Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 25
ið vissa drætti, og það sést, að
undir holdinu eru bein og mer
fellur það betur þannig.
Leitun er á eins enskri konu og
Lilli Palmer enda kaus hún að
vera brezkur rikisborgari.
,,Ég er mest fylgjandi Bretum
af öllum þegnum hennar hátign-
ar.”
Auk þess er hún auðvitað
alþjóðleg leikkona, enda er hún af
einstaklega heimsborgaralegum
toga spunnin. Evrópsk frá Vin,
alin upp um tima i Englandi og
leikmenntuð i Berlin, þar sem
hún kom i fyrsta skipti fram á
sviði. Þaðan hélt hún til Parisar
og kom fram hjá Moulin Rouge,
siðan sneri hún sér að kvik-
myndaleik i Englandi, Holly-
wood, Þýzkalandi og Frakklandi
og nú býr hún i Sviss með eigin-
manni sinum Carlos Thompson,
sem er argentinskur rithöfundur.
Þó Lilli Palmer hrifist af öllu
brezku og hafi leikið óteljandi
hlutverk á sviði i Bretlandi og
jafnvel enn fleiri hlutverk i kvik-
myndum, verður THE ZOO
GANG fyrsta sjónvarpsmyndin,
sem hún leikur i Bretlandi.
Hvernig stendur á þessu? Hún
segist aldrei hafa verið beðin um
að leika i sjónvarpsmynd fyrr. En
nú getur hún valið um hlutverk og
hún játar, að hún sé mjög heppin
að geta það.
,,Mig langar ekki bara til þess
að gera eitthvað til þess að gera
eitthvað,” segir hún. „Enskar
sjónvarpsstöðvar vinna oftast
nær aðeins með Englendingum og
þó að mér finnist ég alltaf vera
ensk, að undanskilinni enskunni
minni, finnst Johnny Mills, sem
leikur i myndaflokknum, þetta
allt saman stórkostlega fyndið.
Ég hafði imyndað mér að enskan
min sé bara venjuleg enska, en
svo virðist ekki vera. Ég tala
ensku við manninn minn daglega,
en hann er frá Argentinu, svo að
það sannar ekki neitt.
I Bretlandi er það ekki talin
háttvisi að segja eitthvað fallegt
um fólk svo að það heyri. Það
verður að hrósa fólki á bak. Þetta
finnst mér hryllilegt. Ég skamm-
ast min ekkert fyrir aö segja við
konur, að mér finnist þær mjög
aðlaðandi, en það fellur enskum
konum ekki i geð.
Þegar ég bjó i Englandi með
fyrri eiginmanni minum, Rex
Harrison, spurði hann mig einu
sinni hvort ég kynni að spila borð-
tennis.
,,Já, mjög vel,” svaraði ég.
Hann sagði: „Þetta máttu ekki
segja, jafnvel þó að þú værir
meistari.”
Ég sagðii „En ég er meistari”
og það var ég.
„Það er alveg sama, þú átt ekki
að segja svona.”
„Hvað á ég þá að segja?”
spurði ég þá.
sárafá hlutverk, sem kröfðust
þess að talað væri með erlendum
hreim. En að vissu leyti var ég
mjög heppin að búa við þessar
kringumstæður, þvi að ég hafði
um ekkert að velja. Carlos segir
alltaf að Carey (tuttugu og niu
ára gamall sonur hennar og Rex
Harrisons) njóti sin ekki vegna
þess hve mörgu hann getur valið
úr, vegna þess að hann getur gert
það sem honum dettur i hug.”
A meginlandi Evrópu hefur hún
safnaði verðlaunum fyrir leik
sinn likt og aðrar stjörnur
safna eiginmönnum, en fjarri
skarkala kvikmyndaveranna og
leikhúsanna, lifir hún kyrrlátu llfi
með Carlos i þrjú hundruð ára
gamla húsinu þeirra, sem stendur
þrjú hundruð fetum ofan við
Zurichvatn.
Hún drekkur ekki og hún fer oft
á skíði og syndir mikið. Kannski
er það ástæðan fyrir þvi, að hún
heíur enn sömu mál og þegar hún
var tvitug.
Hve lengi hafa þau Carlos verið
gift?
„Við erum búin að búa saman i
átján ár og höfum verið gift i
fimmtán ár. Mér dytti ekki i hug
að giftast manni, sem ég hefði
e"kki búið með i þrjú ár. Jafnvel
eftir það getur hjónabandið farið
út um þúfur, en áhættan er
minni.”
Carlos eiginmaður hennar var
kallaður suður-ameriski elskhug-
inn eftir kvikmyndirnar Fort
Algiers og Valley of the Kings og
sjónvarpsmyndaflokkinn Senti-
mental Agent. Hann heíur lika
skrifað margar umræddar bækur
eins og til dæmis The Assassi-
nation of Winston Churchill.
„Hann var álitinn óforbetran-
legur piparsveinn. Ég veiddi
hann i gildru eins og rottu með
osti. Hann hafði alls ekki hugsað
sér að kvænast og sagði að hann
myndi aldrei finna konu, sem
gæti haft ofan af fyrir sér sjálf,
þegar hún ætti fri. Ég sagðist
vera að leita að karlmanni, sem
hefði sömu eiginleika.
Við Rex vorum mjög ólik. Við
kynntumst i striðinu og við áttum
fátt sameiginlegt. Þegar við
skildum og hættum að leika sam-
an, ákvað ég að láta einkalif mitt
ganga fyrir starfinu.
Til allrar hamingju kynntist ég
Carlos einmitt, þegar ég þurfti
mest á horium að halda. Ég sá
hann, mjög hávaxinn ungan
mann, standa við barinn i sam-
kvæmi hjá Jack Warner. Hann
horfði á mig og brosti eins og
hann segði: „Þarna ertu, loks-
ins.”
Eftir borðhaldið kom hann til
min og sagði mér frá Juanitu. Ég
þekkti hana, þegar hún var i leik-
skóla, og hún gerði kvikmyndir
með Carlos, sem var stjarna i
Argentinu.
Juanita hafði dregið hann I
þetta samkvæmi og sagt honum
að ég og hún værum beztu vinkon-
ur og hann yrði áreiðanlega ást-
fanginn af mér.
Svo hittumst við aftur — ég var
enn gift Rex — ári seinna og við
urðum ástfangin, svo að Juanita
hafði rétt fyrir sér.
Auðvitað erum við að mörgu
\LMER
Hannsvaraði: „Þú átt að segja,
já, ég spila svolitið.”
Ég stóð á öndinni af undrun, en
svo sagði hann: „Það er ég, sem á
að komast að þvi, hvað þú kannt
mikið.” Þá gat ég ekki sagt
meira.
Asamt Marlene Dietrich og
Ingrid Bergman er Lilli Palmer
skærasta stjarna Evrópu og sú,
sem lengst hefur staðið á tindin-
um. Sú saga hefur verið sögð, að
hún hafi fæðzt i hraðlestinni milli
Berlinar og Vinar.
„Nei, nei,” segir hún. „Ég
fæddist i A-Prússlandi i Posen,
sem er nú hluti Póllands. Sagan
um Vinarlestina er til orðin,
vegna auglýsinga og til þess að
hylma vt'ir það, að ég væri af
þýzkum ættum. Hitler var orðmn
mjög óvinsæll i Englandi, þegar
ég kom þangað fyrst og sagan var
búin til til þess að hjalpa mér.
Ég var eiginlega fyrirvinna
fjölskyldu frá þvi að ég var átján
ára gömul og ég varð að koma
móöur minni og systur frá Þýzka-
landi eins fljótt og ég gat. Fyrsti
samningur minn var við
Gaumont-British og hann veitti
mér stundaröryggi. Ég hafði ekki
atvinnuleyfi og ekki dvalarleyfi.
Og öll hlutverk voru falin brezk-
um stúlkum, þvi að það voru
leyti ólik. Ég kann illa við allt
uppistand, en það væri hlægilegt
að segja, að aldrei kæmi neitt
uppá i sambúðinni. En við þræt-
um bara út af smámunum eins og
leiðinlegum samkvæmum og þess
háttar kjánalátum. Það er gott.
Ef við deildum um eitthvaö, sem
máli skipti, væri hjónabandið
ekki gott.
Ég get rokið upp á nef mér allt i
einu og fyrirvaralaust. Carlos
myndi segja að ég væri ekki mál-
gefin. Ég er ekki eins léttlynd og
mamma, sem vaknaöi hamingju-
söm og brosandi á hverjum
morgni allt lifið.
Ég nýt þess að vinna og hef allt-*
af nóg fyrir stafni.”
Meðal þess, sem hún gerir i
tómstundum sinum, er að mála.
Hún skiptir tima sinum nokkurn
veginn jafnt milli þess að mála og
leika. Myndirhennarseljastá allt
að 100 þúsund krónur. Siðustu
málverkasýningu sina hélt hún I
London i fyrra, og nú er hún að
vinna að annarri sýningu.
Hún byrjaði að mála áriö 1945,
þegar Rex Harrison veiddi fyrsta
silunginn sinn i Skotlandi og vildi
að hann yrði gerður ódauðlegur.
Hún stillti upp tveimur bjórflösk-
um hjá silungnum og af þessu er
fyrsta myndin hennar.
„Ég varð einn af sunnudaga-
málurunum i Hollywood. 1 þá
daga spurði fólkið þar: „Ertu
hamingjusamlega gift, eða mál-
arðu?” En ég málaði bara af þvi
að mig langaði virkilega til þess.
Móðir min var leikkona áður en
hún giftist og það var aldrei neinn
vafi á þvi að ég yrði það líka. En
fyrsti kærastinn minn var málari
og ákefð hans hlýtur að hafa haft
þessi áhrif á mig. Ég mála á
hverjum degi og mig langar til
þess að verða góður málari.
Ef mér væri sagt’ að ég gæti
aldrei leikið framar, kæmist ég
yfir það. En ef mér væri sagt, að
ég gæti ekki málað framar, væri
það mikið áfall fyrir mig. Eg
byrja oftast að mála klukkan tvö
á daginn og ég hætti ekki fyrr en
klukkan átta eða niu á kvöldin.
Þetta hefur svo góð áhrif á mig.
Málunin tekur aldrei enda. Það er
svo gaman að mála, að maður
getur ekki fengið nóg af þvi. Þess
vegna helzt maður ungur. Lifið
liður og ég læt bara berast með
þvi.Þaðværiindælt, þegarég dey
og verð brennd, að farið verði
með leirkrukkuna með öskunni til
Carlosar og sagt: „Hérna eru
leyfarnar af konunni þinni. Er
ekki skuggsæll blettur I garðinum
handa henni?”
Og Carlos segir: „Setjið hana i
stundaglasið. Nú fær hún loksins
að vinna”.
Lilli Palmer hlær lágt.
„Stundaglasið — þar verð ég.
Ég held áfram að vinna.”
43. TBL. VIKAN 25