Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 24
Aður en Mjólkursamsalan tók
til starfa og hóf rekstur mjólkur-
búða, voru ofurlitlir töfrar yfir
mjólkurverzlun i borginni. Þegar
húsmæðurnar komu á fætur á
morgnana, stóðu mjólkurflösk-
urnar á tröppunum hjá þeim, og
þær þurftu ekki að leggja á sig
það ómak að hlaupa i mjólkur-
búðina eða standa i þrasi við
börnin til þess að fá þau til að
skreppa fyrir sig.
Um skeið stundaði Thor Jensen
mjólkurdreifingu og mjólkursölu
i Reykjavik. Mjólkina fékk hann
frá Korpúlfsstöðum i Mosfells-
sveit, þar sem hann rak kúabú af
myndarskap. Uppi á Korpúlfs-
stöðum var mjólkin verkuð og
flokkuð og þá gátu kaupendurnir
valið um þrenns konar mjólk,
gerilsneydda mjólk, kaldhreins-
aða mjólk og barnamjólk. Þegar
mjólkin hafði verið verkuð og
flokkuð og sett á flöskur á
Korpúlfsstöðum, var henni ekið i
bæinn og þar var tekið á móti
henni á Hverfisgötunni við Vatns-
stiginn, þar sem verzlun rak
kaupmaður að nafni Guðjón.
Ungir piltar á reiðhjólum sáu um
að dreifa henni þaðan til neyt-
enda.
Einhverjir vankantar hafa ver-
ið á þessu dreifingarkerfi, þvi að
Thor Jensen ákvað að láta aka
mjólkinni á bilum um bæinn. Til
þeirra starfa réði hann þrjár
stúlkur og hefur það trúlega þótt
óvenjulegt þá, að ráða stúlkur
sem bifreiðastjóra. Stúlkurnar
þrjár hétu Guðrún, Halldóra og
Þóra Þórðardóttir og Vikan var
svo heppin að hafa uppi á henni og
fá hana til að spjalla svolltið um
mjólkuraksturinn og fleira.
Þóra tók fyrst bilpróf árið 1931
og fékk réttindi til að aka vöru-
f lu tninga bif reiðum nokkru
seinna. Hún starfaði við mjólkur-
aksturinn það tæpa eina ár, sem
mjólkinni var ekið til neytenda á
bifreiðum. Eftir að Mjólkursam-
salan tók við dreifingu mjólkur-
innar, var því hætt, og Þóra fékk
lltil sem engin tækifæri til að
halda við aksturskunnáttunni.
— Mér var boðið að aka leigubll,
en hvað mikið sem mig langaði til
að keyra, vildi ég ekki vera I
leiguakstri. Ég vissi um eina
stúlku, sem ók leigubil, og sam-
starfsmenn hennar á stöðinni
þurftu alltaf að vera að hjálpa
henni úr einhverju klandri. Hún
lenti kannski I þvi að aka drukkn-
um mönnum upp að Baldurshaga
eða Geithálsi og réði svo ekki
neitt við neitt. Kvenfólk á ekkert
að gera I svoleiðis lagað. Það er
bara þvi til skammar og annað
ekki.
Svo Þóra ók litið sem ekkert I
mörg ár og ökuleyfi hennar var
falliö úr gildi. En árið 1969 sá hún
fram á að hún myndi hafa ráö á
þvi að eignast eigin bifreið og þá
24 Vlk'ANj 38. TBL.