Vikan

Tölublað

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 35

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 35
Nepal .1 Framhald af bls. 22 bifreiö var ekiö á hann, og þaö var látiö heita slys. 1 byrjun mai var flugvél i eigu stjórnarinnar snúið til Kina, skömmu eftir aö hún haföi hafiö sig til flugs áf flugvellinum i Kat- mandu. Innan borös voru sjö milljónir dollara, sem telja má vist aö hafi átt aö leggjast inn á bankareikning konungsins i Sviss. 1 byrjun júli brann ráöhúsiö i Katmandu til kaldra kola og enn hefur ekki tekizt aö komast fyrir ástæöur brunans. Smáeldar brenna viða með- fram þjóövegunum og viö þá sitja nepalskir verkamenn. Kínverskir verkfræöingar kenna þeim aö lesa og skrifa eftir „oröum Mao formanns”. Ajun Singh er á sveimi kringum samkomustaöi i Katmandu. Hann er háttsettur i utanrikisráöuneyt- inu og er einn hæfasti starfsmað- ur nepölsku leyniþjónustunnar. Hann situr gjarnan hjá Boris á kvöldin. Boris dansaöi ungur i hiröballettflokki zarsins, hann fór úr landi eftir byltinguna og flakk- aöi víöa. Hann Ilentist loks I Kat- mandu og opnaöi veitingahús þar. Þangaö venja feröamenn komur sinar og Singh leggur eyrun viö þvi hvaö þeim finnst um Nepal. Anni Briem frá Bad Salzuflen, sem dvalizt hefur i landinu I þrjú dægur á vegum feröaskrifstofu segir: „Hvergi i heiminum hef ég séö eins hamingjusamt fólk og hér. né eins mörg brosandi andlit. Þó viröist fólkiö vera blásnautt, þaö þvær af sér i pyttum, sem viö myndum meira að segja veigra okkur viö aö spýta i, og þaö hefur ekki hugmynd um hvað salerni er.” Þjóöverji, sem hefur dvalizt nokkru lengur i landinu, segir: „Þaö er auövelt aö fá ást á Nepal, en lifiö þar er erfitt.” En hann kærir sig ekki um aö snúa aftur heim fyrir þaö. Ajun Singh hlær viö: „Viö reyn- um að visu aö veröa vestræn, en okkur mun sem betur fer aldrei takast þaö. Hér er manneskjan sett ofar öllu ööru og þó kannski enn fremur. náttúran. Ranarnir hafa reist hér klukku eins og Big Ben og hún telur stundir nætur- innar, en fólkiö vaknar enn viö hanagaliö. Viö höfum yfir vöru- flutningabifreiöum aö ráöa, en buröarmenn bera enn mest af þvi, sem flytja þarf. Nepal veröur alltaf Asia, meiru getur enginn spámaöur spáö. 1 fyrra var öllum kinverskum bóksölum lokaö, en nú i ár voru þær opnaöar aftur. Hvaö hefur þá breytzt? Hérna er aö visu rafmagn, en viö látum tungliö lýsa okkur á nóttinni.” Ljós mánáns lýsir upp þök musteranna i Katmandu, stein- þökin hátt til fjalla og stráþökin viö stööuvatniö hjá Pokhara. Hann kastar ævintýraljóma á fjallatindana og lýsir fjölskyldun- um, sem fara meö allar föggur slnar yfir landamæralinuna. A hverju ári fara tuttugu þúsundir Nepala leynilega úr landi. En flóöljós lýsa upp torgiö framan viö konungshöllina, þar sem hermenn standa vörö. Fram- hjá þeim ekur bill meö erlenda feröalanga, sem eru á leiö aö kin- versku landamærunum til þess aö horfa á sólarupprásina þar.’ 3m músik með meiru Framhald af bls. 27 eölilegur timi fyrir hljóöfæra- léikara, en burt séö frá öllu, þá, var miklu meiri kyrrð yfir öllu, meirihluti Lundúna haföi lagzt til svefns og hlý golan niðaði i trjánum. Kyrrö Suöurnesjanna rlkti i strætum Lundúna og hin sama kyrrö haföi gagntekiö hug okkar, sem héldum i stúdióiö viö Gamla Kirkjustræti þetta kvöld. Dagbók fyrir fostudagskvoldiö 13. júli og aöfaranótt laugar- dagsins geymir eftirfarandi klausu: „Klukkan 9 var haldiö I stúdíó og hljóöritun hafin frá upphafi. Um klukkutlma tók aö stilla og gera alit klárt, en þegar þvl var lokiö gekk upptakan eins og i sögu. Byrjað var á ró- legu lögunum. Allir voru i góðu skapi og mátulegir eftir góöan kvöldverð á frönskum veitinga- staö. Þegar lokið var viö hljóö- ritun á grunnspili fjögurra laga, var klukkan langt gengin i f jögur. Timinn haföi flogiö hjá, en þaö gerir hann jú alltaf þegar skemmtilegt verkefni hefur tekiö hug manns. Við fengum okkur stuttan göngutúr niður aö Thames. Ljósastaurar frá Viktoriutimabilinu lýstu gangstéttina meöfram .ánni og viö stönzuðum I ljósi eins þeirra og litum fyri ána. Gruggug áin liöaöist hljóölega framhjá, mengunin I algleymingi. Viö þóttumst meira aö segja koma auga meistara Hitchkock, fljótandi niöur ána. Ekki voru þó allir sámmála um þaö, og einhver hélt því fram, aö þetta gæti bara veriö ósköp venjulegur Eng- lendingur eöa bara einh'ver annar drumbur. Var þaöiátiö gott heita. Gengu menn nú borubrattir i stúdió aftur og tóku til höndunum viö hljóöritun næsta lags, sem reyndist vera Pollution eða Mengun.” Þessi klausa var rituö i dag- bókina laugardaginn 14. júli. Þegar þessi fyrstu nótt i stúdiónu var lokið, var grunnspil laganna Clockworking Cosmic Spirits, I didn t know, Pollution og When the instruments take over, komiö á hreint. Yfirleitt haföi gengiö vel, en eitthvaö er ég smeykur um að vélamanninum enska Victor, hafi þótt þessir fuglar af Islandi nokkuð frábrugðnir þeim ensku úr sömu stétt. Þaö, sem sett haföi nokkurn svip á dagana, sem liönir voru 1 London, var kviöinn fyrir þvl, aö timinn mýndi ekki reynast nægur. 60 klukkutlmar- var markiö. Færi timinn yfir þau mörk, færu likur á þvi aö platan myndi borga sig, hraöminnkandi. Þaö er misjafnt, hversu langan tima hver um sig þarf til aö hljóö- rita eins og eitt lag. Menn sem nánast lifa og starfa innan þessara fjögurra veggja, eru ekki I neinum vandræöum meö, hvernig þeir eiga aö gera hlutina. Þeir þurfa ekki ab bögglast meö hljóöfærin um þvert og endilangt stúdló til þess aö finna rétta sándiö. Þeir þurfa flestir ekki aö bera neinn kviöboga fyrir þvi aö nota of mikinn tima. En hins vegar horfir máliö öðruvlsi viö fyrir Islendinginn. Markaðurinn hér heima er lltill og fáar plötur seljast miöaö við 1 erlendan markaö. Ætlö veröur aö horfa I kostnaöinn frá þvi sjónarmiði og þegar þarf aö fara alla leiö til Englands til þess eins aö hljóörita eina plötu, til þess aö hún nái þeim hljómgæöum, sem kaup- endur hljómplatna gera kröfu til herlendis, þá er oröiö vafamál, hvort þaö borgar sig. Upptakan er þá ekki lengur oröin sköpun listaverks, ef svo mætti aö oröi komast, heldur kapphlaup viö timann. En viö skulum halda áfram aö fletta. Krotiö i dagbókina yfir laugardagskvöldiö og aöfaranótt sunnudagsins 15. júli er eitthvað á þessa leiö: ,, Jafnvel þó hafi verið gengiö til náöa snemma I morgun, gat enginn sofið lengur en fram aö hádegi. Um eftirmiödaginn var fariö 1 bió aö sjá nýju myndina hans Jónasar bónda, Live and let die. Rööin fyrir utan miDasöluna var eins og þær gerðust beztar á iUAFOSS OLPAN landsþekkt gæðavara kaupir þú góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann! AAFOSSBION Þingholtsstræti 2 Reykjavík Sími 13404 43. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.