Vikan - 04.04.1974, Page 11
skakkir stólar og gamali sófi, sem
einhver hafði sett upp að vegg og
lagt gamla sálmabók undir annan
endann, til að rétta hann af.
— Finnst þér þetta ekki bara
sæmiiegt? sagði Frank ákafur. —
Við getum þó aö minnsta kosti
verið hér, höfum húsaskjól og svo
getum við skipst á aö sofa á sóf-
anum. Þegar orðið er dimmt, get-
um við skotist út og náð okkur i
mat. Og á nóttunni getum við
rétt úr okkur og fariö um allt hús-
iö, ef við gætum þess vel, aö láta
ekki heyra I okkur á daginn...
Næstu klukkutima notuðu þeir
til þess að llta i kringum sig i
verksmiðjunni. Sid opnaði alla
skápa og dró út skúffur.
— Geyma þeir ekki einhver
verömæti hérna, til dæmis pen-
inga?
— Það hefi ég ekki hugmynd
um. Ég hefi aldrei gáð aö þvi.
— Hefurðu aldrei...? Sid starði
á hann. — Stundum er ég aö velta
þvi yfir mér, hvort þú sért með
réttu ráði. Ég skil ekki hvernig þú
komst inn I klikuna. Þú átt miklu
frekar heima I sunnudagaskólan-
um...'
— O, haltukjafti! sagði Frank.
Hann hafði enga löngun tíl að tala
um þetta. Hann myndi aldrei geta
gert Sid það skiljanlegt hvernig
þetta hefði allt verið eins og
glæsilegar draummyndir. Hann
ætlaði sjálfur aö vera eins og
Dýrlingurinn, James Bond, Hrói
Höttur... Hann ætlaði bara að
stela frá þeim riku, fólki, sem átti
allt of mikla peninga og myndi
ekki finna fyrir þvi, þótt ein-
hverju væri stolið, myndi ekki
sakna nokkurra seðla. Ef einhver
kæmi að honum, ætlabi hann bara
aö slá þann fugl I rot, með vel úti
látnu hökuhöggi og hann myndi
siga niöur, eins og alltaf var sýnt I
myndum af Simon Templar.
En svo, þegar náunginn kæmi
aftur til meðvitundar, þá' ætlaði
hann aö vera á bak og burt. Simon
Templar drap aldrei fórnardýrin,
þau risu alltaf upp aftur. Það var
ekki eins og með aumingja stúlk-
una...
Hann sagði snöggt: — Ég fer
aftur upp á l'oft. En þú getur verið
hér lengur, ef þig langar til þess.
Hann teýgði úr sér á sófanum
og lét stafla af gömlum dagblöð-
um undir höfuðið. En svo fór hann
að hugsa um hvernig frægðar-
draumur hans haföi allur farið i
rnola. Það byrjaöi meö þvi, að
hann stal einhverju úr vörubil,
svona rétt til að sýna mikil-
mennsku. En lögreglan hafði náð
i hann og hann fékk skilorðsbund-
inn dóm. Það hafði orðiö mikið
uppistand heima hjá honum.
Mamma grét og Dorrie var ofsa-
reið við hann og aö lokum hafði
hann strokið aö heiman... Svo
hafði hann hitt Sid á Waterloo-
stöðinni og Sid var þá farinn að
vinna fyrir Tubby. Og svo kom
þetta hræðilegá augnablik þegar
Péte sagði: — Hún er dáin!”
Nú var of seint að snúa heim.
Hann gat ekki farið til lögregl-
unnar, sagt þeim allt saman og
lofað böt og betrun. Lögreglan gat
ekki verndað hann. Hann var.
hættulegur fyrir Tubby og Tubby
átti marga félaga.
Beth Martin opnaði augun og
heyrði að regnið dundi á rúðun-
um.
Þetta byrjar vei, eða hitt þó
heldur, hugsaði hún. Það yrði
sannarlega ekki gaman að fálma
sig áfram i þessu hverfi i svona ó-
veöri.
Hún settist seinlega fram á
rúmstokkinn og stakk berum fót-
unum i inniskó. Hún átti stefnu-
mót við systur Watkins, sem hafði
gengt þessari stöðu á undan henni
og það yrði ábyggilega ekki vel
séð, að hún kæmi of seint.
Beth lét renna vatn i raf-
magnsketilinn. og setti hann i
samband. Hún hafði hitt þessa
Framhald á blk. 55
14. TBL. VIKAN 11