Vikan


Vikan - 04.04.1974, Side 12

Vikan - 04.04.1974, Side 12
Smásaga eftir Roald Dahl Húsrádandinn Venjulega hringir maður bjöllunm og biður siðan að minnsta kosti í svona hálfa minútu áður en dyrnar opnast, en þessi frú var eins og hún væri á hjólum. Hún var komin um leið og maður hringdi. Hún gerði honum bilt við... Billy Weaver haföi feröast frá London meö hægfara siödegis- lestinni. Hann haföi oröiö aö skipta um lest I Swindon á leiö- inni, svo að þegar hann kom til Bath, var klukkan orðin niu um kvöld, og tunglið var byrjað aÖ lýsa upp stjörnubjartan himininn- yfir hásunum handan lestar- stöövarinnar. En loftiö var nist y- andi kalt, og vindurinn læsti isköldum klónum i andlit hans. „Afsakið,” sagði hann, „vitið þér um nokkurt sæmilega ódýrt gistihús hérna I nágrenninu?” „Reynið Bell and Dragon,” svaraöi buröarkarlinn og benti eftir götunni. „Þeir geta kannski hjálpaö yður. Það er svona milu- fjóröung i burtu hinum megin viö götuna.” Billy þakkaöi honum fyrir, tók upp ferðatösku sina og lagði af staö i áttina til Bell and Dragon. Hann haföi aldrei komið til Bath áöur og þekkti þvi engan , sem bjó þar. En hr. Greenslade á aöalskrifstofunni I London, haföi sagt honum, að það væri ágætis borg. „Fínnið yður húsnæði,” haföi hann sagt, „fariö siðan og tilkynnið komu yðar til úti- bússtjórans um leið og þér hafið komiö yður fyrir.” Billy var 17 ára. Hann var i nýjum sjóliöabláum frakka, nýjum brúnúm fötum og með nýjan brúnan Trilby hatt. Hann var i sjöunda himni er hann gekk rösklega eftir götunni. Hann reyndi aö gera alltrösklega þessa dagana, því að hann hafði komizt aö þeirra niöurstöðu, aö röskleiki væri hiö eina sameigin- lega einkenni allra velvegnandi kaupsýslumanna. Stórbokkarnir 'á aðalskrifstofunni voru alveg ótrúlega röskir, hvar og hvenær, sem maöur sá þá. Þeir voru stór- kostlegir. Þaö voru engar verzlanir á þessari breiðu götu, sem hann gekk eftir, aðeins röö hárra húsa, sem öll voru nákvæmlega eins. Þau höföu öll sólskýli á súlum, 4-5 tröppur lágu upp aö útidyrum þeirra og greinilega höfðu þetta einhvern tima verið heldri manna bústaöir. En núna, jafnvel i myrkrinu, gat hann séð, að málningin var viða flögnuö af tré- verki hurða og glugga, og að tigurlegar framhliöar þeirra voru sprungnar og skellóttar af van- hiröu. Skyndilega, tók Billy eftir prentaöri tilkynningu f kjallara- glugga nokkrum, sem var upp- lýstur af nálægu götuljósi, henni Var tyllt upp viö rúöuna og á henni stóö: FÆÐI OG HÚSNÆÐI. Undir tilkynningunni var vasi, hár og fallegur með brönu- grösum. Hann stanzaði. Hann færði sig aöeins nær. Grænar gardínur (einhvers konar flauelisefni) héngu sitt hvorum megin viö gluggann. Brönugrösin tóku sig vel út á milli þeirra. Hann gekk alveg að og rýndi gegnum rúöuna og inn i herbergið, og það fyrsta, sem: hann sá, var bjartur eldur, sem logaði i arninum. A teppinu fyrir framan eldinn lá litill hundur sofandi. Að svo miklu leyti, sem hann gat séð, var her- bergið sjálft búið viðkunnan- legum húsgögnum. Þar var flygill, stór sófi og nokkrir ból- straðir hægindastólar: og i einu horninu gat hann séð stóran páfa- gauk i búri. Dyr visuðu venjulega á gott á svona stöðum, hugsaði Billy með sjálfum sér: og þegar á allt var litið, leit þetta út fyrir að vera ágætis hús til að búa i. Orugglega var þetta mun þægi- legra en Bell and Dragon. Á hinn bóginn var krá mun fjörugri staður en gistihús. Þar mundi vera bjór og piluspil á kvöldin og fullt af fólki til að talá viö og auk þess var það sennilega mun ódýrara. Hann hafði áöur búiö nokkrar nætur á krá og líkaö vel. Hann haföi hins vegar aldrei búiö á gistihúsi og I hreinskilni sagt, var hann eilitið smeykur viö þau. Sjálft orðið, gistihús, kallaöi fram í hug hans myndir af blautu káli, frekum ráðskonum og megnri sardinulykt I stofunni. ‘Þegar Billy haföi velt þessu fyrir sér I noktyrar minútur úti i kuld- anum, ákvaö hatin að ganga áfram og lita á Bell and Dragon áöur en hann gerði þetta upp við sig. Hann tók upp ferðatöskuna. Og nú geröist nokkuð undar- legt. Hann var i þann veginn aö snúa sér frá glugganum, þegar augnaráð hans staðnæmdist skyndilega við tilkynninguna og festist þar. F^ÐI OG HUSNÆÐI, stóö þarna. FÆÐI OG HÚSNÆÐI. FÆBI OG HÚSNÆÐI. FÆÐI OG HÚSNÆÐI. Hvert orö var eins og stórt svart auga, sem starði á hann gegnum glerið og hélt honum, skipaöi honum, þröngvaði honum til að standa kyrr og ganga ekki burt frá þessu húsi,og áöur enhann vissi af, var hann lagður af stað frá glugg- anum I attina aö útidyrahurðinni. Hann gekk upp tröppurnar og þreifaði eftir bjöllunni. Hann hr.ingdi bjöllunni. Langt I burtu I einhverjú bakhe^befgl heyrði hann bjölluna hringja, og svo allt I einu, áður en hann hafði einu sinni sleppt bjöllunni, opnuö- ust dyrnar og þarjia stóð kona. Venjulega hringir maður bjöll- unni og biður siðan aö minnsta kosti I svona hálfa minútu áöur en dyrnar opnast, en þessi frú var eins og hún væri á hjólum. Hún var komin um leið og maður hringdi. Hún gerði honum bilt viö. Hún var á fimmtugsaldri óg um leið og hún sá hann, brosti hún vingjarnlega. „Gerðu svo vel að koma inn,” sagöi hún hlýlega. Hún vék til hliöar og hélt hurðinni galopinni og Billy fann, að hann tók ósjálf- rátt eitt skref fram. Hvötin eða réttara sagt löngunin til aö fylgja henni inn i þetta hús, var ótrúlega sterk. „Ég sá auglýsinguna i glugg- anum,” sagði hann. „Já, ég veit þaö.” „Ég er að leita fyrir mér að herbergi.” „Það er allt tilbúið fyrir þig, ljúfurinn,” sagði hún. Hún var meö rjótt og kringuleitt andlit og vingjarnleg blá augu. „Ég var á leiðinni til Bell and Dragon,” sagöi Billy henni, „ en tilkyhningin i glugganum hjá yöur vakti skyndilega athygli mina.” „Elsku strákurinn,” sagði hún, „af hverju kemur þú ekki inn úr kuldanum?” „Hvaö takið þér fyrir her- bergið?” v ■ „Fimm shillinga og sex pence fyrir sólarhringinn og morgun- verður innifalinn.” Þaö var fáranlega ódýrt. Þaö var meira en. helmingi minna en hann haföi veriö reiðubúinn að greiöa. „Ef þaö er of mikiö,” bætti hún viö, „þá gæti ég kannski minnkaö upphæöina eilítiö. Viltu egg I morgunverö? Egg . éru talsvert dýr þessa dagana. Þetta getur oröiö sex pencum ódýrara, ef þú sleppir egginu,” „Fimm shillingar og sex pence er stórfint. Ég geng aö þvi.” „Ég vissi, að þú mundir gera þaö. Geröu svo vel aö koma inn” Þetta virtist vera ákaflega góö kona. Hún var alveg eins dg móöir einhver^ góös skólafélaga aö bjóða manni I heimsókn yfir jólahátiðirnar. Billy tók af sér hattinn og steig yfir þröskuldinn. „Hengdu 'hann bara þarna,” sagöi. hún, „ og lofaðu mér aö. hjálpa þér úr frakkanum.” Þaö voru engir aðrir hattar eða frakkar i forstofunni. Þaö voru engar regnhlifar, engir' göngu- stafir — ekkert. „Við erum alein hérna,” sagði hún og brosti til hans um öxlina á leiöinni upp stigann. „Þaö skeöur nefnilega ekki svo oft, að mér veitist sú ánægja að hafa gesti hérna i þessu hreiðri minu.” Sú gamla er sennilega eitthvað smáskritin, sagöi Billy við sjálfan sig, en hvaö varöar mann um það, þegar leigan er fimm shillingar og sex pence? „Ég heföi nú háldiö, aö þaö rigndi yfir þig um- sóknum,” sagöi hann kurteisis- lega. „O, það gerir það nú, að sjálf- sögöu. Það gerir þaö. En hlutur- inn er nú sá, aö'maður leigir nú ekki hverjum sem er, þú skilur?” „Já, já.” „En ég er alltaf með allt tilbúiö. Þaö er alltaf allt til reiðu hérna I þessu húsi, dag og nótt. Bara til vonar og vara, ef einhver ungur maður skyldi birtast. Og mér er þaö svo mikil ánægja, ljúfurinn, svo mikil ánægja, þegar þaö stöku sinnum kemur fyrir, aö ég opna dyrnar og sé einhvern fyrir utan, sem hentar nákvæmlega.” Hún var komin hálfa leið upp stigann, og brosti niður til hans með fölum vörum. „Eins og þú,” bætti hún viö og blá augu hennar skoðuöu hann róiega niöur allan likamann, frá hvirfli til ilja. Afyrstu hæöinni sagöi hún viö hann, „þetta er min hæö.” Þau géngu upp á næstu hæö. „Og þessa hefur þú alveg einn,” sagöi hún.,,Hérna er herbergiö þitt. Ég vona, aö þér liki þaö vel.” Hún fór meö honum inn I litið en smekklegt svefnherbergi og 12 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.