Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 20
FRÁ PÓKÓK TIL
KLUKKUSTRENGJA
Að öðrum ólöstuðum er Jökull Jakobs-
son atkvæðamestur islenzkra leikritahöf-
unda og á þessu leikári sýna bæði leikhús
höfuðborgarinnar leikrit eftir hann.
Þjóðleikhúsið sýnir „Klukkustrengi” nú i
mánuðinum og Leikfélag Reykjavikur
sýnir „Kertalog” á útmánuðum. í tilefni
af þvi að „Klukkustrengir” eru fyrsta
leikrit Jökuls á sviði Þjóðleikhússins
ryfjar Vikan nú upp fyrri sýningar á
verkum hans i máli og myndum.
„Pókók, hinn nýi skopleikur Jökuls
Jakobssonar, var frumsýndur i Iðnó i
fyrrakvöld. Var húsfyllir á sýningunni og
leiknum mjög vel tekið. I leikslok voru
leikendur óspart hylltir og leikstjóri, leik-
tjaldameistari, tónskáld og höfundur leik-
sins allir kallaðir fram>. Bárust höfundi
blómvendir....”
Morgunblaðið 14. janúar 1961.
Jökull Jakobsson kvaddi sér hljóðs sem
leikritaskáld. Áhorfendur voru ánægðir
og skemmtu sér hið bezta. Menningar-
vitarnir gátu samt ýmislegt að fundið og
einn gagnrýnenda lét svo um mælt:
,,...gallar verksins eru augljósir og
leikritið yfirleitt þannig, að það verður
vart talið við hæfi jafn virðulegrar stofn-
unar og Leikfélag Reykjavikur er, en
mundi hins vegar sóma sér dável sem
kvöldskemmtun á sviði einhverra
skemmtistaða höfuðborgarinnar.,:..”
Þessi sami gagnrýnandi kveður þó allar
vonir standa til, að höfundurinn eigi eftir
að verða hlutgengt ieikskáld með tim-
anum.
„Pókók” fékk þokkalega aðsókn, og
sýningar urðu milli tuttugu og þrjátiu
talsins. Það var ýmist kallaður farsi eða
skopleikur og snerist að meginefni til um
fégræðgi og braskara. „Minútan er
milljón”, segir ein persónanna.
Jökull Jakobsson velur sér annað og
nýstárlegra efni i næsta leikriti sitt „Hart
i bak”, sem Leikfélag Reykjavikur frum-
sýndi i nóvember 1962. „Sviðið er húsa-
port i Vesturbænum nálægt höfninni.”
Um þetta port gengur Áróra Jónatans-
dóttir, fyrrum einn eftirsóttastur kven-
kostur bæjarins, en verður nú að gera sér
að góðu að sofa hjá sjómönnum og spá i
spil og bolla fyrir auðtrúa fermingar-
telpur. „Eg hef aldrei verið hrædd við
lifið”, segir hún. Spákonan hefur á fram-
færi aldraðan föður sinn, sem sigldi óska-
barni þjóðarinnar i strand, og hefur ekki
borið sitt barr siðan. Nú situr strand-
kaftæiruúlin og hnýtir kúlupoka. Auk hans
er 'Uáki, nitján ára sonur Aróru, á
heimilinu. Nokkur vafi leikur á réttu
faðerni þessa pilts, en hann gi*kar sjálfur
á áhöfnina á belgiskum togara. Láki gerir
mest litið annað en hlaða skýjaborgir og
gera móður sinni og skransalanum vini
hennar lifið leitt.
Það er eins og Jökli hafi fallið betur að
fara höndum um þetta fólk en þær per-
sónur, sem hann skapaði i „Pókók”, að
minnsta kosti kveður nú nokkuð við annan
tón hjá leikdómendum:
,,...með þessu verki hefur Jökull
Jakobsson setzt innarlega á bekk
islenskra leikskálda..Leikritið er mjög
haglega gert, ólikir þræðir haglega
saman ofnir, þó á stöku stað megi finna
handbragð byrjandans...... „Hart i bak”
er viðburður i leiklistarlifi borgarinnar og
lofar góðu um höfundinn. Það er himin-
viður munur á þessu verki og „Pókók”, og
haldi hann áfram á sömu braut, þarf engu
að kviða um árangurinn.”
Leikhúsgestir voru sama sinnis, og
„Hart i bak” naut mikilla vinsælda
þeirra. Sýningar urðu ekki færri en 205, af
þeim voru 152 i Iðnó, en hinar úti a lands-
byggðinni og i Færeyjum.
Jökull brást ekki vonum gagnrýnenda
og leikhúsvina, þó að tiltölulega litið bæri
á leikritum hans næstu árin. En haustið
1965 sýndi Leikfélag Reykjavikur nýtt
leikrit eftir hann. „Sjóleiðin til Bagdad”
kom á fjalirnar i Iðnó i nóvember það ár,
og þá þurfti engum getum að leiða að þvi
lengur, að höfundurinn hafði fundið sinn
eiginn tón. Sá tónn ber engan lit pólitiskra
skoðana, og þótt sumum kunni að þykja
það miður, eru áhöld um, hvort leikrit
Jökuls hefðu meira gildi fyrir það. Verk
Leikarar i „Klukkustrengjum” ásamt leikstjóra sinum.
20 VIKAN 43. TBL.