Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 36

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 36
HVER ER LAUREL? Claire Rayner Lausnin var þarna.... alveg á næsta leiti. Myndir... minningamar...raddimar... Allt var ljósar. En myndi Michael koma aftur til hennar? Og Jimmy... Ef hún fengi nú minnið alveg, væri það þá ekki of seint? Laurel var komin á fætur og alklædd þegar Gilchirst læknir kom á stofugang. Hún ætlaði að reyna aö sannfæra hann um, að hún væri full fær um að fara af sjúkrahúsinu. Eftir mánaðar veruá sjúkrahúsinu, þar sem hún aðallega hafði fengizt við að telja götin á loftplötunum, fannst henni hún vera að kafna og að hún gæti ekki afboriö að vera þanran (jeginum lengur. Hún beið á meðan ungi lækn- irinn stóð f dyrunum og leit yfir þlöðin i plastmöppunni, til að full- '‘vissa sig um, að hann væri á réttum stað. Svo myndi hann brosa vélrænt og segja sömu setninguna og hann var vanur: — Hvernig liöur yður i dag, frú Devereux? Eins og að þau væru aldavinir. En á meðan væri hann ábyggilega aö virða hana fyrir sér. Og hún myndi svara, að henni liði ljómandi vel. Hann bjóst lika við þvi svari. Siðan myndi hann lymskulega koma henni til að segja eitthvað, sem gæfi honum tilefni, til að halda fram þvi andstæða. — Hvernig liður yður i dag, frú Devereux? — Vel. — Ágætt. — Ágætt. Sjáum nú til, klædd og komin á ról. Ágætt, ágætt! Hann settist og benti heiini að setjast lika, klóraði sir i höfðinu með kúlupennanunq.í — Okkur hefur ekki ennþá tekizt að ná sambandi viö foreldra yðar. Það litur út fyrir, að þeir hafi mjög langt fri. — Gilchrist læknir, ég vil ekki hitta foreldra mina. Ég vil fara heim til sonar mins. — Og mannsins? Hann leit rannsakandi á hana. — Já. — Svo þér haldið, að þér séuð orðin nógu hress til aö fara aftur út i lífið. Fara út i veröld, sem alls ekki er að yðar skapi? — Ég verð aö reyna, læknir. Til hvers er að draga þetta á langinn? — Þér óttist minnisleysið? — Ég fékk nú minnið nokkuð fljótt i þetta skiptið. Eftir fyrsta sólarhringinn á sjúkrahúsinu hafði hún munaö allt aftur, allt, sem hafði skeð frá þvi i apríl. — Ég held ég geti lofað yður þvi, að þér fáið aftur minnið. Alveg frá upphafi, á ég við. Eitt- hvað af þvi, sem þér hafiö gleymt, er örugglega eitthvað óþægilegt, annars hefðuö þér ekki lokað það svona algerlega úti. Haldið þér ekki, að það væri betra fyrir yður, að dvelja hér svolitið lengur. — Hve fljótt haldið þér.... Þetta siðara minnisleysi yðar getur bent til þess, að þess verði ekki langt að biöa. En ...Hann yppti öxlum. — Ég get ekki verið hér lengur, ég þarf aö hugsa um barnið mitt. — Það er mikil ábyrgð, þar sem þér getið búizt við þvi, að yður hverfi heimurinn, um leið og eitthvaðóvæntskeður, sagði hann og brosti sinu glaðlega borsi. Honum hafði tekizt þetta einu sinni ennþá. Á hverjum einasta morgni, bráut hann niður rök- færslur hennar, sem hún varð svo aö reyna að byggja upp allan daginn og á nóttunni lika. — Læknir, haldið þér, að ég sé geggjuð. — Sálræna sjúkdóma er hægt að greina á marga vegu, frú Devereux. Og það er ekki hægt að segja annað, en að hátterni yöar hefir verið nokkuð undarlegt undanfarið. En geggjuð, nei, þaö held ég ekki og ekki heldur hættu- leg og siður en svo óþroskuð. En á hinn bóginn get ég ekki sagt, að þér séuð fullkomlega heilbrigð. Minnisleysi er sjúkdómur, við getum sagt eins og lungnabólga, en sálrænn sjúkdómur. Hér eru ekki rimlar fyrir gluggunum og þér eruð hér af frjálsum vilja, þar sem þér þarfnist hjálpar. En ég get ekki hjálpaö yöur, ef þér viljið þaö ekki sjálf. — Ég hefi sagt yður allt, sem ég veit. Það hafði hún gert, æ ofan i æ, en hún kunni nú orðið þessa sögu sina utan að, svo hún notaði alltaf sömu orðin. Það hafði alls ekki verið eins ógnvekjandi að vera á sjúkra- húsinu, að minnsta kosti ekki eins og Evan Boucher hafði lýst fyrir henni. Gilchrist læknir hafði verið mjög þolinmóður. Hann hafði lagt mikið upp úr þvl, að fá hana til að tala um þennan ótta, sem stöðugt þjáði hana, reynt að fá hana til að horfast i augu við hann. Hann hafði skýrt það fyrir henni, að þessi ótti hefði getaö orsakað þessar sýnir hennar, eins og atburðinn með skuggann. Og hann hafði sagt henni, að gas- lekinn hefði getað verið af eðli- legum ástæðum, þótt henni hafi vaxið hann svona i augum. En hann gat ekki útskýrt, hvernig hún hafði getað sagt fyrir um slagsmál þeirra Harleys og Michaels i eyöimörkinni, hvernig hún hafði séö likama þeirra veltast, hvorn um annan þveran... Henni hafði lika létt mikið við aö tala um þetta við hann og hún haföi ekkert á móti þvi, að hlusta á rökfærslur hans. En eðlishvöt hennar lét sér ekki segjast, hún gat ekki gert að þvi, aö hún treysti engum. Nú beindist þessi ótti aðallega að þvi, að læknirinn vildi ekki, aö hún færi af sjúkrahúsinu. Að þvi, að læknirinn hélt áfram þessum stanzlausu spurningum, dag eftir dag, svo hún varð einmitt ótta- slegin yfir þvi, að hún yrði geggjuð þess vegna. Þes yrði ekki langt áð biða. — 0, ég get ekki meira! Hún fleygði sér upp i rúmið. — Gefist ekki upp. Hann skrifaöi eitthvað niöur i ákafa. — Til hvers er allt þetta? Fimm göt öðrum megin og fimm hinum megin, fimm sinnum fimm eru tuggugu og fimm. Nei, reiknaðu þetta rétt. Einn, tveir, þrir... Gilchrist lagði frá sér plast- möppuna, tók hana svo aftur upp og stakk henni undir arminn. — Minnistap er mjög erfitt viðfangsefni, en samt held ég, að þér getið komizt til botns i þessu upp á eigin spýtur. Ég held jafn- vel, að þér séuð komin langt á leið með það. — Hvers vegna þarf ég þá að dvelja hér lengur. Má ég ekki fara heim? — Ég lit inn siðdegis, þá getum viö talað Um það. Hann leit á klukkuna og fór svo út. Um kvöldið kom Michael i sina venjulegu heimsókn. Hann var ekki vanur að dvelja hjá henni lengur en hálftima i einu, og þessi hálftimi var venjulega mjög vandræðalegur. Hann sagöi henni alltaf þaö sama, að Jimmy kynni ágætlega við sig hjá Myru og Sherrie. Yfirleitt sat hann á stólnum og ók sér,þangaö til hann gat verið þekktur fyrir að fara. Þau höfðu heldur ekkert að tala um, þegar búið var að afgreiða daglega skýrslu um Jimmy. Þau hefðu, að sjálfsögðu haft nægilegtsamræðuefni,en það var nú þannig, að Jimmy var það eina, sem batt þau saman, aö svo stöddu. Michael sagði henni samt einu sinni, að þetta kvöld, sem hann hafði séð vörubil Harleys, hafði hann reyndar komið svona snemma heim, til að biðja hana afsökunar á þvi, sem hafði skeð kvöldið áður, og að honum haföi þá dottið I hug, að hún áetlaði aö flýja með Jimmy. En Laurel komst i svo mikiö uppnám, að hann hætti að tala um þennan atburð. En nú stóð hún i dyrunum, þegar hann kom i heimsókn og hann varö alveg undrandi, þegar hún tók i hönd hans og dró hann inn fyrir. — Gettu nú hvaö hefir skeð! — Þaö get ég ekki, sagði hann og reyndi að brosa. — Glichrist læknir segir, aö ég megi fara heim eftir þrjá daga. Ég á svo að koma til hans einu sinni i viku og hringja til hans, ef eitthvað kemur upp I hug minn, eða ef ég verð eittnvað óróleg, þá á ég aö hringja strax til hans Michael settist á rúmiö og hann var jafn vandræðalegur og hann hafði verið allan mánuöinn. Það Framhald á bls. 39 ÍO.HLUTI 36 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.