Vikan

Tölublað

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 23

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 23
TIGRIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. # V / Samband ísl. samvinnufélaga >| INNFLUTNINGSDEILD v ÓENDANLEGUR DAGUR Framhald af bls. 21 systranna og fá að tala við Louise, sem var greindari en Ingeborg. Segja: „Þetta er Cilla, Dagmar er myrt, hringið til lögreglunnar.” En henni var strax ljóst hvernig þær systur myndu hafa sér. Fyrst myndu þær hringja i sima Dagm- ar og þegar ekki var svarað, myndu þær senda ráöskonuna, til að hringja dyrabjöllunni. Þegar það bæri ekki heldur árangur, færu þær að leggja á ráðin og athuga þetta frá öllum hliðum og að lokum komast að þeirri niðrurstöðu, að þær hefðu gert skyldu sina, þetta hefði liklega allt verið misskilningur. Það væri algerlega fjarri sanni, að slikt gæti hent nágranna þeirra. Og gamla ráðskonan var svoddan hænuhaus, að henni dytti aldrei neitt i hug af sjálfsdáðum. Cilla var dauðþreytt, þegar hún lyfti upp simtólinu og valdi fyrsta númerið á lista Isakssons. Þetta voru allt nöfn á vinkonum Cillu og viðskiptasámböndum. Tveir voru strax brautskráðir: annað var Lotta, sem var á ráðstefnu i Finn- landi, hin var lærbrotin og lá a sjúkrahúsi. Atta voru eftir og þær voru allar erfiðar. Þær voru undrandi yfir þessu uppátæki Dagmar, kröfðust þess að tala við hana sjálfa. Ein átti inni loforð hjá Dagmar, um aö fá að sitja i nýja bilnum hennar til Stokkhólms i næstu viku, þar sem þær ætluðu að fara I búðir og i leikhús um kvöldið. Briddsklubbskona var leið yfir að missa fjórða mann. Garðunn- endafélagið átti von á að Dagmar gæti sýnt einhverri nefnd garðinn sinn eftir tvo daga. En erfiðust var samt ein af elztu vinkonum Dagmar. Dag- mar hafði lofað henni að passa köttinn hennar, meðan hún færi I heimsókn til dóttur sinnar i Mal- mö. Hvernig gat Dagmar gert henni þetta, þar sem hún vissi hve viðkvæm Pussy væri, hún myndi hreinlega ekki þola að fara á kattahæli. — Ég er viss um, að þetta er eitthvað sem þú sjálf hef- ir fengið Dagmar til að gera, hún lætur allt eftir þér. Ef ég á aö segja sannleikann. . . . Sannleikurinn var nú einfald- lega sá, að Dagmar lá i skýlinu, kannski látin. Morðinginn sat þarna andspænis henni, hugsaði Cilla. Hann notar mig sem fjar- vistarsönnun og þegar hann þarf » ekki lengur á mér að halda, þá myrðir hann mig sennilega. Þetta segi ég, ef ég losna ekki við hana úr slmanum, hugsaði Cilla I ör- væntingu sinni. En þegar eigandi Pussy var farin aö vola, sagöi Cilla snöggt: — Agnes frænka, þú verður að reyna að koma þessu fyrir á ein- hvern hátt. Og svo lagði hún á. Henni fannst hún hefði ekki orku til að lyfta simtólinu aftur. En á einhvern hátt komst hún samt gegnum allan listann. — Þér eruð mesti asni, þér ger- ið svo mikið úr þessu öllu, að ég er viss um, að bráðum koma þessar kerlingar hingað i eigin persónu, til að njósna. Cilla hrökk við og hristi af sér þreytuna. Agnes var siðasta nafnið á listanum, svo nú gat hún átt von á hverju sem var! Hættan var yfirvofandi! Nú gat hann án hennar verið. Hann sá það I anda hvernig hann færi að rása um húsið, tina til allt verðmætt og stinga a sig og að lokum leggja af stað I hinztu ferð þeirra systra þegar myrkrið væri vel skollið á. Hann varð að biða eftir myrkri, það var hennar eina lifsvon. Hún reyndi að finna eitthvað, sem gæti haldið honum rólegum: — Segjum nú svo, að einhver komi hingað, hringi dyrabjöllu, og þegar enginn svarar, þá heldur hún að við séum þegar lagðar af stað, sagði hún. — Haldið kjafti, sagði hann vonzkulega. — Ég er að reyna að láta mér detta eitthvað I hug. Farið heldur og hitið kaffi og ekki skaðar að smyrja nokkrar brauð- sneiðar. Þetta var meira en Cilla hafði þorað að vona. Hún stóð strax upp og fór fram i eldhús. Isaksson fylgdi henni eftir. Hann hagræddi sér i eldhússófanum og hafði gát á hverri hreyfingu hennar. Hún lagði á bakka og setti þar stærstu bollana sem hún fann, og þótt henni væri óglatt, smurði hún hlaða af brauðsneiðum. Loks setti hún vatn I ketil og þá heyrði hún Isaksson segja: — Ég vil hafa kaffið sterkt! Cilla var þakklát I huganum og setti meira kaffi I kaffipokann, þvi minni hætta var á, að hann fyndi aukabragð. Meðan hún var að hella á könnuna, hallaði hún sér upp að eldhúsveggnum og stakk höndinni i svuntuvasann. Svefnhylkin voru i vasanum. Hún hafði ekki hugmynd um hve sterk þau voru, eða hve mörg gætu orð- iö lifshættuleg, enda var henni 'sama þótt svo færi, að hún gæfi honum of mikið. Spurningin var aðeins hve mörg hún þyrði að nota, án þess að bragðið fyndist. — Skeiöar! sagði hún allt i einu, eins og henni heföi þá fyrst dottið það I hug. Hún sneri sér við, opnaði skúffu og tók skeiðarnar úr henni, setti þær svo á undir- skálarnar. Það var auðvelt að koma svefnlyfinu i annan bollann. — Ég er hrædd um að það verði aðeins þessir tveir bollar, en ég get sett um meira vatn. Hún hellti kaffinu I bollana og tók bakkann. — Við drekkum þetta i dagstof- unni, það er svalara þar, sagði Isaksson. Hann kom sér aftur fyrir i sófanum og hún rétti hon- um bakkann. Skyldi hann nú taka rétta bollann? Hann gerði það og það var ekki á honum að sjá, að hann væri tor- trygginn og Cilla andaði léttar. Hún neyddi sjálfa sig til að taka eina brauðsneið og sötraði svo sterkt kaffið. Isaksson borðaði með góðri lyst og hætti ekki fyrr en hann hafði lokið við brauðið á fatinu. Bollinn stóð hjá honum allan timann. Cilla þorði ekki að spyrja hann hvort hann hefði gleymt kaffinu, en svo sagði hann: — Ég get ekki drukkiö svona heitt kaffi. Svo kveikti hann i sigarettu og bar loksins bollann upp ða vörunum. Cilla þorði ekki að horfa á hann. — Fjandinn sjálfur! sagði hann og skaut frá sér bollanum. — Þetta er frönsk brennsla? Ég þoli þaö ekki. Þér voruð með venju- legt kaffi um hádegið. Lagið nýtt kaffi úr þeirri tegund. Hann rak hana fram i eldhús og Cilla neyddist til að hella úr boll- anum I vaskinn. Hann stóð yfir henni og hafði ennþá gát á hverri Framhald á bls. 34 38. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.