Vikan

Tölublað

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 16

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 16
X GÖTU STRÁKURINN Abel vildi allt gera fyrir Lil. En aldrei hefði honum getað dottið neitt í hug svo hrollvekjandi.. að rjúfa grafarhelgi ný- látinna, til að selja líkamlegar leyfar þeirra.... En i marz fór að rigna. Þá fór lika dauðsföllum fjölgandi, vegna alls konar kvilla, sem fylgdu I kjölfar kvefsins, sem hrjáði fólk venjulega um þetta leyti. Það leiddi af sjálfu sér, að jaröarfarir voru tiðar, svo Fitch og félagar hans höfðu mikið að gera, þvi að ekki stóð a pöntunum frá stúdentunum og kennurum þeirra. — Þú verður nú að koma á hverju kvöldi, drengur minn, sagði Fitch við Abel. — Ég er yfir leitt alltaf einn núna. Hvað segiröu við þvi? Abel varð glaður yfir þvi, að fá nú sem oftast tækifæri til að hitta Lil. Fyrstu þrjár næturnar gekk allt vel, en Abel fór þá að þreytast. Hann var að sálast af svefnleysi og nokkrum sinnum kom það fyrir, að hann dottaði yfir bókun- um. Skriftin hjá honum bar þess lika greinilega merki, svo greini- lega, að Charlotte fór að hafa áhyggjur af þvi. Og svo, á laugardagskvöldi, hinu áttunda i röð, sem hann haföi verið á næturferðum sinum, varð honum á i messunni. Fram að þessu hafði hann alltaf farið i rúmið klukkan niu og legið i rúmirtu, þangað til hann var viss um að allir i húsinu væru gengnir til náða, áöúr en hann lagði af stað i leiðangurinn, ekki ut urrt gluggann, eins og hann haföi gert fyrst, heldur upp um þakglugg- ann og yfir þakið. En á föstudagskvöldi hafði hann sofnað, um leið og hann lagði höfuðið á koddann. Það varð honum þá til láns, að köttur tók aö breima, svo hann hrökk upp og komst burt i tæka tið. En á laugardagskvöldið þorði hann ekki að hætta á það að sofna.Hann ákvað þvi, að leggja fyrr af stað, og flýtti sér að hafa fataskipti. Charlotte sat i dagstofunni og Jesse teygði úr sér i stól, hinum megin við arininn. Dorothea var farin i rúmið, Charlotte dundaði við sauma, óvenjulega þögul. Hún var að hugsa um Abel, hvort hann væri ekki eitthvað lasinn. Hún leit upp, horfði á Jesse og sagði: — Á morgun ætla ég að láta Hancock lækni lita á dreng- inn. Hann er veiklulegur og á það til að dotta, þegar ég tala við hann. Ég held ég liti til hans núna snöggvast. Hún gekk upp á háaloft, en þangaö átti hún sjaldan erindi og gekk að dyrum Abels, rétt i þvi að hann skauzt upp um gluggann. Charlotte heyrði havaðann, þegar hann hljóp eftir þakhellunum. Hún var ekki svo óttaslegin, heldur fyltist hún reiði: var þetta innbrotsþjófur, svo ófyrirleitinn aö brjótast inn á heimili hennar? Og i ofanálag gegnum herbergi sjúks drengs, sem ekki myndi ráöa við hann? Hún hugsaði ekki nánar út i þetta, heldur gekk hún rakleitt inn i herbergið. t fyrstu sá hún ekkert, ekki fyrr en hún hafði vanizt myrkrinu, en þá sá hún lika mannlaust rúmið og opinn þakgluggann með stól fyrir neðan hann. Hvað sem annars var hægt að segja um Charlotte, þá skorti haná ekki hugmyndafl. Hún stóð kyrr andartak og hlustaði, en þá var henni lika ljóst, hvað um var að vera. Það var greinilegt, að dreng- urinn var að stelast út, einhverra hluta vegna: hún heyrði að hann komst yfir þakið og renndi sér niöur afrennslispipuna, niöur i garðinn bak við húsið. Þá tók hún til fótanna, hljóp niður stigann, til aö ná i þjóninn. William kom til móts viö hana i anddyrinu. — William, náðu I yfirhöfn, það getur verið, aö þú þurfir aö Fjóröi hluti 'hlaupa nokkuð langt. Komdu, flýttu þér, i hamingjunnar bæn- um! Hann horfði undrandi á hana, hún var rjóð af áreynslunni, en svo flýtti hann sér að ná I yfirhöfn sina, sem hann lagði flausturs- lega yfir einkennisbúninginn. — Drengurinn, — y\bel — hann læddistútúr húsinu. Þ.ú verður að elta hann og hafa upp á honum. Einhverra hluta vegna vildi hún ekki gera Jesse viðvart, en hann sat ennþá I dagstofunni uppi á lofti. William stóð á miðju gólfinu i anddyrinu, rjóöur og stoltur og hélt Lil á hárinu og Abel á eyranu. — Hann er búinn að gera þetta i margar nætur, til að hitta þennan pilsavarg hérna, sagði William við Charlotte, — og þau hafa hagað sér... þaö er reyndar ekki hægt að segja það i viðurvist hefðarkonu, Madame... — Hvað er um að vera hér, i nafni guðs og allra englanna? Jesse stóö a stigapallinum og virti þau fyrir sér. Það var greini- legt, aö hann hafði hrokkið upp af værum blundi. — Jæja, jæja, jæja! Að mér heilum og lifandi, þetta er bara lifandi stúlka! Er þetta vinkona þin, William? Ég hefði ekki haldið, að svona mikiö lif væri eftir I þér, að þú leyfir þér að koma heim meö þetta stúlkukorn. En drottinn minn, þú ert mjög smekklegur, William! William sleppti Lil snögglega, og hún, sem sá viðurkenninguna i augum Jesses, setti upp töfrandi bros og hneigöi sig hæversklega. — Gott kvöld, herra! Ég hefði óskaö, aö við hefðum hitzt viö skemmtilegri kringumstæöur, herra Constam. Jesse hló, drynjandi hlátri. — Vel sagt, stúlka min! Þú ert sannarlega.... — Nú er nóg komið, herra Constam, sagði Charlotte snöggt. — Þetta, sem hér hefir skeð, er sannarlega alvörumál, og það verður þú að skilja. í stuttu máli: þegar ég fór að vitja um drenginn, sá ég að hann var horf- inn, út I gegnum þakgluggann og ég heyrði hann hlaupa yfir þakið. Hvað segir þú um það, herra minn? Ég sendi William, til aö hafa upp á honum og til að athuga hvaða innbrotsþjófa hann gæti verið að sækja.... Þá tók Abel reiðilega fram i fyrir henni. — Ég var ekki að sækja neina innbrotsþjófa, Madame! Ef ég hefði hugsað mér það, þá væri ég fyrir löngu búinn aö þvi! Ég er nú búinn að búa hér i næstum þvi heilt ár. — Þegiðu! sagði Charlotte kuldalega. — William verður að segja okkur sannleikann fyrst, áður en við ræðum nánar um þetta. — Ég elti hann alla leið aö Ox- ford Street og eftir þvl, sagði William og það var greinil, að hann var stoltur yfir sinni eigin snilli. — Jæja, hann komst að óhreinu húsi i hliðargötu viö Old Compton Street, og ég lagöi i hættu aö fylgja honum inn i húsið. Og þar var hún, — og hún kyssti hann, — ég bið yður afsökunar á munnsöfnuðinum, frú, — hún hljóp um hálsinn á honum og vafði hann að sér, og svo... William þagnaði skyndilega. — En svo, hrasaði hann um sina eigin fætur af ákafanum og datt kylliflatur. Það var svo sem mátulegt á hann, þar sem hann var að stinganefinu i það, sem honum kemur ekkert viö, sagði Lil og rödd hennar var skræk af vanþóknum. — Rétt eins og Abel væri að fremja einhvern glæp! En hversvegna, herra? Hún snerisér að Jesse. — Þér hljótið aö skilja þetta, herra, er það ekki? Þér eruö heimsmaður, þér hafiö lika ættleitt þennan dreng og þér þurfið sannarlega ekki að skammast yðar fyrir hann! Það hefði mátt halda, að hann gleymdi gömlum vinum, þegar hann var sjálfur dottinn i lukku- pottinn. En það gerði Abel ekki. Hann kom aðeins til að heim- sækja mig, i mitt fátæklega hreysi. En hann vildi hvorki segja yður það, né yðar góðu frú, af ótta viö að þiö mynduö kannski halda, að hann væri að betia eitthvað min vegna. Asjóna Jesses varð að einu breiðu brosi. — Hvað er þetta, barniö mitt, þú talar eins og engill! Það er stórkostlegt, aö heyra slikar lygar túlkaðar á þennan hátt! En það má segja þér til hróss, að það er stórkostlegt að heyra þig verja vin þinn. Mér likar vel við þig........ Lil. Heitiröu ekki Lil? Svona stúlka er mér að skapi! Charlotte var þögul og Abel varö undrandi yfir svip hennar. Hún var náföl og drættirnir i andliti hennar dýpri en venju- lega. Honum fannst hún allt i einu oröin ellileg. Framhald á nœstu síSu. 16 VIKAN 43. TBL. C. 43. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.