Vikan

Tölublað

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 33
lR L? FIMMTI HLUTI. Eftir Marlys Millhiser. æöið þig aftur, og þá má búast viö, að þú hverfir einn góðan veöurdag, án þess að hugsa um lifandi manneskjur, sem þú lætur að baki. Nei, leggðu það ekki á hann aftur, Laurel. — Það skal aldrei ske aftur, ég skal sjá til þess, sagði Laurel og nú gat hún ekki stillt sig lengur, hún brast i grát. Gat það hent hana aftur, — að gleyma öllu og labba i burtu? — Jæja, vertu þá kyrr, þú mátt grafa þig hérna min vegna, en ef þú gerir syni minum illt, þá veit ' guð, að ég skal vefja þessu siöa hári um hálsinn á þér og kyrkja þig’ — Ég vil ekki gera neitt rangt, Michael. — Mig langar til að bæta fyrir allt.... En Michael var rokinn I burtu og enginn heyrði vonlausan grát hennar.. t næsta sinn, sem Laurel laum- aðist út i nætursvalann, var i miðri viku, svohún þurfti ekki að óttast það, að rekast á Michael. Tungliö brá mildri birtu yfir um- þverfið og ekki einn einasti skuggi var á hreyfingu. En Laurel gat ekki notið kyrrðarinn- ar. Hún hallaði sér upp að einni súlunni á svölunum. A sllkum augnablikum ætti maður að njóta kyrröarinnar og minninganna. Hve mörgum slikum augnablik- um hafði hún gleymt? Hún gekk svo niður þrepin, á leið niður I garðinn. Nei, hún ætl- aði ekki að reyna að ná sambandi við foreldra slna, fyrr en hún væri búin að komast að einhverju fleira um sjálfa sig. Hún gat ekki tekið meiri vonbrigðum nú. Hún nam staðar viö stóra körfu með petúníum og andaði að sér ilmi þeirra. Þegar ég fæ minnið aftur, vona ég að það verði á svona frið- sælu augnabliki. Hún hraðaði göngu sinni. Eitt af vandamálum þessa minnistaps, var, aö hún mundi núverandi vandræði sin svo vel. Beint fyrir framan hana, undir glugganum á vinnustofu Pauls, sá hún skugga á hreyfingu. Aðeins eifin skugga, Allt annað var kyrrt. Hún nam staðar og sá skuggann stækka og verða æ ógnarlegri, eins og stóran arm, sem rétti sig upp til að slá. Og svo hvarf hann i myrkrið undir svölunum. Laurel stóð grafkyrr og reyndi að hugsa skynsamlega. Það gat liklega hver manneskja i hennar ástandi, séð svona ofsjónir og Imyndað sér allt mögulegt. Hún starði á staðinn, þar til hana sveið I augun, henni fannst hún sjá stóra mannveru i siðri yfirhöfn.... Ef einhver stæði nú þarna bak við súlurnar og hefði ekki af henni augun, vissi kannski ekki að skugginn kæmi i ljós I tunglsljós- inu. Laurel hafði ekki hugmynd, um hvernig hún komst að stiganum. En skyndilega var hún komin þangað og þaut upp, tók tvö þrep I einu.... allir hinir skuggarnir voru kyrrir.... var þetta hönd, reidd til höggs ...hún þaut eftir ganginum. Tunglið óð nú I skýjum. Fram- undan sá hún ekki annað en gneistandi litaregn.... hún fálm- aöi eftir snerlinum á herbergi slnu.... rauðar og grænar stjörn- ur.... sælurlk, þyngdarlaus vellíð- an færðist yfir hana.... hún andaði hægar.... hallaði sér að dyrun- um.... hvað hafði hún verið að gera þarna úti? Hún heyrði lágt, iskrandi hljóð fyrir aftan sig, hún reif dyrnar upp á gátt og féll næstum inn i herbergið. Hún læsti að baki sér og hlustaöi. Ekkert. Ekkert hljóð, nema hennar eiginn andardráttur. Hún var sveitt, blaut um allan lik- amann. Skugginn og hljóðið — það hlaut að vera imyndun. Hún var móð og máttlaus. En skugg- inn hafði hreyfst.... var það ekki rétt? Nei, að sjálfsögðu var hann ekki á hreyfingu. Svona atvik gátu oröið til þess, að lifandi manneskjur voru lokaðar inni á hælum allt sitt lif. Manneskjur eins og hún. Svo réði hún ekki við sig lengur.... Það stóð einhver fyrir utan gluggann á svölunum, skuggaleg vera.... sem hélt á ein- hverju.... Og svo hurfu allar hugsanir og hún rak upp skerandi æðisgengið óp. Hún greip fyrir eyrun, eins og til aö heyra ekki hljóðin I sjálfri sér.... — Góði guð, hvað hefur skeð? — Hefur hún slasað sig á ein- hvern hátt? — Hana hlýtur að hafa dreymt. — Hvað er klukkan? — Mamma? Fætur, ilskór, morgunsloppar, ljós... hana sveið i augun.. — Claire, farðu með Jimmy og komdu honum I rúmið. Hamm má ekki sjá þetta hérna. Laurel, geturðu staðið upp? — Reyndu að standa upp. Rödd Michaels. Hlýjar hendur tóku um hana báðum megin. Michael og Paul. Michael! Laurel settist á rúmið. — Hvaða móðursýki er þetta? Michael lagði slopp um aclirnar á henni. — Einhver ... einhver elti mig úti I garðinum. En við fundum þig hérna á gólfinu, þú öskraðir svo hátt, en Við urðum að komast i gegnum herbergi Jimmys. Ertu viss um, að þetta hafi ekki verið martröö? — Ég hljóp hingað inn og læsti á eftir mér, en svo.. svo kom hann á gluggann. Hann var meðeitt- hvað i hendinni, eitthvað langt og stórt og... — Hver? spurði Claire, sem kom frá herbergi Jimmys. — Ég sá það ekki... en það var einhver... Tortrygginn svipur þeirra allra, komu henni til að þagna. Allir, nema Janet, voru i viðum og siðum sloppum, eins og veran sem hún haföi séð. Claire kross- aði sig, leit með meöaumkun á Michael og svo gekk hún út. Paul tók um olnbogann á Janet og leiddi hana út. Hún starði á Michael, vonlausu augnaráði. — Ég vissi ekki, aö þú værir heima. — Ég á að vinna um helgina, svo ég á frí i dag og á morgun. Þú varst farin upp, þegar ég kom og... já, það var ekki ég, sem veitti þér eftirför i garöinum. Hann hló, en augnaráð hans var alls ekki glaðlegt . Skriddu undir sængina, þú skelfur af kulda. — Ætlar þú ekki að leita i húsinu? — Að hverju? Afturgöngu meö langan hlut I hendinni? Hvað ætti það annars að vera? Hvernig leit það út? — Eins og digur trjágrein... eða ... eða öxi. Hún færði sig frá honum og skreið undir sængina. — Fyrst missir þú minnið og nú á einhver að vera að elta þig, meö reidda öxi. Laurel, þú ættir að finna upp á einhverju, sem væri sennilegra. Hann gekk um her- bergið og slökkti á lömpunum. Hann lét lampann á náttborðinu biða, þar til siðast. Hann studdi löngum, viðkvæmnislegum fingrum á rofann og hún sá dökk fingerð hárin á handarbaki hans. Laurel átti erfitt með að kyngja. — Trúðu mef, elskulega eigin- kona, sagði hann og lagði áherzlu á hvert orð. — Ef ég ætlaði að Framhald á bls. 39 43. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.