Vikan - 20.09.1973, Blaðsíða 20
ÓENDANLEGUR
Framhaldssaga eftir Gunnar Berg. Sjotti hluti
Henni fannst þetta martröð, en það var kaldur
raunvhruleiki. Hún var i klónum á hættulegum
ókunnum manni og henni var það ailtof vel ljóst.
Allra minnstu mistök gátu orðið henni að falli...
DAGUR
Loksins fann hún frlmerkin, I
plasthlifinni utan um bankabók-
ina.
Hún steig upp i gluggann og var
næstum dottin af hræöslu, þegar
einn púðinn féll I gólfið. Sófinn
reyndist ekki nógu hár, svo hún
varð að stiga upp i gluggakistuna.
Hún skalf af ótta, en henni tókst
að festa pappirsræmuna með
skilaboðunum til Staffans, innan
á rúðuna bak við gluggatjöldin. 1
ákafanum reif hún ræmuna i
sundur og varð að lima hana sam-
an með frimerki. Það heppnaðist.
Isaksson gat komiö á hvaða
augnabliki sem var, en ennþá
heyrði hún vatnið renna i baðher-
berginu. Frimerkin limdust við
raka fingur hennar og svitinn
spratt út á enninu.
En hún gat fest skilaboðin upp á
rúðuna. Svo flýtti hún sér að
þurrka gólfið.
Hún var rétt byrjuð á þvi, þegar
Isaksson kom aftur inn I stofuna.
Hann var með slmann undir
handleggnum. Svo hélt hann á
sáraumbúðum, sáravatni og
bómull.
Cilla vatt tuskuna og þurrkaði
vel gólfið. Svo récti hún úr sér,
bar fötuna fram i eldhús og hellti
úr henni I vaskinn. Hana langaði
ákaflega til að reyna að sjá
hvernig miðinn á rúöunni tæki sig
út, en hún þoröi það ekki. Neðri
hornin voru laus, hún hafði ekki
getað fest þeim.
Hún gerði sem mestan hávaða,
þegar hún setti fötuna inn I skáp-
inn.
Hún hafði verið nokkuð sjörí
Það gat veriö mikil hætta á ferð-
um, ef Isaksson kæmi auga á
bréfsnepilinn á rúðunni. Það yrði
lika hrein heppni, ef Jernberg
gengi þarna fram hjá. Það var
ekki sennilegt, aö hann færi að at-
huga alla glugga hússins. Hún var
algerlega á valdi Isaksson. Og
þótt hann væri kannski ekki
morðingi, þá var hann hálfrugl-
aður af ótta, ótta, sem stafaði af
einhverju, sem hafði skeð furir
ári siðan, hvað sem þaö nú var:
Trúandi til að gera hvað sem
væri.
Henni var ljóst, að meira gat
hún ekki að gert, svo hún fór aftur
inn 1 dagstofuna. Isaksson var að
berjast við að koma umbúðum
um höndina. Hann sveið undan
sáravatninu og hann ætlaði aldrei
aö geta stöðvað blóðrennslið.
Hann benti með heilbrigðu
höndinni og benti á dyrnar að
baðherberginu.
— Magnyl eða eitthvað við
kvölunum.
Cilla flýtti sér inn i baöherberg-
ið. Þegar hún tók magnylglasið,
sáhúnaðámiðanumstóð: „Cilla,
þú verður alltaf að lesa á miðann,
svo þú vitir hvað er i glasinu, svo
þú takir ekki inn eitthvert eitur”.
Þetta hafði Dagmar brýnt fyrir
henni frá þvi hún var smábarn og
vaninn sat ennþá svona fastur i
henni.
Eitthvað eitur! Hún las I skyndi
á glösin, sem þarna stóðu. Gat
þarna verðið eitthvað, sem var
raunverulega eitur?
Svefntöflurnar?* Það voru eíns
konar hylki. Nei, það var ekki
nógu gott, — en hver veit, það
gæti komið sér vel siðar. . . það
gat verið ein leið, siðasta leiðin?
Hún stakk I skyndi nokkrum
hylkjum i svuntuvasann og gekk
svo inn I stofuna, með magnyl-
glasið I hendinni, sakleysið upp-
málað.
Isaksson hafði nú bundið um
höndina. Hann hafði lika sett sim-
ann i samband og hallaöi sér nú
makindalega að sófabakinu og
reykti sigarettu.
— Ég hefi nú skrifað lista yfir
þá, sem þér eigið aö hringja til
fyrst, sagði hann. — Svona nú,
farið aö drifa i þessu og byrjið.á
byrjuninni.
Cilla hugsaði til Dagmar. Var
henni kannski að blæða út I skýl-
inu? Og Staffan Jernberg, hvar
gat hann verið? Hvers vegna
hringdi hann ekki? Hvers vegna
kom hann ekki, eins og hann hafði
lofað?
Hún hafði ekki nokkra mögu-
leika á að koma skilaboðum
gegnum slmaborðið. Isaksson leit
ekki af henni eitt andartak. Hún
þorði hvorki að segja eða gera
annaö en hann hafði skipað henni.
Eina vonin var að Jernberg kæmi
og færi að gruna, aö ekki væri allt
meö felldu. En hvaö vissi hún um
hann? Hún þekkti ekki Jernberg.
Hann gat hafa gleymt öllu saman.
Hún fór að hringja og reyndi aö
láta ekki bera á skjálftanum i
röddinni og segja það sem Isaks-
son hafði skipað fyrir.
Cilla titraði, svo að hún varð að
halda um simtólið með báðum
höndum. Harald Isaksson sat
andspænis henni og haföi auga
með hverri hreyfingu hennar og
hverju orði, sem hún sagði. Allra
minnstu mistök gátu orðið henni
að falli, kostað hana lifið, bæði
hana og Dagmar.
Dagmar, sem lá bundin og
særð, kannski dáin, i skýli Curts.
Cilla reyndi að hugsa ekki um
þessa hrollvekju, en það var ekki
auðvelt.
Fyrstu simtölin: stutt skilaboð
til Curts, ræstingarkonunnar,
hárgreiðslukonunnar, tann-
læknisins, gengu sæmilega, þrátt
fyrir erfiöleikana við að tjá sig á
réttan hátt. Isaksson, sem sat I
sófanum, meö höndina á sima-
tenglinum, til að geta kippt úr
sambandi, ef hann grunaði hana
um græsku, var farinn að slaka á
og hagræddi sér betur i sófanum.
Það var greinilegt, að hann var
farinn að álita, að Cilla væri sam-
vinnuþýð. •
Þegar Cilla hafði lokið við
fyrstu lotu, ýtti hann blaði til
hennar.
20 VIKAN 38. TBL.