Vikan

Tölublað

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 14
Allir hafa einhverntima feng- iö hiksta. en sem betur fer hverfur hann oftast jafnskjótt og hann kemur, annaö hvort af sjálfu sér eöa meö þvi aö nota gömul húsráö, sem venjulega gefast vel. Þaö er ekki þægilegt og ekki heldur sérlega skemmtilegt aö vera meö hiksta, nema maöur vilji fórna sjálfum sér og vera ó- dýr skemmtikraftur fyrir um- hverfi sitt. Flestum finnst ákaf- lega skemmtilegt, ef einhver annar er meö hiksta. Þótt þaö sé nokkuö sjaldgæft, þá getur hiksti oröiö þrálátur og mjög óþægilegur sjúkdómur. Þaö kom til dæmis fyrir unga, enska stúlku, aö hún fékk hiksta i april og hætti ekki aö hiksta fyrr en i júli (sama ár, sem bet- ur fór). A þessum þrem mánuö- um leitaöi hún tii tiu lækna og gekk undir ails konar aögeröir, allt frá þvi aö taka inn ósköpin öll af róandi lyfjum og til þess aö láta taka úr sér botnlangann. En allt kom fyrir ekki hún hikst- aöi stööugt, þangaö til foreldr- unum datt i hug aö senda hana i sumarfri upp i skozku Hálöndin, þar sem húanáöi ekki til læknis. Hún hresstist og fitnaöi, og einn daginn þegar hún sat aö te- drykkju. hvarf hikstinn jafn skyndilega og hann kom. Þann- ig eru nokkur dæmi, og er skemmst aö minnast þess, þeg- ar páfinn i Róm fékk sinn sögu- iega hiksta. Hvaö er hiksti? Þaö er eins konar krampi i þindinni, stærsta öndunarvööv- anum, sem veröur fyrir tauga- truflun, og i sambandi viö þaö dragast hálsvöövarnir saman og trufla loftstreymi viö innönd- un. Þaö geta veriö margar ástæö- ur fyrir þvi, aö þindin gengur þennan berserksgang. Venju- jega veröur maöur ekkert var viö starfsemi þindarinnar, en þegar taugarnar sem stjórna þessum hreyfingum veröa fyrir truflun, þá dregst þindin saman. Þetta getur skeö, ef maöur drekkur mjög kalda drykki eöa heita drykki eöa boröar of mik- iö. Þetta er mjög algengt hjá smábörnum, sem gleypa mjólk og mat. Þau boröa kannski meira en maginn rúmar meö góöu móti, svo aö þau æla eöa fá hiksta, og þá veröur aö klappa þéttingsfast á bossann, svo aö hikstinn hætti. Svo er þaö alvarlegri hliö málsins, og þaö er þegar mjög veikt fólk, til dæmis meö nýrna- bólgu og lungnasjúkdóma, fær hiksta. Getur þaö orðiö bæöi mjög sársaukafullt og afdrifa- rikt. Einu sinni kom þaö fyrir á handlækningadeild sjúkrahúss, aö 17 skurösjúklingar i aftur- bata fengu ákafan hiksta. Læknarnir héldu i fyrstu, aö þetta væri einshvers konar múgtaugaspenna, en viö rann- sókn kom i ljós, aö um smitun var aö ræöa, sem orsakaöist af streptokokkum. Þegar búiö var aö ráöa b’ót á þvi, hætti hikstinn. Hikstinn getur sem sagt veriö margvislegur, en sem betur fer er þetta oftast óskaölegur kvilli, og þaö eru til mörg góö húsráö viö honum, sum eru þúsund ára gömul. Aristophanes, griski ' leikritahöfundurinn, ráölagöi til aö mynda aö kitla sig i nefiö, þangaö tjl maöur færi aö hnerra. Ráöin eru óteljandi, allt frá þvi aö segja bö-ö og til þess að hengja sjálfan sig upp á fót- unum! En bezta ráöiö er liklega aö drekka eitt glas af vatni, sem einhver annar heldur aö munni manns. Samtimis á að þrýsta fast og fljótt aö eyrunum, svo aö eyrnagöngin lokisthverju sinni, og halda svo áfram aö þrýsta á eyrun, þar til vatnið úr glasinu er búiö. Þaö er nokkurn veginn ör- uggt, aö hikstinn hættir viö þetta ráö. Þaö skaöar aö minnsta kosti ekki aö reyna þaö næst.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.