Vikan

Tölublað

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 32
John McLaughlin er fyrir löngu oröinn heimsþekktur git- arleikari og hljómsveitin, Mahavishnu, sem hann stofnaði og hefur leikiö með æ siðan, heimsfræg og viðurkennd. Tón- list Mahavishnu John Mc- Laughlins, hefur hingað til þótt nokkuð flókin og ekki fyrir hvern sem er, að hafa ánægju og yndi af að hlusta á plötur hans. Carlos Santana er einnig fyrir löngu siðan orðinn heimsfrægur gitarleikari og hljómsveitin, sem hann stofnaði fyrir fimm árum siðan og er samnefnd hon- um, Santana, á aö baki sér lang- an frægðarferil og viðurkenndar L.P. plötur. Tónlist Santana hefur hlotið viðurkenningu sem skemmtileg og heillandi dans- múslk, enda er hann Mexikani og tónlistin þrungin Suður-Ame- riskum áhrifum. Þessir tveir menn, McLaugh- lin og Santana, voru i fyrra tveir gjörólfkir pólar i heimi tónlist- arinnar. Engum lifandi manni datt I hug, að þeir ættu nokkurn tima eftir að leika saman, en það gerðist engu að siður og eiga nú aðdáendur beggja þess- ara snillinga, kost á veglegri hljómplötu til minningar. Sú var hljóðrituð seint á siðasta ári og • ber heitið „Love, Devotion, Surrender”. John McLaughlin fæddist i Yorkshire i Englandi og hlaut uppeldi sitt á góðu millistéttar- heimili. Móöir hans og faðir höfðu yndi af klassiskri tónlist og það var reynt að gefa honum forsmekkinn af þvi sem koma skyldi, með þvi að láta hann læra á pianó og fiðlu, þegar hann var sjö ára gamall. Það dugði hins vegar skammt. — Carlos Santana fæddist hins vegar I Mexico og hlaut sitt upp- eldi i fátækrahverfum San Fransisco af ómenntaðri móður og föður, sem lék i mexikönsk- um götuhljómsveitum. Og hvernig gekk svo lif þessara manna þangað til þeir hittust i fyrsta skipti á siðasta ári? Eitt atriði úr ferli þeirra beggja, gefur vel til kynna gjörólikt hugarfar og mismunandi skoö- anir á t.d. hljómleikum. Sökum einlægra trúarskoðan McLaughlins, byrjar hann alla hljómleika sina á þvl að drúpa höfði I þögulli bæn i nokkrar minútur. Hann hefur orðið fyrir viðtækum áhrifum indverskra trúarbragða og hefur verið læri- sveinn hins indverska guru, Sri Chinmoy. — Carlos Santana byrjar hins vegar alla hljóm- leika sina á þvi, að þenja gitar- inn eins óg magnarakerfið þolir, um leiö og hann kemur inn á sviðið. Aðdáendur hans hafa dansaö eftir hljómfallinu á göngum hljómleikasalanna, frá þvihljómsveitin kom fyrst fram fyrir fimm árum siðan. Það er hins vegar aðra sögu að segja um dans á hljómleikum Maha- vishnu John McLaughlins. 1 tón- list hans er að finna djúptæk áhrif frá beinhörðum jass og indverskri tónlist. Tónlistin og rythminn eru svo margflókin, að fólk ætti á hættu að ökla- brotna, ef það reymdi mjög að fylgja honum. Auk þess sam- ræmist það ekki trúarskoðunum hans, að fólk dansi á hljómleik- unum. En John McLaughlin var ekki alltaf sá trúarengill, sem hann virðist vera I dag. A árunum fyrir 1963 var hann i hljómsveit, sem hlotið hafði nafnið Graham Bond Organi- zation. Auk hans voru þeir Jack Bruce og Ginger Baker i hljóm- sveitinni, en þessir tveir áttu siðar eftir að verða 2/3 hlutar triós, sem varð þekkt undir nafninu Cream, og hver kannast ekki við nafnið? A þeim árum gékk mikið á fyrir McLaughlin og Jack Bruce sagði eitt sinn um það timabil, ,,að John Mc- Laughlin hefði iðulega notað mikið af alls konar fikniefnum og eitt sinn undir áhrifum þeirra, hefði hann dottið niður af sviðinu, þegar hljómsveitin var að spila I Coventry”. En það atvik varð ekki til þess að hann breytti I nokkru háttum sfnum. 1 dag notar hann hins vegar ekki fikniefni hverju nafni. sem þau nefnast. Lif hans er gjörsam- lega helgað tónlistinni og ind- verskri trúarspeki. En hvað gerðist? Hann sagði svo sjálfur frá: „Það var á árinu 1963 og ég var að leika með hljómsveit Brian Auger’s. Allt i einu spilaði ég ekki lengur sjálfur. Það var ein- hver andi, sem spilaði I gegnum mig”. Sex árum seinna, eða 1969, gerðist John McLaughlin meðlimur trúarsamfélags Sri Chinmoy. Það var eins ástatt með Carlos Santana á hans ung- lingsárum. Hann var langt frá þvi að vera nokkur engill. Þegar foreldrar hans hugðu á brott- flutning frá Mexico, strauk hann að heiman og fjölskyldan yfirgaf Mexico án hans. Sex mánuðum siðar kom móðir hans til baka og fann Carlos á labbi i strætum Tijuana. Hann var þá 10 ára gamall. 1968, þegar hann hafði brotið Isinn með sinni fyrstu Santana hljómsveit, hélt hann uppteknum hætti ung- lingsáranna. Hann notaði eitur- Carios Santana sést hér á mynd, sem tekin var nýlega. Með honum á myndinni er John McLaughlin. Að sjá Santana svona, lútandi höfði með hendurnar saman, hefur ruglað fyrri aödáendur hans gjörsamlega i riminu. McLaughlii lyf og svaf hjá eins mörgum konum og hann mögulega gat. En hvað varð svo til þess að þessir tveir menn hittust? Það gerðist fyrir rúmu ári slðan, þegar Mahavishnu Orchestra hélt hljómleika I San Fransisco. John McLaughlin lék mjög vel það kvöld og áheyrendur fögn- uðu, og meðal þeirra var Carlos ‘'Santana. Hann hafði ekki aðeins eyrt af þeirri tónlist, sem Mc- Laughlin lék, heldur einnig um t^ngsl hans við indverska guru- 32 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.