Vikan

Tölublað

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 37

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 37
Jónki, „eí það ekki satt að þú kunnir ráð við ýrnsu?” „O, jú, ju, þ'aö hefði maöúr nú. haldiö,” svaraði Runki og hló, lágt og hneggjandi og strauk ;sitt' Siöa skegg, sem var dökkrautt og litiö eitt hæruskotiö'. „Heyrðu”, sagöi Jónki, „ef það-væri nú ein- hver stúlka, sem þér Htist vel á, hvaö myndiröu þá gerá?” „Ja, þvi er nú ekki fljót- svarað,” sagöi Runki. „Fyrst er sjón og svo er tal, svo kemur hýr- legt auga,” segir i visunni, ætli ég reyndi ekki að hafa tal af henni til að byrja meö.” „En ef aldrei væri friöur til þess og hún væri alltaf aö flýta sér?”, spuröi Jónki. „Æ, ég veit þaö ekki, Jónki minn,” svaraöi Runki. „Þaö er til •ráö við öllu nema ráðaleysi. Er hún hér á bæ, þessi stúlka, sem þér Ust vel á?” ■ „Já”, svaráði Jónki. „Þá gæti ég eitthvað ráðlagt þér ef væri sumar”, sagði Runki. „Ég þekki hjónagrösin og brönu- grösin og ótal grös og náttúrur þéirra. Við látum þetta biöa til sumarsins, drengur minn, nú eru öll grög fölnuð og dauð.” Og Runki bjóst til að standa á fætur. „Æ, nei, nei, Runki minn,” sagði Jónki, með irafári, hann hugsáði til Þorvaldar kaupa- manns, sem var ráðinn þar næsta sumar. „Þetta verður aö gerast strax. Biddu meðan ég skrepp hérna upp á loftið.” Hann brölti upp brakandi stigann, upp á skemmuloftið, þar átti hann læstá kistu. Hann tók upp úr henni brennivinsflösku, sem hann fór með niður og rétti Runka. „Súptu duglega á og reyndu svo að finna eitthvert ráð,” sagði hann. , Runki þakkaði og dreypti á flöskunni, hann var svo sem ekkert vinhneigður — meira gef- inn fyrir mat en*drykk — rétti svo Jónka hana og þurrkaði sér um skeggið. . „Þvi er nú ver, að ég er ekki göldróttur,” sagöi hann. „Ég þekkti mann hérna frammi i dalnum, sem átti galdrabók og kunni að nota hana, hann sýndi mér hana einu sinni. Hann vildi ekki kenna neinum neitt og sagðist mega til að brenna bókina, áöur en hann dæi, svo að hann færi ekki illa — og nú er hann, dáinn. Nei, ég held, að ég geti ekki gert neitt fyrr en i sumar”. „Jú, jú,”- sagöi Jónki ákafur, „ég'skái géfa þér fallegasta lanib'ib, sem.ég setti á núna, þau voru fiipmj allt og öll falleg. Þaö er goltótt gimbur, sem ég skal gefa þér i haúst, þá verður hún orðin veturgömúl. Reyndu nú að hugsa upp eitthvert ráð, Runki minp.” . „Ja, sei,; sei, skárra er það,” sagöi Runki, ég verð liklega éítthvað áð reyna.’lr^ Hann tók smáböggul upp úr vestifsvása sinum — hann var i Vesti innan Undir peysunni. — ,,Sjáðtt Jónki,” sagði hann, „þetta gaf hann.mér galdramaöurinn, sem ég sagöi þér frá, það er hrafnshjarta, þurrkað og hert — og fylgir þvi sú náttúra, að mig dreymir þaö sem ég óska mér, ef ég hef það undir koddanum. En það dugar engum nema mér — og það þvi aðeins að tungl sé i fyllingu. Það vill svo vel til að þannig stendur á tungli núna. Ef við gætum hagað þvi svo, að við svæfum tveir einir frammi i stofunni eða á loftinu, þá er ekki ómögulegt, að eitthvað beri til tiðinda. Ég þarf ekki að spyrja hver stúlkan er, — það er auðvitað hún Kristin hérna Björnsdóttir. Þú ert vonandi ekki að elta ólar við’ barn eöa gifta konu, enda léði ég þér ekki lið- sinni við slikt. En nú fýsir mig að hitta fleiri að máli. Er ekki bless- aður húsbóndinn og hreppstjórinn heima?” Jónki sagði honum sem var, um ferðir hans og Bensa, sem enn var ókominn. Ekki hryggðu þær fréttir Runka. „Vel er það,” sagði hann, „fyrst hann er fjarverandi, er þeim sem heima eru þörf á skemmtun og tilbreytingu — og flýtum okkur á fund hinna friðu Kristina.” Stúlkurnar tóku Runólfi eins og hvitum hrafni. Honum var visað til sætis á rúmið hennar Stinu litlu, það var innst i frambaðstof- unni, rétt hjá dyrunum inn i hjónahúsið. Kristin húsfreyja sótti mat handa honum, var hann ekki af verri endanum: Hálfur harðfiskur, mjúkur og mjall- hvitur, væn flis af sauðarmagál, pottbrauðsbiti og heljarstór smjörsneið. Svo bað hún Kristinu vinnukonu að fara fram og hita kaffi. Runólfur var i sólskinsskapi yf- ir matnum. „Góður matur er harðfiskur og smjör og feitt hangikjöt,” sagöi hann, „en samt er nú hægt aö meta það of mikils. Ég skal innan stundar syngja fyrir ykkur kvæði um mann, sem þótti of mikiö vænt um harðfisk og feitmeti. Lagið kannist þið eflaust við, það er eins og við „Vinaspegil” — þið munið eftir þvi: „Forðum tið einn brjótur brands — ” Þegar hann hafði lokið af disk- inum, kom Kristin vinnukona með kaffið. Var þá.kveikt i baö- stofunni og allir fengu kaffi, nema tvær yngstu stúlkurnar, dóttirin' og fósturdóttirin — þær kæröu sig ekkert um það fengu bara sykurmola. Að lokinni kaffidrykkju, fór Runólfur að syngja. Hann haföi bylmingsrödd og hossaðist i sætinu, þegar hann söng og iðaði allur af fjöri og áhuga. Kvæðið, sem hann söng, hljóðar svo: Bóndi nokkur þjó við sjó, af björg og mát hann hafði nóg: Sel og fugl og hákarlshró og hlýra og ufsa ég greini. Einnig hafði hann ágætt bú, ær og sauði, hross óg kú. Friða konu farsæl hjú, svo fátt sýndist aö meini. Aldrei var þó ánægöur álmaþórinn sparsamur. Hann var alveg áfjáður, að eignast meira og meira. Sparaöi mat við fé og fólk, fannst honum eyðast mikil tólg, lika drukkin mikil mjólk. Svo máttu fleira heyra. Eitt þó mjög af öðru bar, sem óx I forðabúri þar, harður fiskur vænn það var og veglegt feitmetið. Hann vigtaði út til vikunnar vistir þessar naumlegar, með blóðgum augum bóndaskar. Býsn gat fólkið étið. Kom I huga karlinum kænlegt ráð, sem getur um: Að sýnast ljúka lífdögum og lifsins kveðja gæði. — Rénar lyst við raunahag — risa upp aftur næsta dag og syngja fagurt sálmalag er sefaði hungursæði. Sauðamaður seint kom heim, — svangan og lúin tel þá beim —, úr köldum og frosnum klettageim, hann konunnar vék að sæti. Hún sagði honum alla söguna — og sveðju honum fékk i höndina, og bað hann skunda i skemmuna, að skerða sultarlæti. Bóndinn þar á beði lá, blundi værum hann nú brá. Þegar hann heyrði þrusk og skrjáf, hann þrumaði og strauk um vangann. Hann glennti upp báðar glyrnurnar, sem glóðu eins og haugeldar, og rumdi hátt: „Hver rifur þar úr roði fisk svo langan?” Saxinu brá þá seggur snar og sárar heyrðust stunurnar — — bóndinn lá I blóði þar og blessaði fisk og smjörið. Drengir þennan dánumann, dauðan báru I vigðan rann og blessuðu fyrir búvit hann, þá burt var lif og fjörið. Um það visu ég kveða kann, þá konan giftist sauðamann. Þau bjuggu lengi i bóndarann og borðuðu fisk og smjörið. Sungnir voru sálmar þar og sagðar finar ræðurnar. Dansað var og drukkið þar og dvinaði hvergi fjörið. Maður þú, sem þetta sér, þiggðu ráðin góð af mer: Glaður vertu, ef gefst þér hér góð klæði og fæði. Sé þér auður of mjög kær áhyggjurnar færast nær. Og eitt sinn kveðja eigum vær auö og jarðnesk gæði. Var geröur góöur rómur aö söngnum og kvæðinu, sem allir töldu vist að Runóflur hefði ort. Svo fór hann að lesa riddarasögu, sem hann nefndi:' „Söguna af Jörmunrek Eylimasyni”. Hanr las þangað til þær Kristin vinnu- kona og Stina litla fóru að mjólka Þá var Bensi kominn heim, fór hann á eftir þeim og brynnti kúnum. A meðan þau voru i fjósinu kvaö Runki rlmu. Svo las hann um stund, þegar þau komu aftur og kvöldið leið við glaum og gleði. RITRVGCIIIG bœtir nánast altt! Ef einhver slasar þig og þú n*ró ekki bótum frá honum, bctir ALTRYGGINGIN þér slysií meö allt aö 1 milljón.' Valfió ALTRYGGINGU fyrir heímilió og flölskylduna! ÁBYRGDP Tryggingarfélag fyrir hiiulindismenn Skúlagölu 63 - Rrvkjavik Sfml 2f)|22 Þegar átti að fara að búa um og hátta, sagði Runólfur við Jón vinnumann: „Heyrðu, Jónki minn, man ég það ekki rétt að þú lofaðir mér einu sinni að heyra eitt fágætt og merkilegt Grýlu- kvæði? Ég kann nú ekki annað úr þvi en þessar hendingar: „Hún er grá um hálsinn og hlakkar eins og örn-----” en ég man að mér þótti það sér- deilislega merkilegt og mikið til þess koma”. „Jú, Jónka rámaði i, aö hann kynni Grýlukvæði — eða hefði einhverntíma kunnað. Runólfur spurði þá, hvort hann vildi ekki hafa það yfir og lofa sér að skrifa það upp. Jónki sagði það velkomið. Runólfur sneri sér þá að hús- móðurinni og spurði ósköp hýr og bllður, hvort hún vildi ekki leyfa þeim að sofa frammi, stofan væri nú of fin handa þeim, en ef hún vildi lofa þeim að hirast á loftinu, þá ætlaði hann að grlpa I aö skrifa á kvöldin. Kristin húsfreyja tók þéssu svo aö hún sagöi aö I stofunni væri mikið hlýrra en á loftinu og þar væri þeim velkomið að vera. Hún sendi Stlnu litlu, fóstur- dóttur sina fram með rúmföt, en fór sjálf að hugsa þeim fyrir lampa. Þá sagði Jónki, aö hann ætti enn jólakertið sitt frá siöustu jólum og væri gott að láta það brenna út, fyrir jólaföstuinn- ganginn. Bjarni bóndi var nýbuinn aö byggja stofu, sem þótti þá ósköp fln og var alþiljaö loftherbergi yfir henni. Stina litla bjó um þá Runólf ‘og Jón I stofurúminu. Jónki kveikti á kerti slnu og þeir gengu fram. Þegar þeir gengu fram hjá 43. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.