Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 21
— Ég er búinn að skrifa lista
yfir það fólk, sem sennilegt er að
hún hafi reglulegt samband við.
Það var svei mér heppilegt, að
hún skuli hafa haldið þessa dag-
bók reglulega. Það var alveg
hægt að sjá hvað hún hefir yfir-
— Fjandinn hafi það, svarið!
hvæsti hann milli tannanna.
— Sjáið þér ekki sjálf, að við
erum einmitt að gera öllu fólki
ljóst, að þér séuð einmitt hér hjá
systur yðar.
mann”, úr öðrum kaflanum i
„Auga fyrir auga”.
Cilla þorði ekki að lita á Harald
Isaksson. Hún vonaði innilega, að
hann heföi ekki lesið bækurnar
hennar og þekkti ekki bókarheitið
af tilvitnuninni. Og hún vonaði
ýmislegt, sem kannski stangast á
við það raunverulega, eins og i
þessu tilviki. Nú neyðið þér mig
til að láta þetta lönd og leið. Það
eina sem ég gat gert fyrir hann,
var að benda honum á, það sem
hann verður að athuga nánar,
leitt tekið sér fyrir hendur. En
einu hefi ég gleymt, hvernig er
það með yður sjálfa? Eigið þér fri
frá vinnu i dag? Er einhver, sem
biður yðar heima?
— Ég bý ein og ég vinn lika
heima.
— Vinnið við hvað? Hann var
nú oröinn tortrygginn.
— Við skriftir. Þýðingar og
annað slikt.
— Hvar búið þér?
Hún sagöi honum heimilis-
fangið og simanúmerið, en hann
trúði henni mátulega og sló upp á
þvi i simaskránni, hringdi og lét
hringja nokkrum sinnum.
— Ég reyni þetta aftur á eftir,
svona til öryggis. Þekkiö þér
fólkiö á þessum lista? Er hægt að
koma þessu fólki til að skilja, að
það sé ósköp eðlilegt, að þið
systurnar farið saman i ferðalag?
— Alls ekki. öllum sem þekkja
systur mina finnst það örugglega
i hæsta máta einkennilegt, að hún
taki svona ákvarðanir i flýti. Það
er mjög ólikt henni:
Isaksson hnyklaði brúnir. — Nú
jæja, það verður yöar mál, að
finna sennilegar skýringar.
Svona, ekkert hangs.
Cilla ætlaöi að gripa simtólið,
þegar siminn hringdi. Þetta
óvænta hljóö kom Cillu til að
hrökkva viö, það var næstum eins
og likamlegar kvalir. Isaksson
gerði sig liklegan til að kippa úr
sambandi, en hætti við það.
Cilla svaraði hikandi og sagði
simanúmerið.
— Ég þarf að tala við ungfrú
Malmström, sagði kvenrödd.
— Það er ég, sagði Cilla. Hún
sá að Isaksson stóð upp, tor-
trygginn og ógnandi.
— Það er svei mér gott, sagði
röddin. — Staffan Jerberg haföi
svo miklar áhyggjur af yður, en
hann kemst ekki i sima eins og er.
Ég heiti Anna Lisa Persson.
Staffan Jernberg bað mig að
segja yður, að hann hafi samband
viö yður, svo fljótt sem honum er
mögulegt. Hann bað mig að
spyrja...
Þaö rann upp fyrir Cillu, að
Anna Lisa væri ljósmyndarinn,
sem Staffan hafði sagt henni frá.
Þaö gat veriö að Staffan hefði
sagt henni eitthvað...
Svar Cillu var hreinn inn-
blástur: ...og ef ég á að gefa hon-
um ráð viðvikjandi þvi, sem við
töluðum um i morgun. Já, viljið
þér vera svo góö að skrifa niður
það sem ég segi, en ég hefi aðeins
nokkrar minútur til umráða.
— Systir min og ég höfum
ákveðiö að fara i ferðalag, erum á
förum og verðum fjarverandi i
nokkrar vikur, hélt hún áfram, án
þess að gefa önnu Lisu tækifæri
til að svara. Þessvegna verð ég að
biðja hann, að ráða fram úr þessu
sjálfur. En lykilorðið getur hann
tekið úr tilvitnun I
Shakespeare: „Syndin eltir
lika ákaft, að Staffan Jernberg
skildi boðskapinn.
— Svo er á blaðsiöu 149 i hand-
ritinu kæra saksóknarans. Það er
mjög árlðandi, munið það, mjög
áriðandi, að hann athugi það
vandlega. Það er álitamál hvort
það er I samræmi við sænskt
réttarfar. Viljið þér endurtaka
þetta!
Anna Lisa las þaö sem hún
haföi skrifáð. Hún skildi ekki
neitt, en af langri reynslu sinni,
sem fréttaljósmyndari, hafði hún
lært að verða aldrei undrandi.
Hún hugsaði með sér, að
Staffan hefði þarna náð I eitthvað
fréttnæmt: njósnari, eiturlyfja-
mál...Kannski yrði það þriggja
dálka mynd lika...
— Og viljið þér svo leggja rikt á
við herra Jernberg, að það sé
mikilvægt að gera þetta strax,
hélt Cilla áfram. Prentsmiðjan
veröur að fá handritið, ekki
seinna en I fyrramálið.
— Ég skil, sagði Anna Lisa og
Cilla þakkaði fyrir i snatri og
lagði á.
— Hvaöa kjaftæði var þetta
eiginlega? sagði Isaksson og það
var greinilegt, að hann var reglu-
lega tortrygginn.
— Þér heyröuð hvað ég sagði,
sagði Cilla rólega. — Þér hljótið
að hafa heyrt það. Þetta heyrir
undir atvinnu mina, ég hjálpa oft
rithöfundum með efni. Ég verð
stundum að leiðrétta hjá þeim
áður en handritiö fer i prentun.
— Ég ætla að biðja yður að
vera ekki að rausa þetta yfir mér,
sagði hann. — Við höfum annað
og meira að hugsa um þessa
stundina. Haldiö áfram að
hringja.
Nú, þegar þessi hætta var liðin
hjá, fannst Cillu sem hún væri
lömuð af þreytu. Hún hafði nú
gert allt sem á hennar valdi stóð,
til að bjarga lifi þeirra systranna.
örlögin réðu þvi sem á eftir
kæmi. örlögin, sem hún hafði
haldið fram, að auðvelt væri að
ráða við, aö minnsta kosti væri
hægt að hnika þeim til. Þessi til-
hugsun færði henni svolitiö
traust.
Hún vissi eiginlega ekkert um
Staffan Jernberg, og alls ekki
neitt um starf hans og skoðanir.
Það gat lika verið, að hann fengi
þessi skilaboð of seint. En hún var
viss um, að ef hann fengi þau
nógu snemma, myndi hann
ábyggilega skilja hvaö hún átti
viö.
En skyndilega var hún gripin
nýjum ótta. Var það ekki alger
geggjun, að lima þessa ræmu á
gluggann? Isaksson þurfti aðeins
að halla sér svolitið aftar i sófan-
um, þá gat hann ekki komizt hjá
þvi að sjá þetta.
Andartak lék hún sér að þeirri
hugsun, að hringja til Ekebom-
Framhald á bls.'23
38. TBL. VIKAN 21