Vikan - 29.11.1973, Síða 46
Þáfc nýjasta frá
Húsgagnavérzlun Reykjavíkur
Hlaðrúmin vinsælu, til i mörgum litum og
mismunandi stærðum.
Borðstofuborð og stólar úr furu, fáanlegt i
mörgum litum.
Húsgagnaverzlun Reykjavikur
Brautarholti 2 - simi 11940.
gera það. Og menn geta líka sigið
og hrapað niður. Þjóðfélag
nútímans er sérlega opið fyrir
slikum breytingum, opnara en
fyrri þjóðfélög, er höfðu eldri
gerðir stéttaskiptingar.
Þrátt fyrir þessa hreyfingu
milli stétta fæðast flestir, lifa og
deyja i sömu stétt. Og þeir, sem
hreyfa sig, ná fæstir eins langt og
stundum er haldið. Algengastar
eru tiltölulega stuttar hreyfingar
eftir mannfélagsstiganum. Við
fæðingu erfa menn stétt föðurins.
Svo fará menn i skóla og siðan út i
lifiö á eigin spýtur. Langstærsti
hópurinn heldur áfram að vera i
slétt föðurins, en aðrir hækka sig
upp. Fæstir eru þeir, sem falla
niður. ■
Hin hægfara hreyfing upp stig-
ann getur verið með þessum
hætti. Sonur þurrabúðarmanns-
ins (undirstétt) verður iðnaðar-
maður (miðstétt) og eignast son,
sem verður ráðuneytisstjóri
(yfirstétt). Flutningurinn getur
þó oft tekið fleiri kynslóðir en
þetta.
Mest er hreyfing meðal mið-
stéttanna, sem taka við þeim, er
klifra upp úr undirstéttunum, og
þeim, er hrapa niður úr yfir-
stéttunum. Einkum á þetta við
um efri hluta miðstéttanna. Þar
er mikil togstreita um stöðu i
mannfélaginu. Sú togstreita
kemur fram i ýmsum myndum,
snobbi og áherzlu á stöðutákn
eins og bila og hibýli.
Stundum er þvi halþið fram, að
þjóðfélag nútimans sé stéttlaust,
að minnsta kosti á Vesturlöndum.
Er þá vitnað til þess, að allir séu
jafnir fyrir lögunum. En það eru
ekki formlegu reglurnar, sem
skipta mestu máli, heldur hinar
óskrifuðu reglur og venjur
Stéttaskiptingu er fekki hægt aö
leggja niður með lögum og reglu-
gerðum. Og hún Uer- við beztu
heilsu riú á timum, þótt hún þafi á
sér losaralegri blæ en stéttas'kipt-
ingar fyrri tfma.
SÉRKENNI
STÉTTANNA
Ýmsar leiðir eru notaðar til að
finna stétt manna. 1 Bandarikj-
unum er algengt, að félags-
fræðingarnoti sjö atriði: Peninga,
ætterni, staðsetningu ibúðar,
dvalarlengd á staðnum, atvinnu,
menntun og trú.
Auður, eignir og tekjur skipta
að sjálfsögðu verulgu máli i
peninga- og neyzluþjóðfélagi
nútimans. í Bandarikjunum eru
þessi atriði talin hafa mest áhrif á
stöðu manna i mannfélagsstig-
anum. En ekki er vist, að það
gildi um önnur vestræn þjóðfélög.
Ætterni og fjölskyldutengsli
skiptu meira máli fyrr á timum.
En þau eru enn i miklu gildi.
Menn fæðast altend ennþá inn i
stétt föður sins. Og það er enn gott
að eiga góða að, þegar út i lifið er
komið.
Menntun hefur mikil og vax-
andi áhrif á stéttarstöðu manna.
Langskólamenntun er ein auð-
veldasta leiðin til að hlaupa upp
mannfélagsstigann. f Banda-
rikjunum fá menn ekki lengur að-
göngu að yfirstéttunum, nema
þeir hafi að minnsta kosti B.A.-
próf frá háskóla.
Trúarbrögð manna hafa áhrif á
stöðu þeirra i Bandaíikjunum,
enda rikir þar trúfrelsi, og kirkju-
deildir eru margar. Þar sem
þjóðkirkjur eru, eins og hér á
landi, skipta trúarbrögð litlu máli
i stéttaskiptingunni.
Svo skiptir atvinnugrein manna
lika nokkru máli. Um það gilda
ýmsar venjur i ýmsum þjóð-
félögum. Sums staðar eh her-
mennska i mestu áliti, annars
staðar viðskipti, embættis-
mennska, stjórnmál, skóla-
mennska eða einhver önnur
grein.
Stjórnmálaskoðun manna hefur
á Vesturlöndum ekki veruleg
áhrif á stöðu þeirra I mannfélags-
stiganum. 1 Sovétrikjunum og
fylgirikjum þeirra ræður hins
vegar aðild að Flokknum
úrslitum um stöðu manna.
Þa éru eftir þau tvö atriði, sem
nánast eru tengd félagsfræði
borga, staðsetning Ibúðar og
dvalarlengd á staonum.
Sumir hlutar borga eru taldir
finni en aðrir. Menn geta komizt I
yfirstéttina á heimilisfanginu
einu saman. Þess vegna reynir
rikisfólk að kaupa sig inn á virðu-
legustu götu borgarinnar til þess
að afla sér þess álits, sem pening-
arnir einir geta ekki veitt.
Viða skiptir ekki minna máli að
vera fæddur i borginni og helzt að
geta rakið ættir sinar þar aftur I
timann. Á það minnir sú kerskni,
að menn geti ekki gerzt Akur-
eyringar, fyrr en i þriðja ættlið.
Þótt þessi sjö atriði ráði stétta-
skiptingu i Bandarikjunum, er
þar með ekki sagt, að þau geri
það hér á landi. En upptalningin
er samt fróöleg fyrir þá sök, að
hún sýnir, hve margvisleg atriði
geta haft áhrif á stéttaskiptingu.
Auðæfin ein nægja ekki.
í fljótu bragði má ætla, að
menntun og ætterni skipti hér á
landi meira máli en I Banda-
■'í rikjunum, og að peningar og
eignir skipti minna máli.
MEÐ HVERJUM
ER SNÆTT?
Stéttirnar eru efnahagslega
háðar hver annari og starfa hlið
viö hlið. En félagslega eru þær
aðskildar. Menn lifa einkalifi sinu
innan sinnar stéttar. Menn verja
fristundum sinum innan hénnar.
Stéttaskipting er ef til vill
greinilegust i makavali og vali á
borðfélögum. Menn bjóða yfirleitt
ekki öðrum heim til miðdegis-
verðar en þeim, sem eru á
svipuðu þrepi I mannfélags-
stiganum. Erlendis sýnir töl-
fræðin, að menn kvænast lika
yfirleitt innan sinnar stéttar,
þrátt fyrir rómantiskar hug-
leiðingar, sem ganga I aðra átt.
Máltæki: „Segðu mér, hverja
þu umgengst, og ég skal segja
þér, hver þú ert”, á vel við á
þessu sviði.
Þaö einkennir lika stéttir, að
þær hafa tilhneigingu til að
einoka þau störf, sem falla undir
svið þeirra. Einn forstjóri veit, að
laus deildarstjórastaða er hjá
öðrum forstjóra, sem hann
þekkir, og mælir með syni sinum
I hana. Hinn á erfitt með að neita
þeirrr ósk. Hins vegar mundi
sami faðir liklega ekki geta'
komið syni sínum að hjá slökkvi-
liðinu. Þar ráða annarrar stéttar
menn og einoka störfin á sama
hátt. Þessi starfaeinokun stétta
gildir I öllum þjóðfélagsstiganum
og dregur úr hreyfingu manna
milli stétta.
Stéttasamheldnin kemur
þannig fram i hjónaböndum,
vinskap og starfaeinokun. Hin
frjálsa samkeppni er vissulega til
og skiptir verulegu máli. En
stéttasamheldnin takmarkar
hana. Þaðan koma kunnings-
skaparsjónarmiðin, sem menn
kvarta stundum um.
ISLENZK -
STÉTTASKIPTING
I borgarlifi Islendinga er
stéttaskipting ekki áberandi, þótt
finna megi merki hennar. Hún er
ekki eins áþreifanleg hér og viða
erlendis. Svo virðist t.d., þótt
engar tölur séu til um það, sem
hjónabönd á tslandi séu ekki eins
stéttvis og alnfjpnnt er erlendis.
Þess verður ekki heldur vart, að
yfirstétt búi hér i aðskildum
hverfum á sama hátt og tiðkast
erlendis.
t Reykjavik eru vissar götur
taldar finni en ‘aðrar. En þær
götur eru á við og dreif um
borgina og mynda ekki heil
hverfi. Einnig eru sumar götur
taldar ófinni en aðrar, en þær eru
sömuleiðis á -við og dreif um
borgina án þess að mynda hverfi.
Ennfremur er ljóst að enginn
verður ýfirstettar fyrir það eitt að
búa við Vesturbrún eða Ægissiðu.
Aöskilnaður stéttanna er
þannig, landfærðilega séð, langt
46 VIKAN 48. TBL.