skriftin og hvab
lestu úr henni og hvernig er sta-
setningin og hvernig eiga meyjan
(stelpa) og bogmaðurinn (strák-
ur) saman. Hvaö helduröu aö ég
sé gömul?
Eva Vilhelmsdóttir tizkuhönn-
uöur upplýsti okkur um, aö nám i
*
4 VIKAN 38. TBL.