Vikan

Tölublað

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 15
ÉG HEF ANDSTYGGÐ Á HOLLYWOOD EN ÉG ELSKA BÖRNIN ]>ItN, segir Marlon Brando, sem nú er orðinn fimmtugur. Hann sagði lika einu sinni, að frægðin hefði ekki orðið sér annað en vonbrigði, hún væri ekki annað en lygi. — Það eina, sem vert er að lifa fyrir, er ástin. Vandamál mitt er, að ég hefi ekki getað elskað nokkra veru raunveru- lega, nema börnin min. Marlon Brando hefir ekki verið það sem kallað er heppinn i ástum. Og hann fær ekki að hitta börnin sin nógu oft. Það var fyrst nú i ár, að hann fékk yfirráðin yfir Christian syni sinum, sem nú er orðinn 14 ára og ér sonur Brandos og önnu Kashfi, en það tók löng og leiðinleg róttarhöld. Marlon var þrjátiu og þriggja ára, þegar hann kvæntist önnu, en hjóna- bandið leystist upp, rétt eftir fæðingu sonarins. Næsta konan hans var Movita. Með henni bjó hann i átta storma- söm ár og eignaðist með henni söninn Sergio, sem nú er 12 ára og dótturina Rebeccu, sem er aðeins 7 ára. Hamingjusamastur hefir Brando verið i sambúðinni við Taritu Teriipaia, sem hann kynntist þegar verið var að taka kvikmyndina „Uppreisn- in á Bounty” á Tahiti. Sam- band þeirra hefir nú staðið i tólf ár og hann er á sifelldum þeytingi milli Ameriku ög Tahiti. Börn þeirra eru tvö, Simon Tehouto, sem nú er orðinn tiu ára, en Tarita litla er aðeins þriggja. Tarita segir, að Brando sé einstaklega góður faðir og að hann þjóti á fætur klukkan sex á morgnana, til að aka Simon til skólans. Hún segist ekki vera afbrýðisöm út i fyrri eiginkonur hans, en hún vill ekki giftast honum. — Ég veit ekkert um hjónabönd, segir hún, — og ég kæri mig heldur ekki um það. Það eina sem ég þrái, er að að hann komi til okkar við og við. Einu sinni ætlaði Tarita samt, að gera uppreisn og komast áfram af sjálfsdáðum, sem kvikmyndaleikkona, en Brando var ekki lengi að koma i veg fyrir það og afleiðing af þeim sáttafundi var Tarita litla, augasteinninn hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.