Vikan

Tölublað

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 14
Þegar neyöin er stærst... Framháld af bls. 137— Hettusótt. — önnur kinnin á mér er bólgin og aum, ég finn svo til, þegar ég reyni að boröa, Eru þetta aðeins bólgnir kirtlar, eða getur það verið hettusótt? Stúlkan, sem kom til læknisins kvartaði um eymsli i hálsi og hlustaverk, og það var óbragð i munninum á henni. Hettusótt er auðvitað bólga i kirtlum, sérstakiega þeim, sem framleiða munnvatn,en það eru eyrna- og munnkirtlar. þeir liggja fyrir neðan og framan eyrun og þegar þeir bólgna, vilja eyrun standa Ut i loftið. Við rannsókn kom i Ijos, aö engin bólga var i tannholdi eða hálsi, en roði við eyrna- og munnkirtla innan á kinninni, rétt ofan viö endajaxlinn, svo það var auöséð, að þetta var hettusótt. Læknirinn sagði sjúklingnum, að bólga gæti hlaupið i hina kinnina, en þótt svo yröi ekki, væri þetta samt hettusótt. Sumir fá hettusótt, án þess að finna nokkuð til. Það er virus, sem orsakar hettusótt, svolitið stærri virus en sá, sem veldur inflUensu Börn á fyrsta árí fá ekki hettu- sótt, vegna þess að þau bUa við ónæmi frá móðurinni, en það helzt ekki lengi. Venjulega eru það börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, sem fá hettusótt og það er vegna þess, að þau smitast venjulega i skóla og á leikvöllum. Það er ekki mjög al- gengt, að fullorönir hettusótt, en ef það skeður, þá vilja oft aðrir vefjir bólgna. Virusinn fer um likamann með blóðinu, en aöallega eru þaðsamt aöeins munn-og eyrna- kitlar, sem bólgna, en stundum . getur vægheilahimnubólgafylgt I kjölfariö. Stundum bólgna iika brjóst- og magakirtlar og sæöis- kirtlar karla. Eggjastokkar geta auðvitað bólgnað, sem af- leiðing af bólgum i kviöarholi, en það liður oftast fljótlega frá og orssakar ekki varanlegt mein. Það er ekki sennilegt, að sU bólga i eggjastokkum geti or- sakað ófrjósemi. Karlmenn geta orðið fyrir miklum óþægindum, ef sæðiskirtlar bólgna. Þeir verða þá að fara varlega, liggja i rUminu i eina eða tvær vikur. Þaö hefir verið mjög orðum aukið sU hætta. að karlmenn veröi ófrjóir, ef þeir fái hettu- sótt. Það eru mjög fá tilvik, sem veröa til þess. Ef hettusóttin er slæm, er sjálfsagt að liggja i rUminu, en ekki nauðsynlegt. ef ó- þægindin eru ekki áberandi. En það er nauðsynlegt, að drekka . mikið og halda munninum vel hreinum. bæði meö þvi að bursta vel tennurnar og skola munn og háls. Það er lika sjálf- sagt, að nota verkjatöflur, ef sársauki er slæmur en ekki nauðsynlegt aö nota fUkalyí En strax og ljóst er, að um hettusótt er að ræöa, er sjálf- sagt aö umgangast ekki aðra, sem ekki hafa feogið hettusótt áður og það þarf aö gera það i viku, eftir aö bólgan er horfin. Sagt var aö hUn væri ekki jafnoki bónda sins, hvað vitsmuni snerti, en honum að mun gjafmildari og örlátari. Saga þessi gerðist snemma á bUskaparárum þeirra — sem voru alls nær fjörutíu — þau áttu þá eitt barn — stúlku á öðru ári, sem hét Þórdis. Vinnu- menn höfðu þau tvo, hétu þeir Jón og Benedikt — kallaðir Jónki og Bensi. Báöir voru þeir ungir að aldri, Bensi seytján ára, en Jónki litiö yfir tvitugt. Vinnukonu höföu þau, sem hét Kristin og var Björnsdóttir. Tólf ára stúlka var hjá þeim — hafði verið það frá þvi þau byrjuðu bú- skap og var talin fósturdóttir þeirra, hún hét Kristin Guð- mundssóttir. Voru þá þrjár Kristfnar á Hall- dórsstööum, og voru þær þannig greindar i sundur: Kristín vinnu- kona var kölluö Stina Björns og fósturdóttirin, var kölluð Stina iitla eða Stina Guömundsdóttir, og Kristin húsfreyja. A sumrin höföu þau oftast kaupamann og kaupakonu frá Suöurlandi. Kristin vinnukona var lagleg stUlka, 25 ára gömul. Kát ■ og dugleg, meö mikiö ljósjarpt hár og grá glettnisleg augu. Það hafði fleiri en einn og fleiri en tveir litið hana hýru auga og sagt var, að henni heföi boðist rikt mannsefni. þótt hún væri fátæk og umkomu laus, en hún hafði ekki getað fellt sig viö þaö — reyndar var henni ekki láð þaö, þvi biöillinn var nærri fjörutiu árum eldri en hún. En siöastliöiö sumar höföu þeir Þorvaldur — sunnlenski kaupa- maöurinn og Jónki vinnumaður bókstaflega þyrlast kringum hana eins og lauf i vindi. Nú var liöiö aö jólaföstu og Þorvaldur löngu farinn, en Jónki var eftir, meö sama sinni og i sumar- dýröinni. Stina haföi verið glöö og við- mótsgóö við þá báöa, engan mun gert á þeim og ekki virst hafa neinn áhuga árþeim. Og haföi það ekki heldur nú, á Jónka. Hann fékk aldrei tækifæri til þess aö vera einn meö henni eða tala við hana annað en það sem allir máttu heyra, en það þráði hann mjög. En nú dró til stórtiöinda. Þaö var seint i nóvember, að tiöarfar var óvenju gott. Snjó- laust var á láglendi, en svell- runniö nokkuö á pörtur... Sifellaar stillur og logn, en talsvert frost. Arnardalsá var eins og hún getur minnst veriö a' áumardegi og næstum skaralaus. Færi var hiö ákjósanlegasta. Þá var það að Bjarna bónda á Halldorsstöðum datt i hug aö bregöa sér austur yfir heiði i einhverjum embættis- erindum og hitta um leiö frændur og vini. Hann bjóst viö aö veröa kannski allt að þvi viku að heiman. Laugardag viku fyrir vetur, fylgdi Bensi honum upp á háhei?>i. Jónki var aö láta i meisana kúnna i fúlgunni, utan við fjóstóftina. Þá Framhald á bls. 36

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.