Vikan

Tölublað

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 41
hans. Hann skrifaði með lýsandi stöfum, líkt og þegar strákar skrifa út veggi með fosfóreldspýt- um. Hann skrifaði þetta: » Hérliggur Jac- ques Olivant, sem dó fimmtiu - og eins árs aö aldri. Hann flýtti fyrir dauða föður sins með vonzku sinnivið hann, þareðhannósk- aði eftir að erfa eignir hans sem fyrst. Hann kvaldi konu sina og börn, blekkti ogsveik nágranna sina, rændi alla, sem hann gatogdósem vesæll niðingur. Þegar hinn dauöi hafði lokið við að skrifa, stóð hann grafkyrr og virti fyrir sér verk sitt. Þegar ég sneri mér viö, sá ég, iað allar grafirnar voru opnar og allir hinir dauöu höfðu risið úr þeim og höföu þurrkaö út grafskriftirnar á legsteinunum sinum, sem ætt- ingjar þeirra höfðu látið skrifa, og höfðu nú sjálfir skrifaö þar sannleikann I staðinn. Og ég sá, að allir höfðu þeir komið illa fram við nágranna sina, verið illgjarn- ir, óheiðarlegir, hræsnisfullir, lygnir, öfundsjúkir og sviksamir. Ég sá það af hinum nýju graf- skrifum, að þau höfðu stoliö, svik- ið og framið alls konar illræðis- verk, þessir góðu feður, þessar tryggu konur, elskandi synir og sklrlífu dætur, þessir heiðarlegu iðnaöarmenn, þessir menn og þessar konur, sem kölluð höfðu verið alveg ólastanleg. Þau voru nú öll að skrifa sannleikann á þröskuld hinna eillfu bústaða sinna, hinn hræðilega og heilaga sannleika, sem enginn vissi um eða þóttist vita, á meðan þessir dánu voru I lifenda lifi. Ég ályktaöi þvi, að hún hlyti einnig að hafa skrifað eitthvað á legsteininn sinn. Og nú hljóp ég I áttina til hennar án nokkurs ótta við hinar hálfopnu likkistur, hljóp á meðal likanna og beinagrind- anna, fullviss um, að ég fyndi hana strax. Ég þekkti hana strax án þess aðsjá andlit hennar, sem var hulið flakandi likklæðinu. Á marmarakrossinn, sem ég hafði fyrir skömmu siðan skrifað á: Hún elskaöi, var elsk- uð og dó. sá ég nú, að skrifaö hafði verið: Eftir að hún hafði far- ið út i rigningu dag nokkurn tii þess að gerast eiskhuga sinum ótrú, kvef- aðist hún og dó. Svo virðist sem ég hafi fundizt liggjandi meðvitundarlaus á gröf hennar I dögun. EldavÉlar 7 gerðir — 3 litir * Norskar úrvalseldavélar við allra hæfi. greiðsluskilmálar. * Verð frá rúmum 22.000,-. EINAR FARESTVEIT & Co. HF. Bergstaðastræti 10A sími 16995 ATLANTIS Framhald af bls. 19 lantshafi, átti eins marga stuðn- ingsmenn og raun var á, þó að hún félli ekki að lýsingu Platons á Atlantis. En fleiri staðir hafa komið til álita. Stungið hefur verið upp á öðrum höfum og heimsálfum. Hvar sem fundizt hafa menjar um forsögulega menningu, hefur verið gizkaö á, að þar hafi Atlant- is verið, eða að minnsta kosti ný- lenda frá Atlantis. A ýmsum timum hefur verið bent á Palestinu, Sviþjóö, Ir- landshaf, Norðurheimskautið Mið-Asiu, Nigeriu, Túnis og Spán. En allir þessir staðir hafa eitt sameiginlegt, þar er engin merki þess aðfinna, aö þeir hafi sokkið i sjó eins og Atlantis átti að hafa gert. Að landsvæöi hverfi á stuttum tima, getur einungis gerzt á tvennan hátt. Annað hvort i mikl- um jarðskjálftum eða eftir eld- gos. Sé gengið út frá þvi, að annað hvort jarðskjálfti eða eldgos hafi Framhald á bls. 44 Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Þessi vika verður þér að skapi. Hæfilega mikið að gerá og engin stórvandamál. Þú færð heimsókn eða ferð i heimsókn, sem þú munt hafa mikla ánægju af. Þú munt verja peningunum þinum vel og sjá möguleika á að spara. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Vikan verður sérlega hagstæð fyrir ungt og rómantiskt fólk. Ein- hver ókunnug persóna gerir þér ljóst, að þú ert mikilvægur I viss- um félagsskap og þú munt fá verkefni til að sanna getu þína. Bogmanns- merklð 23. nóv. — 21. des. 1 hverju, sem þú tekur þér fyrir hendur, mun gæfan vera meö þér. Þú tekur mjög gáfu- legar ákvaðanir og munt hagnast vel. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Vertu ekki of kröfu- haröur viö þann, sem þér þykir vænzt um. Sá á i mikilli baráttu og getur verið dálitið uppstökkur. Vatnsbera- merkið 21. jan. — 19. febr. Þú ert önnum kafinn við mikiar fram- kvæmdir og sérð varla fram úr verkefnum. Neikvæðar fréttir munu spilla góðu skapi þinu, en ekki til langframa. Þú gerir fjárfestingu. Fiska- merkið 20. febr. — 20. marz Vertu á verði gegn falsvinum og ráð- gjöfum, sem bera ekki hag þinn sér fyrir brjósti. Ef þú gætir ekki ýtrustu varúðar áttu á hættu að lenda i félagsskap, sem á eftir að afvegaleiða þig- 38.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.