Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 13
ÞEGAR
NEYÐIN ER
STÆRST...
„Hann réðist á mig og ætlaði að hengja
mig i treflinum mlnum, sem liggur þarna
sundurslitinn. Ég barðist við hann og er
nú svo máttlaus, að ég get ekki staðið á
fætur. Reyndu nú að hjálpa mér heim,
þvi lif mitt liggur við....”
SMASAGA EFTIR
UNU Þ. ÁRNADOTTUR
Einu sinni hérna á dögunum,
var ég aö grúska i bóka og blaöa-
rusli, uppi á háalpfti. Þá rakst ég
á slitur af gömlu blaöi — , ,Dvöl”
haföi þaö heitiö — og las þar
kvæöi, sem heitir: ,,Um fornar
slóöir.” Nú liggur þaö á skrif-
boröinu minu og ég les:
Sólin skein i heiöi yfir
sumarfögrum dal,
á sóleyjar og fifla og annaö
blómaval.
A sveitabæi forna i
fagurgrænum túnum —
þá fetaöi ég um engi á eftir
blessuöum kúnum.
Ég horfi til baka og hugsa um
sólskinsdaga bernsku minnar —
þá sem ég átti I Arnardalnum.
Halldórsstaöir heitir þar bær
einn, litiö eitt utar en i miöjum
dalnum. Landrými er þar mikiö,
gott og mikiö beitiland, grösugar
engjar og stórt tún, sléttaö áf
mannahöndum. Undirlendi er
nokkuö upp aö fjallinu, sem er
allhátt og grösugt og fallegt fjall.
Þaöan er ágæt sjávarsýn og mjög
kvöldfagurt. Ekki spillir þaö
landkostum, aö þar er gott mótak
— þaö er reyndar einskisviröi
núna, en þaö var ekki svo i gamla
daga.
Og ég les áfram:
Fuglarnir i móunum sungu
sumaróö,
sólskin var i hjarta minu — þá
var tiöin góö.
Frá bæjunum stigu reykir, i
morgun- bliöa blænum.
Bjart var þá um sveitir og
tibráyfirsænum.
Já, þaö var gaman aö sjá
morgunreykinn stiga upp frá
bæjunum og teygja sig móti heiö-
skirum himinblámanum. Og þaö
var lika gaman, þó aö væri súld
og þoka I fjöllum, þvi reykurinn
vitnaöi um lif og yl. Og mér þótti
gaman aö vaöa döggvott grasiö,
þótt punturinn væri stundum svo
hár aö ég var blaut upp á miö pils.
Þá var gott aö koma heim og fara
úr bleytunni og fá eitthvaö heitt
aö drekka, þegar ég kom frá þvi
aö reka kýrnar.
Ár og dagar liöa og senn er
komiö kvöld.
Kýrnar minar dauöar — þaö er
.liöiö hátt á öld.
Og ég er oröin gömul, mér
finnst í skjólin fjúka.
Flestu er breytt i dalnum, á
bæjunum hætt aö rjúka.
Þetta er eins og aö lesa sinar
eigin hugsanir. Þá þær eru löngu
dauöar, Halldórsstaöakýrnar,
sem ég passaði, en ég man vel
efitr þeim: Gránu gömlu, sem
var svo kviömikil og lágfætt og
stóreygð. Hæru, sem var svo
óþæg og óskaplega fljót aö
hlaupa. Og Þrilit og Hélu og
Búkollu og Sóleyju, sem var svo
ung og falleg, þegar hún var seld
langt i burtu. Þær eru allar
horfnar, eins og eölilegt er. Nú
eru aörar kýr á Halldórsstööum
og ég veit ekkert, hvaö þær heita
— þaö gerir ekkert. — En ég
sakna þess aö sjá hvergi rjúka i
sveitinni. Mér finnst hlýr og
lifandi þáttur vera hórfinn úr
sveitalifinu og eitthvaö dautt og
kalt komiö i staöinn. Þaö er
kannski af þvl aö ég er oröin
gömul og gamaldags i mér, þvi
allir vita hver þægindi rafmagnið
hefur fram yfir sauöataö og mó
og kol og spýtur.
Og þaö er fleira horfiö úr sveit-
inni, sumt sem ég sakna ekki
siöur en búverkareykjanna á
bæjunum, Og enn stendur á
gulnuöu blaöinu:
Gamlir vinir fóru, þeir gengu
feöraslóö,
grannar fluttu burtu og sé þeim
vistin góö.
Fornir hættir hverfa, þaö eru
engin undur.
Um engiö liggur bilvegur og
sker þaö i sundur.
Bilar bruna aftur og fram um
veginn sem liggur um Halldórs-
staöaengiö, — sem nú er hætt aö
slá, nú sjást þar aldrei flekkir eöa
bólstrar. En gaman var aö vera
viö engjaheyskap á sólbjörtum
siösumardögum. Enginn þarf nú
MYNDSKREYTING BJARNI JÓNSSON
aö koma meö kaffi handa engja-
fólki og aldrei sjást nú heybapds-
lestir koma kjagandi sunnan
götutroöningana.
Óg þó — ef svo ber til aö ég fer
um þennan veg, þá eru þaö
gamlir vinir og nágrannar sem ég
sakna mest.
Gamlir bæir hverfa og gömul
týnast spor —
gengið er nú æskunnar
sólbjarta vor.
Ég er oröin gestur á gömlum
heimaslóöum,
samt gleöst ég yfir steinhúsum
og rafmagnsljósum góöum.
Þaö er rifiö af blaöinu, kannski
hefur kvæöiö veriö lengra. Nafn
höfundar sést ekki.
— Ég man þá tiö, aö •fállir
„dalbúar” bjuggu i torfbæj. nú
er „siöasti bærinn i dalnum”
auöur og yfirgefinn og flestir
hinir bæirnir jafnaðir viö jöröu.
Þaö saknar þeirra vfst enginn,
þvi steinhúsin eru miklu betri. En
mér þótti sem gömlu bæirnir meö
grasi grónu þekjunum, væru hluti
af sjálfu fósturlandinu, en
steinhúsin ekki.
Og ný kynslóö býr i stein-
húsunum, ef til vill er hún á
ýmsan hátt fremri liðnum kyn
slóöum — þaö má búast viö þvi,
meira er vandaö til barnaupp-
eldis nú en áður fyrr. En aldrei
mun hún aö fullu skipa sæti gömlu
vinanna og nágrannanna, þeirra
sem sögöu dverga búa i steinum
og huldufólk i hólum, tröll i fjöll-
um, nykra og ferlega orma i
vötnum og ám. Þær sögur gátu
gert dalinn aö ævintýraheimi,
iöandi af lifi og fjöri og glitrandi
af giilli og gersemum.
En svo voru þaö ólukku draug-
arnir, sem læddust i myrkrinu«og
voru allsstaöar til ills.Ég man,
aö ég las um drauga i þjóösögum
Jóns Árnasonar jjangaö til aö ég
þoröi ekki ein frajn ieldhús. Ó, já,
draugasögur voru og eru viösjár-
veröar. Samt er þaö nú drauga-
saga, sem rifjast upp fyrir mér,
þegar ég horfi til baka, en hún
vakti aldrei myrkfælni eöa
hræöslu hjá mér, aðeins hlátur og
gaman. Gömul vinkona min, sem
átti heima I Arnardalnum — og er
nú horfin yfir móöuna miklu, —
sagöi mér hana. Hún er i aöal-
atriöum sönn og gerðist fyrir
langa löngu. öllum nöfnum er
breytt.
Fyrir réttum hundraö árum,
fluttu ung hjón að Halldórs-
stööum. Þau hétu Bjarni
Þorsteinsson og Kristin Gunnars-
dóttir. Þau voru af góöum ættum^
myndarleg voru þau og mann-
vænleg og Bjarni þótti mesti
skýrleiksmaöur og vel aö sér,
eftir þvi sem þá geröist, enda
varö hann fljótt hreppstjóri og
höföingi i sinni sveit. Hann hófst
handa með stórfelldar jarða
bætur, sléttaði túnið, sem allt
var kargaþýft, þegar hann kom
þangaö, byggöi upp bæinn og úti-
hús öll og standa sum þeirra enn i
dag. Kristin þótti hin besta hús-
móöir og vildi öllum gott gera.
Framhald á nsstu slöu
43.TBL. VIKAN 13