Vikan


Vikan - 04.04.1974, Page 14

Vikan - 04.04.1974, Page 14
Ristilbólga. — Ég hefi svo miklar áhyggjur af manninum minum, læknir. Mér var sagt á sjúkrahúsinu, að hann verði að ganga undir aðgerð vegna ristilbólgunnar. Viljið þér ekki skýra þetta betur út fyrir mér? Ég hafði sent manninn á sjúkra- hús fyrir nokkru til rannsókna, vegna þráláts niðurgangs. Blæð- ingar úr endaþarmi og mágakvalir vöktu með mér grun um að kannski væri eitthvað meira að manninum en venjuleg ristilbólga. — Hvað er eiginlega ristilbólga? — Eins og orðið bendir til, er það bólga i ristlinum. Orsökin getur verið smitun frá einhverju snikju- dýri, þá venjulega af einhverjum austurlenzkum uppruna. En svo eru fleiri tegundir ristilbólgu, sama eðlis og magabólgur. Þess- konar ristilbólga kemur oft fyrir hjá tiltölulega ungu fólki, milli tvitugs og fertugs. Slikar bólgur hafa þekkst i fleiri aldir, en virðast vera mjög algengur sjúkdómur á okkar dögum. Venjulega hefur verið reynt að lækna þétta með mataræði og sumum virðist batna við að borða alls ekki mjólk eða mjólkurmat, en rannsóknir hafa ekki leitt neitt i ljós, sem sannar þetta. Ofnæmi getúr lika átt sinn þátt i þvi, en fram að þessu hefur ekkert komið i ljós, sem sannar þetta. Sumir kveljast ekki svo mjög af þessum sjúkdómi, það getur verið um smá blæðingar úr endaþarmi að ræða, án þess að vart verði við niðurgang eða hafi mikinn sárs- auka i för með sér. Svo eru sumir sem fá reglulega slæm sjúkdómsköst: mikinn niður- gang, hita og léttast töluvert. í slikum tilvikum er oftast hægt að lækna þetta með lyfjagjöfum og réttu mataræði, án þess að þurfa að leita til sjúkrahúsa. 1 alvarlegri tilvikum er nauð- synlegt að dvelja á sjúkrahúsum. Hvaö manninum yðar við kemur, þá var nauðsynlegt að gefa honum blóð, vegna þess að hann hafði misst svo mikið blóð við þessar þarmablæðingar og svo varð hann lika að fá vökva i æð, til að vinna upp vökvatapið. Þessutan fékk hann lyf, en hann verður að vera undir eftirliti, svo hægt sé að fylgjast með þvi, hvenær lyfja- gjöfum skal hætt og lika til að ákveða hvort ekki er nauðsynlegt að framkvæma skurðaðgerð, sem reyndist nauðsynlegt. Eina örugga aðgerðin, er að fjar- lægja ristilinn. Þá er teygt úr mjó- görnunum og þær látnar tæma sig gegnum op á kviðarholi. Áður var þetta erfitt viður- eignar, en nú eru komin svo góð áhöld, eins og plástpokar, sem passa svo vel við opið, að ekki er nauðsynlegt að tæma þá daglega. Maðurinn yðar getur lifað góðú lifi með slikan útbúnað og það venst mjög fljótt. Hann getur meira að segja stundað iþróttir eftir vild. Margar ungar konur hafa orðið að sætta sig við slikar aðgerðir, en hafa lifað eðlilegu lifi á eftir, meira að segja eignast börn. URiDAGBOK LÆKNIS Húsráðandinn__________________ Framhald af bls. 13 fötum. finnst þér þaö ekki? Og þú mátt kveikja á gasofninum. hvenær sem þú vilt. ef þér er kalt." ..úakka yhur fyrir." sagöi Billy. ..Bakka yöur kærlega fyrir " Ilann tók eftir. aö ábreiöan haföi veriö tekin af rúminu. og aö sænginni haföi veriö flett snyrtilega til hliðar. l>aö var eins og rúmiö biöi eftir. aö einhver kæmi upp i. ,.Ég er svo fegin. aö þú birtist,” sagöi hún með ánægjuhreirn. ,.Ég var farin aö hafa áhyggjtir." ..úaö er allt i lagi." svaraði Billy glaðlcga.,þ>ú mátt ekki hafa áhyggjur út af mér.” Hann setti ferðatöskuna sina á stólinn og byrjaði að opna hana. ,,En hvernig er meö kvöldverö, ljúfurinn? Gaztu nokkuð boröaö áöur en þú komst hingað? ” ,.Ég er alls ekkert svangur, takk.” sagöi hann. Ég held ég fari bara að sofa eins fljótt og ég get, þvi að á morgun þarf ég að vakna snemma og mæta niðri á skrif- stofur' ,.Gott og vel, ég skil þig þá eftir núna, svo að þú getir tekið upp úr töskunni, en vildir þú vera svo vænn að lita aðeins inn i stofu á eftir áður en þú ferð að sofa og skrifa i bókina? Það verða allir að gera það, þvi það eru landslög og ekki viljum við vera að brjóta nein lög á þessu stigi málsins, er það?” Hún brosti til hans og gekk hratt út úr herberginu og lokaði á eftir sér huröinni. Sú staðreynd, að húsfreyjan virtist eitthvað smáklikkuð, olli Billy ekki hinum minnstu áhyggjum. Hún var greinilega alveg meinlaus og auðsjáanlega varhúnlika hin bezta sál. Hann gizkaði á, að hún hefði einhvern tima misst son, kannski i striði eða einhverju sliku og aldrei náð sér eftir það. Hann tók þvi upp úr töskunni. þvoði sér um hendurnar. fór siðan niður á neðstu hæðina og gekk inn i stofuna. Húsfreyjan var ekki þar. en eldurinn logaði i arninum og litli hundurinn svaf ennþá fyrir framan hann. Herbergið var hlýtt og notalegt. Heppinn er ég, hugsaði hann, og- neri saman höndunum. Þetta kalla ég lán. Hann kom auga á gestabókina, sem lá opin á pianóinu. svo aö hann tók upp pennann sinn og skrifaði i hana nafn sitt og heimilisfang. Það voru aðeins tvö önnur nöfn á blaðsiðunni fyrir ofan hans eigið nafn, og af mann- legri forvitni, gat hann ekki stillt sig um að lesa þau. Annar var einhver Christopher Mulholland frá Cardiff. Hinn var Gregory W. Temple frá Brislol. Það er skritið. hugsaði hann. Christopher Mulholland. Það kveikir. Hvar hafði hann aftur heyrt þetta óvenjulega nafn áður? Var það einhver úr skólanum? Nei. Var það ef til vill einhver af hinum mörgu ungu mönnum, sem systir hans þekkti, eða einhver vinur föður hans? Nei, nei, það Framhald á bls. 50 14 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.