Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 48
Týndur bróðir.
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftir-
farandi draum:
Mér fannst ég vera á göngu uppi í sveit með vinkonu
minni. Mér fannst eins og mamma og systkini mín
væru komin nokkuðá undan. Allt í einu heyrði ég hófa-
dyn að baki mér og sá þá sótrauðan hest koma á harða-
spretti. Mér fannst bróðir minn hafa verið á honum, en
nú var hann hvergi sjáanlegur. Eg hljóp til baka og
kom að brekku og neðan við brekkuna var lítill læk-
ur.Þar voru fyrrverandi skólasystir min og einhver
maður, sem ég þekkti ekki, en bróðir minn var hvergi
sjáanlegur.
Nokkrum dögum seinna, þegar .við vorum komin
heim (en ég á heima í Reykjavík) fannst mér bróðir
minn koma heim með blautt hárið og hann var búinn
að láta klippa sig. Hann var einnig undir áhrifum
áfengis.
Ég þakka fyrirfram fyrir ráðninguna.
Kveðja.
1/2 96
Bróðir þinn virðist munu leggja í vafasamt fyrirtæki,
sem hann getur beðið nokkurt f járhagslegt tjón af, en
þú ættir að geta varað hann við i tíma, ef þú hefur
augun hjá þér.
lila farinn plötuspilari.
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að biðja þið að ráða draum, sem mig
dreymdi fyrir stuttu.
Ég var inni í herberginu mínu ásamt systur minni og
fleiri krökkum, en þau þekkti ég ekki. Ég var að spila
plötur, en allt í einu stöðvast plötuspilarinn og ég fer að
athuga, hvort ég sjái hvað að er. Ég tók plötuna upp
og sé að sú, sem er undir henni er brotin i þrjá parta og
gúmmíið undir henni er allt svo einkennilegt að sjá.
Svo verður mér litið framan á spilarann og sé að alla
takkana vantar á hann Takkarnir eiga að vera sex. Eg
fer að leita og finn eitthvað af tökkunum og get fest
þann stærsta aftur á spilarann en ekki hina. í
draumnum voru allir takkarnir svartir, en þeir gráir í
raun og veru. Svo fer ég f ram til systur minnar og segi
við hana: Nú hefur sonur þinn sloppið inn iherbergi til
mín.Svo vaknaði ég og draumurinn varð ekki lengri.
Með þökkum.
S.S.
Ekki höldum við að þessi draumur standi í neinu
sambandi við framtíð þína. Við álítum að þú hafir á-
hyggjur af þvi aö litli frændi þinn, eða einhver annar,
fari illa meðeigur þínarog þess vegna hafi þig dreymt
þennan draum.
TVEIR DRAUMAR
Kæri draumráðandi.
Viltu vera svo góður að ráða fyrir mig þessa tvo
drauma. Annan dreymdi mig vorið 1970, en hinn ný-
lega. Mér fannst ég vera stödd fyrir utan heimilj for-
eldra minna, sem búa úti á landi. Það var sólarlaust,
en grasið var svo fallega grænt. Við fætur mér var
hreiður og í því voru f jögur egg, tvö nokkuð stór en tvö
minni. Yfir mérog hreiðrinu flugu þrir hrafnar.-Ég
krýp niður og þá stendur fáðir minn h já mér og ég segi
við hann: „Æ, pabbi, viltu hjálpa mér. Ég á þessi egg.
Láttu þá ekki taka þau.
Hinn draumurinn var svona:
Ég var stödd í gömlu húsi á sama stað og í fyrri
draumnum, en þetta húserekki til þar í raunveruleik-
anum. Ég horfi á hús foreldra minna. Það er sólskin og
ungt fólk að leika sér og baða sig í sólinni. Þá kemur
mamma inn til mín með sængurver, sem hún saumaði
einu sinni. Það er Ijósblátt. Hún ber sængurverið við
mig og segir: ,,Þú getur fengið síðan kjól með rósa-
bekk úr þessu veri".
Með fyrirfram þökk. H.B.
Þú átt eftir að flytjast aftur á sömu slóðir og foreldr-
ar þinir búa á og þar elurðu upp fjögur börn þín. Svo
virðist sém þú njótir einhverrar meiri aðstoðar foreldra
þinna en áður, eftir að þú ert flutt í nágrenni við þau.
SVAR TIL KARENAR.
Allur þessi skef jalausi grátur þinn í báðum draumun-
um er þér fyrir óvæntri gleði. Erfitt er að segja um í
hvaða mynd hún verður, en þó er hún ekkert tengd pilt-
inum, sem þú minnist á, því að draumurinn bendir til
þess, að honum gangi ekki allt i haginn á næstunni.
SVAR TIL AA — 11
Böl er að þá barn dreymir, nema sveinbarn sé og
sjálfur eigi, segir gamalt orðtæki. Þessi draumur boð
ar þér þess vegna ekki neitt annað en gott. Að öllum
líkindum heppnast áform þín einstaklega vel og þú
kemur einhverju í framkvæmd, sem þú hefur lengi
ætlað þér, en aldrei látið verða af að gera.