Vikan


Vikan - 04.04.1974, Page 10

Vikan - 04.04.1974, Page 10
Herra Kolinski náöi i blýant og skrifaði hjá sér, aö hann þyrfti aö panta fleiri kvöldblöð. í tuttugu ár var hann búinn'aö strita viö, aö halda þessari litlu verzlun sinni gangandi. En eftir aö yfirvbldin höföu ákveöiö aö byggja upphverfiö, jókst tala viö- skiptaviná, sem komu á öllum tímum dagsins. ■Tyggigúmml, sigarettur, píputóbak, konfekt- kassar, sem þeir tóku meö sér heim til eiginkvenna sinna og unnusta. Verzlunin blómstraöi. Hann ýtti gleraugunum lepgra upp á nefiö, taldi seðlana I kassa- skúffunni og læsti þá niöri I kassa, sem hann geymdi undir stólsetu I herbergiskytru innaf búöinni. Kassinn var næstum þvi fullur. Seinna ætlaði hann að tæma hann og fara með peningana I nætur- vörzlu bankans. Hann gætti þess alltaf, að hafa ekki peninga i verzluninni, þaö gat veriö hættu- legt og orsakað vandræöi og Kol- inski vildi umfram allt, forðast vandræöi. Alveg frá 1939, þegar herra Kolinski, sem verið haföi vel stæöur listmunasali, varð að flýja land sem öreigi, hafði hann veriö mjög varkár á öllum sviðum. Líf- iö hafði ekki farið um hann mjúk- um höndum og hann var vanur þvl að búast stöðugt við þvi versta. En nú, upp á sfðkastið, var hann farinn að sláka svolitið og jafnvel farinn að láta sig dreyma dagdrauma... Um litið hús úti I sveit, fyrir utan London, en ekki samt svo langt i biirtu, að hann gæti ekki komizt með góðu móti-til borgarinnar og notið þess að ganga um söfn og listmuna- verzlanir. Það gat lika verið, að hann hefði ráð á aö kaupa mynd og mynd. Kannski hafði hann ennþá nef fyrir nýjum listamönn- um og gæti keypt málverk af ung- um mönnurn, sem enginn hafði komið auga á. Það voru ekki eingöngu pening- arnir, sem hann var að hugsa um, heldur ánægjan við að komast I snertingu við fegurðina. Tala við fólk, sem hafði sömu áhugamál og hann. Aöeins að þessi velgengni héldi nú áfram, þá gæti hann selt verzlunina eftir nokkur ár, með góðum hagnaði. Drengirnir höfðu haldið til I dimmum bakgarði allan daginn og þeim fannst timinn aldrei ætla að lfða. Þeir voru svangir og þyfstir og þeim var svo kalt, að tennurnar glömruðu I munnutn þeirra. Frank hugsaði með sér, að aldrei myndi hann gleyma þess- um degi, aldrei á ævinni. Hann hafði verið svo kátur og hreykinn um daginn. Fram að þessu höfðu þeir Sid aldrei fengið aö vera með I neinu spennandi, þeir höfðu veriö sendir eftir sam- lokum og öli og hafðir I allskonar snatt, en utangarös, þegar klikan tók eitthvað fyrir, sem bragð var af. En nú hafði Tubby sagt: „Þið getiö komið með I kvöld, strákar. Það veröur miklu öruggara að koma þýfinu út bakdyramegin. framhaldssaga eftir Jane Anthony V7 GATA í Itoímm Það var eitt, sem kom henni undarlega fyrir sjónir, hún — Beth, hafði spurt frú King um það, hve mörg börn hún ætti og elzta dóttirin hafði svarað: „Sjö”. En um leið sagði frú King, með hörkulegri rödd, sem alls ekki líktist mildri rödd hennar: — Sex. Ég á sex börn, systir”. Þið getið rennt ykkur niður niður- fallsrörin með það. Við Pete kom- um okkur út um aðaldyrnar, eins og ékkert sé um að vera”. Þeir höfðu fengið sinar leið- beiningar. Þeir áttu að ganga hægt og rólega inn i salinn með Tubby og Pete, sem voru klæddir vinnufötum með verkfæratöskur I höndunum. Þetta var ákaflega einfalt og ósköp venjulegt. Gjald- kerinn átti matartíma frá klukk- an átta til niu á hverju kvöldi, svo að skrifstofan yrði mannlaus. En þetta kvöld hafði gjaldker- inn gleymt töskunni sinni og kom til aö sækja hana, en þá var Pete einmitt að brjóta upp peninga- skápinn. Hún opnaði munninn til að öskra, en Pete sló hana utan und- ir. Þá greip hún simann, en Tubby reif hann af henni og sló hana aftur, svo hún féll endilöng á gólfið. ’ Það varð dauðaþögn á skrif- stofunni og svo sagði Pete með skrækri raust: — Guð hjálpi mér, hún er dáin! Frank mundi hvert einasta at- riði. Tubby starði á gríðarstóra hnefa slna. Stúlkan lá á rauða gólfteppinu. Hann gat ekki hreyft legg né lið. En þá var það Sid, sem tók til fót- anna og skauzt eins og elding yfir gólfið, opnaði gluggann og renndi sér niöurrörið, eins og api. Frank var á hælum hans. Hann skildi vel, aö Sid gerði það eina sem nokkurt vit var i, þeir urðu að koma sér út og svo langt I burtu, sem mögulegt væri. Tubby vó yfir nlutíu kíló, svo hann myndi aldrei hætta á að fáta niður rörið. Og Pete varekki beinllnis frár á fæti. En hinir voru nú ekki langt I burtu... Frank gat ekki hugsað um ann- að en þetta, allan daginn. — Heldurðu að það geti verið möguleiki á þvl að þeir haldi að við höfum ekki verið sjónarvottar að þessu? spurði hann Sid. — Tubby hlýtur að hafa verið utan við sig og.... Sid hristi höfuðið. — Þú ert nú búinn að endurtaka þessa spurn- ingu þúsund sinnum. Fjandinn hafi það, þú hlýtur að skilja... Tubby framdi morð og við stóðum I aðeins meters fjarlægð og svo ertu aö reyna aö fá mig til að trúa þvi, að hann hafi ekki tekið eftir okkur? Að sjálfsögðu vissi hann af okkur og hann veit að við sáum þetta og hann hættir ekki fyrr en hann fihnur okkur. — Já, sagði Frank, — þetta er líklega rétt hjá þér. Þaö var orðiö aldimmt og þeir hættu á að laumast út úr bakgarð- inum og I áttina að Laburnum Street. Svo hleyptu þeir I sig kjarki og skutust inn á kaffistofu, þar sem þeir borðuöu stóra skammta af pylsum og kartöflu- stöppu. Svo keyptu þeir nokkrar samlokur og nokkrar flöskur af kóki og tóku það með sér. — Nú er ekki langt þangað, sagði Frank, þegar hann fór aö kannast við göturnar. Sid sagði, vlst I tlunda sinn þennan dag: — Ertu viss um að þú vitir hvað við erum að gera? Viö eigum llklega ekki annarra kosta völ, en mér finnst þetta samt ískyggilegt. Leikfangaverk- smiðja... Hvernig veiztu að efsta loftið sé ekki notað? — Gólfvð er ekki nógu traust, eða eitthvað svoleiðis, sagði Frank. — Þaö er alveg óhætt að ganga á gólffjölunum, en þeir hafa ekki leyfi til að láta fólk vinna þar, svo Joftið er notað fyrir vörugeymslu. — Hvernig veiztu þetta allt? — Vegna þess að ég lék mér svo oft þarna, þegar ég var lítill.. — En þá vita llklega margir krakkar af þessu! — Nei, ég sagði aldrei neinum frá þvl. Ég tók aldrei nokkra lif- andi sál með mér þangað. Það er alveg satt. Ég sagði ekki einu sinni Dorrie frá þvl. Þetta var alveg satt, Dorrie vissi aldrei neitt um þetta leyni- lega konungsrlki hans og ef hann heföi ekki veriö svona hræðilega óttasleginn, þá hefði hann heldur ekki sagt Sid frá þvl. Loftið var hans eigið rlki, eini staðurinn, sem hann hafði einn, út af fyrir sig, bara hann einn... Og þarna var allt óbreytt. Þeir höfðu laumazt inn I bakgarðinn, sem var girtur háum veggjum, hafið sig varlega upp á ruslatunn- , urnar og náö fótfestu á gluggasyll- unni fyrir utan skrifstofuna. Þar höföu þeir svo klifrað upp niður- fallsrörið, eins og Frankhafði gert svo mörgum sinnum og fljótlega voru þeir komnir upp að mjóa glugganum á annarri hæð, en á honum var alltaf svolítil rifa, til aö lofta út, þvi að lyktin af llmi, litarefnum og loönu efnunum, sem voru notuð I bangsana, var svo sterk. Dyrnar inn á loftið voru læstar, en lykillinn stóð I skránni, alveg eins og Frank vissi. Það var mjög lágt undir loft þarna, enda þykkt ryklag yfir öllu og dauðakyrrð. Eina birtan sem komst þarna inn, var frá götuljósunum gegnum mjóar gluggarifur. 1 einu horninu voru gömul og hrörleg húsgögn, — gamalt og brotið borð, nokkrir 10 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.