Vikan

Tölublað

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 26
I sumar hafa rnargir húseigendur í Reykjavík og víðar verið haldnir hressandi málningargleði og árangur þess erfiðis blasir nú við mönnum um allan bæ. Litagleði og áræði í samsetningu lita er áberandi, en svo virðist sem múrsteinsrauð og gulbrún hús með svörtum eða dökk- brúnum gluggakörmum séu vinsælust, Eflaust má rekja þessa málningargleði húseigenda til þjóðhátíðar- haldanna á næst.á ári eða afreks góðra manna við endur- sköpun Bernhöftstorfunnar, en kannski vill bara svo skemmtilega til að tjáningarþörfog sameiginlegur áhugi manna á frjálsara og líflegra umhverfi sé aðalástæðan. En mála má meira en húsin að utan. A næstu blaðsíðum eru.róttækar tillögur að skreytingu veggja, stiga, eldhúsa eða baðkara. Ef áhugi og áræði er fyrir hendi er þetta hið skemmtilegasta tómstundagaman. Notið óspart lím- tape, reglustriku og blýant, en munið að stroka burt óþarfa strik því þau geta sézt gegn ef málningin er Ijós. Góða skemmtun. Svona prik með svamphnúð á endanum nota skilta- málarar bein strik eða mjög nákvæmar linur. UMSJÓN: EVA VILHELMSDÓTTIR. TÍZKUHÖNNUÐUR 26 VIKAN öö. IBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.