Vikan

Tölublað

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 25.10.1973, Blaðsíða 22
m m SOLUBORN! DBS reióhiól * I SOLUKEPPNI VIKAN efnir til sölukeppni með- al sölubarna sinna og stendur hún fram að jólum. Verðlaunin eru DBS-reiðhjól, frá Fálkanum og verður dregið um þau meðal tuttugu efstu sölubarnanna. — Hin nftján börnin fá bókaverð- laun, og sá sem verðurefstur fær að auki 5000 krónur, þ.e.a.s. ef hann hreppir ekki hjólið. — Það er til mikils að vinna að selja Vikuna. Auk nýju sölukeppninn- ar eru sölulaunin 20 krónur á hvert blað. Munið að nýja af- greiðslan er að Síðumúlá 12. Núeraö standa sig Nepal Framhald af bls. 9 Nepal.” Árangurinn er bilar frá Japan, klæði frá Englandi, stál frá Sviþjóð og á öllu þessu hagn- ast Indyerjar. Þeir fá tuttugu krónur af hverjum þrjátiu, þvi að allar leiðir til Nepal liggja gegn- um Indland. „Stóri bróðir lætur eins og við séum undir vernd hans”, kvarta nepalskir stjórn- málamenn. , ' En stóri bróðir. hefur lofað 70 milljónum dollara styrk, en jafn- vel það gerir ekki annað en vekja efasemdir i Nepal. „Við megum ekki undir neinum kringumstæðum láta einhvern ná tangarhaldi á okkur”, segir kon- ungurinn. Konungurinn heitir Birendra. Hann stundaði nám i Eton, Har- war/i og Tokio. Hann er 28 ára gamall og er búinn að sitja i eitt og hálft ár á konungsstóli. Af hon- um eru sagðar furðusög. Hann á að hafa ferðast um landið leyni- lega og rekið mútuþæga emb- ættismenn frá störfum. En „leynilega” þýðir i Nepal, sextiu manna fylgdarlið og mikill fyrir- gangur. Mörgum dögum áður en von er á konunginum eru fram- hliðar húsanna sópaðar og snurfunsaðar. Siðan eru rauðir dreglar lagðir á götur, sem hann fer um, hermenn standa heiðurs- vörð og hershöfðingjar og hirð- meistarar leiða konunginn til sæt- is, þar sem honum þóknast að hafa viðdvöl. Siðan heldur hann áfram til næsta þorps. Lifið i Nepal er einfalt og hefur haldizt óbreytt öldum saman. Stórfjölskyldan er enn við lýði — allar kynslóðir búa saman undir einu þaki. Það er glæpur að slá til barns. Þeir smáu hafa lika rika sjálfsvitund. Hjá Hindúum ræð- ur þjóðfélagsstétt sú, er barn fæð- ist inn i. hvað úr þvi verður. Opin- berlega hefur stéttamunurinn að visu verið afnuminn, en hann ræður engu að siður mestu um stöðu og starf fólksins. Það er fyrst við dauðann, sem enginn stéttamunur er. Konungar og lægst settu þegnar þeirra eru brenndir á sama bakka hins heil- aga fljóts Bagmati. Faðir leggur son sinn brosandi á bálköstinn. „Lifið er ekki svo mikilvægt”, segir hann og stráir öskunni i fljótið. Börn dansa i kringum hann. Undir hakakrossi, sem er sólartákn búddhatrúarmanna, kenna tibezkir munkar búddisk fræði. Fyrir framan þá sitja hipp- ar hvarvetna að úr heiminum og leita hér eilifs friðar. Hve lengi þetta heldur áfram að vera svo i Nepal, veit enginn. Þó að allir stúdentarnir við háskól- ann i Katmandu tilheyri fjöl- skyldunum fimm, gætir nokkurr- ar byltingarhneigðar hjá þeim. Þeir stóðu nýlega fyrir fyrstu mótmælaaðgerðum i Nepal. Þeim var beint gegn „gamla samfélag- inu”. Meðal þess, sem stúdent- arnir vilja, er að þeir fái sjálfir að velja sér maka og losna við að búa hjá stórfjölskyldunni. For- sprakki mótmælanna fórst, þegar Framhald á bls. 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.