Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 19
amHD
TIGRIS
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Innflutningsdeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080
næturferöum hans, ef hann léti
bilbug á sér finna.
En svo skeði það. Reka Fitch
skall á kistulokinu og Abel varð
svo óttasleginn, að hann fleygði
sinni reku og reyndi að klifra upp
úr gröfinni, eins og sá ljóti sjálfur
væri á hælum hans. Fitch greip i
hann og dró hann aftur niður i
gröfina.
— Ertu hræddur við svona
draugatetur, herra minn? Komdu
aftur, letinginn þinn, það er mikið
eftir.
Þeir voru liklega um tiu
minútur að losa lokið af kistunni,
en svo rétti Fitch úr sér og gaf Lil
bendingu. Hún vék aðeins frá, en
kom að vörmu spori með poka,
sem hún fleygði til þeirra. Fitch
greip hann og lagði hann yfir aðra
öxlina. Svo beygði hann sig aftur
niður og greip um sinn enda af
kistulokinu.
— Svona nú, strákur, taktu á
þin megin. Lyftu þvi og lattu það
renna til hliðar. Svona, já.
Þeir reistu lokið til hliðar og
létu það renna út fyrir kistuna.
Abel leit niður og honum létti
stórlega. Hann sá ekkert annað
en eitthvað hvitt. Það ætlaði þá
ekki að verða svo erfitt.
— Jæja, bið byrjum á neðri
endanum, sagði Fitch og fór að
draga klæðin af likinu, en Abel
rak upp óp: — Hvað ertu að gera:
Hvers vegna ertu...
— Það verður að hátta þá,
'sagði Lil rólega, þegar hann leit á
hana i angist sinni.
— Við færum þá úr, sagði
Fitch, — við skilum þeim jafn
nöktum og þeir komu úr móður-
kviði. — Það er lika spurning um
það, að verða gripinn. Það er
meiri refsing, ef maður er gripinn
með kistuna og allt dralsið, en
það er ekki nema nokkurra daga
fangelsi, ef þeir ná i mann með
llkið eitt saman. Svona, haltu nú
áfram!
Abel hlýddi, skjálfandi á
beinunum, hjálpaði Fitch við að
snúa likinu við og draga af þvi
hverja spjör, troða þvi i pokann
og lyfta þvi upp úr gröfinni.
Þegar svo þessi litla fylking
lagði af stað aftur, hljóðlega eins
og þau höfðu komið, náðu
hugsanir Abels alveg tökum á
honum.
Hann reyjidi að gera sér i
hugarlund, hvers konar menn það
væru, sem yrðu sér úti um lik á
þennan hátt. Hann vissi að þetta
voru skurðlæknar, en hann vissi
litið um skurðlækna og verk
þeirra.
Þau komust á leiðarenda,
einmitt þegar Abel fann, að hann
var að gefast upp. Fitch tók á af
kröftum og lyfti byrðinni af baki
hans og lagði hana við dyrnar.
Svo klóraði hann hljóðlega á
hurðina og að vörmu spori var
opnuð rifa og Abel kom auga á
grannan, veiklulegan mann, I
klæðisbuxum og hvitri skyrtu,
sem var opin i hálsinn. Hann
hafði lika brett upp ermarnar.
— Inn, inn með ykkur, snarir
nú! sagði hann.
Lil lokaði dyrunum að baki
Abels, færði sig svo nær honum i
myrkrinu, þvi að granni
maðurinn var horfinn með Fitch.
— Hvert fóru þeir? spurði Albel
og rýndi inn i myrkrið, en rétt i
þvi steig ham> fram af þrepi og
■valt niður stiga.
Þegar hann áttaði sig, sá hann
að þetta var kjallari, kaldur en
mjög vel lýstur. Margar hillur
voru meðfram veggjunum og i
þeim öllum loguðu ljós á oliu-
lömpum, en engin glös voru yfir
logumim. En af þessum ljósum
var svo bjart, að Abel deplaði
augunum.
Gólfið var steinlagt og við
annan langvegginn var langt
borð, en á þvi voru allskyns verk-
færi, sagir, hnifar, meitlar og
tengur Abel kannaðist við þessi
verkfæri, en svo voru önnur, sem
hann hafði aldrei séð áður og
honum fannst þetta allt næsta
furðulegt.
Á miðju gólfi voru svo þrjú
langborðog á eínu þeirra var eitt-
hvert hrúgald, hulið ábreiðu. A
öðru borðinu var pokinn, sem þeir
höfðu komið með, og mennirnir
tveir stóðu hjá og krunkuðu eitt-
hvað saman um leið og granni
maðurinn taldi peninga i útrétta
hönd Fitch. En á þriðja borðinu...
Abel glennt upp augun af skelf-
ingu.
Það var greinilegt, að þetta var
lik af ungum manni. Abel sá
annan vangann, sléttan og
náhvitan. En það var aðeins
annar vanginn: af hinum hafði
húðin verið flegin af og lá til
hliðar.
Abel gekk ósjálfrátt nær, eins
og dáleiddur.
— Hvað finnst þér svona
áhugavert, drengur minn?
Hann hrc";k við og sneri sér
snögglega trá borðinu og sá að
granni maðurinn virti haiin fyrir
sér. —Er það þetta, sem þið gerið
við likin? spurði Abel og það lá
við, að honum svelgdist á. —
Gerið við þau öll, — gerið þau öll
að kjöti, eins og Lil segir?
— Hvað sem þessi Lil þin segir,
þá er ég ekki að búa til kattar-
fæðu, en ég meðhöndla þau samt
svona. Það er að segja, ég og
stúdentarnir minir.
— Stúdentarnir? Abel sá, að
Fitch hafði ekki af honum augun.
— Já, stúdentar, drengur
minn. Þeir eyða peningum for-
eldra sinna til að læra þetta
hérna.
— Læra hvað?
Granni maðurinn borsti. —
Skurðlækningar, að sjálfsögðu.
— Þurfa þeir að gera þetta, til
að læra skurðlækningar? Abel
gaut augunum til liksins.
— Skurðlækningar, drengur
minn, eru I þvi fólgnar, að nota
hnifinn til að lækna mein manna.
Það getur komið fyrir, að fljót-
lega þurfi að bregða við, til
dæmis, til að sauma fyrir blæð-
andi slagæð eða fjarlægja hættu-
legt æxli, svo maðurinn eigi lifs
von og sem betur fer, eiga margir
langa lifdaga eftir.
Skurðlæknar þurfa að gera
þetta, en til þess þurfa þeir að
þekkja vel mannlegan likama:
það getur enginn beitt hnifnum i
þessum tilgangi, nema að vita til
hlitar hvað felst undir húðinni,
eöa heldurðu það? Svo ég kenni
þessum ungu mönnum, það sem
mér vaV kennt og það er liffæra-
fræði.
— Hvers vegna þurfið þið að
kaupa likin og hvað er liffæra-
fræði?
— Þetta eru of margar spurn-
ingar, sagði Fitch og gekk i áttina
til Abels, en granni maðurinn
hristi höfuðið.
— Hann verður betri likræn-
ingi, ef hann veit til hvers likin
eVu notuð. Liffærafræði er sú
námsgrein læknavisindanna,
sem kennir mönnum að þekkja
byggingu mánnlegs likama. Og
við kaupum lik, til að stúdent-
arnir geti lært af eigin reynd og
skiliö I hverju þetta er fólgið. Það
er ekki hægt að æfa sig á.lifandi
holdi, það er ekki leyfilegt, það er
ekki heldur "kristilegt. Það er
aftur á móti ekkert sém mælir á
móti þvi að kryfja látið fólk, það
gerir engum neitt til. En svo ef áð
finna nægilega mörg lik! Það er
önnur saga og þar i liggja erfið-,
leikarnir. Þú og hann húsbóndi
þinn, eruð mennirnir, sem Við
verðum að leita til. Þú skilur
þetta vonandi?
— En hvers vegna...
— Nú er nóg komið, öskraði
Fitch. — Eg vil fara að komast
heim til min og ég býst lika við, að
þú viljir það lika.
— Næst þegar þú kemur, skal
ég svara eins mörgum spurn-
ingum og þú vilt. Og Fitch, þú
tékur hann með þér næst, þegar
samstarfsmenn þinir eru vant við
látnir annars staðar.
Frámhald á bls 36
43.TBL. VIKAN 19