Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 22
Fyrsta mjöllin féll í gær..
í hinni itarlegu og stórfróölegu Sögu
i Sau&árkróks, sem Kristmundur Bjarnason
hefur sent frá sér undanfarin ár, er marga
snjalla ferskeytluna aö finna. 1 fyrsta bind-
inu er Sérstakur kafli helgaöur vlsnagerö,
og tökum viö okkur þaö bessaleyfi aö gripa
niöur i hann á stöku staö hér á eftir:
„Séra Tómas Þorsteinsson, fyrsti prestur
meö búsetu á Sauöárkróki, fékkst talsvert
viö ljóöagerö. Einu sinni kastaöi Jakob
Holm, faktor I Hofsósi, aö honum þessum
vfsuhelmingi:
. Prestur einn i basli bjó,
sem búi kunni ei stýra.
Séra Tómas botnaöi svo:
Kaupmaöurinn svalt viö sjó,
sem seldi vöru dýra.
Fyrsta bæjarskáldiö á Sauöárkróki var
Björn Friöriksson Schram. Björn fór ungur
aö yrkja, var hraökvæöur og orti mikiö.
Adeilu- og skammakviölingum hans hefur
mjög veriö haldið á loft, en hitt vita færri,
aö hann átti lika mjúka og þýða strengi á
hörpu sinni:
Barndómsárin liöu létt
sem lækur rynni,
sá þar margan sólskinsblett
I sálu minni.
Björn var vinur vins og kvenna:
Flaskan hafði gott að geyma,
get ég varla hana misst.
Ég mun henni aldrei gleyma
af þvi hún mér geðjaðist.
Enga fann ég sólu seima,
sem mig hefur betur kysst.
Má þó vera, að hér hafi Björn ofmælt, þvi
aö þannig farast honum orð I annarri vlsu:
Sálin angu»:vær og veik
værö svo fagna kynni,
svalaöi spanga indæl eik
eftirlangan minni.
Áöur er aö þvi vikið, að Björn hafi verið
liðtækt skammaskáld, er hann tók á því, en
óvist er, aö hann hafi þá ávallt átt frum-
kvæðiö, þvi aö
Einn aö pina er annars lyst,
eöli veikt á strlöir,
svo má brýna, að bráðeggist
blaöið deigt um slöir.
Þegar skapið hefur verið ýft, getur Björn
kveöiö neyöarlega um náungann:
Lengi náöar svefni svaf,
synda háöur gjólu,
vindur bráöum ofan af
æviþráöar spólu.
Einhverju sinni var Björn á leið frá
Sauöárkróki austur Borgarsand ásamt séra
Hallgrimi Thorlacius, sem þá var prestur á
RIp. Þá varð honum að orði:
Sævarraust viö Sandinn hlær,
svipar hraustum körlum,
komið er haust og kaldur snær
hvilir á austurfjöllum.
Á haustdögum ævinnar yrkir hann þessa
vlsu:
Fjör og máttur farinn er,
fell ég þrátt i svima,
skeggiö grátt og skallinn ber,
skammt til háttatima.
Einhverju sinni reyndu þeir Jósef
Schram, bróðursonur Björns, og Baldvin
Bergvinsson, hvor fljótari væri aö gera
hringhendu. Þetta mun hafa veriö voriö
1902. Lá þá hafls fyrir Noröurlandi frá þvl
um páska þangað til tiu vikur voru af
sumri. Gekk á með hríðaréljum, er þeir
ræddu þetta meö sér. Jósef varð litiö út um
gluggann og sagöi samstundis:
Hriöin æöir yfir láð,
isinn klæöir sjóinn.
Sikling hæöa sendir náö,
sólin bræöir snjóinn.
Baldvin gafst þá upp.
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR
Rannveig Jónsdóttir, alsystir Jónasar I
Hróarsdal, en móöir Þorvalds Sveinssonar,
var vel hagmælt. Lltt mun hún hafa haldið
ljóöagerð sinni á lofti, visurnar dægurflug-
ur, svo sem þessi vísa, er hún mælti af
munni fram á gamalsaldri, er kona færði
henni kaffi I skál:
Kaffi I skál hún miðlar mér,
mjúk og þjál i ræðum.
Hverabála brikin er
búin sálarglæöum.
Fátt eitt mun varöveitt af kveöskap
hennar, en langfleyg er þessi visa:
Min burt feykist munaró,
máttur veikur hrakinn,
likt sem eik i eyðiskóg
orðin bleik og nakin.
Jónas Jónasson á Tjörn viö Sauöárkrók
var alkunnur hagyröingur á siíini tiö. A
þessum árum var þvi spáð — sem oftar —
aö halastjarna mundi rekast á jörðina og
Island sökkva I sæ. Urðu ýmsir til aö trúa
þessu og hugöu á bjargráð. Um spádóminn
kvað Jónas:
Stjörnufróöir, frægir menn,
fyrir þjóöum lýsa,
aö I flóði farist senn
foldin góöa isa.
Þó min sé ekki mikil sjón,
mega það rekkar heyra:
Aöur en sekkur isa frón
eitthvað skekkist fleira.
Lengi mætti enn grlpa niður i visnakafla
Kristmundar, þvi af nógu er að taka. En
látum þetta nægja að sinni.
Langt er orðið siöan við sendum út fyrri-
part siðast, enda litill timi til visnagerðar
yfir sumarmánuðina. Siðasti fyrripartur-
inn var á þessa leiö:
Sól á himni hækka fer,
heiðrikt i minu sinni.
Okkur bárust nokkrir botnar og
eftir fara fáein sýnishorn af þeim:
hér á
Vona að gæfan verð: þér
vinur I framtíðinni.
Jón Sigfinnsson.
Breta hef ég hugsað mér
hrekja úr landhelginni.
Astarsælan út viö sker
enn er mér i minni.
Efst I huga ávallt er
ást á konu minni.
Ofar skýjum skemmti ég mér
skammt frá eilifðinni.
E.B.G., Seyöisfirði.
i
Sunnangolan sifellt er,
sorgum öllum linni.
Hjördis Lindal.
Mikiö hvað Lúlli montinn er
af Moskvu göngu sinni.
Blessuö stúlkan börnuö er
gegn betri vitundinni.
Verst hvað andinn vesæll er
I visnagerðinni minni.
Bannsett stjórnin bölvuð er,
úr buddunni rænir minni.
Oli Jó af öllum ber
i óstjórninni.
Býsn er hvaö þessi brezki her
böðlast i landhelginni.
Mál er aö þessu masi linnr,.
megi gæfan fylgja þér.
Ragnhildur Einarsdóttir,
Svarfhóli, Stafholtstungum.
Og þá hefjum viö aftur gamaniö I vor um,
aö'nú sé betri timi og tóm frá.amstri dægr-
anna til aö fást viö visnagerö. Stungiö hefur
verið aö okkur þessum fyrriparti, og nú
skorum við á alla hagyröinga landsins aö
bregöast fljótt og vel viö:
FyrSta mjölíin féll I gær,
fögur á aö Ilta.
22 VIKAN 38.TBL.