Vikan


Vikan - 04.04.1974, Síða 30

Vikan - 04.04.1974, Síða 30
Vorstúlka Vikunnar í Evuklæðum Fyrstu verðlaun: Mallorkaferð með SUNNU. 1 Grænn tweedjakki frá TRISTAN og HOFF. Hvlt skyrta frá SÖS og IB. 2. Samkvæmisbuxur vlöar og hálsklútur úr sama efni, hvit skyrtublússa, allt frá SÖS og IB. 3. Svartur og beige velourjakki og blússa frá SÖS og IB. Flauelsbuxur frá JEAN MICHEL. 4. Stuttur kjóll frá SÖS og IB. Asa ögmundsdóttir er 17 ára, dóttir Jóhönnu Boeskov og ögmundar Guðmundssonar. Hún býr i Hrauntungu 91 i Kópavogi, en i Kópa- vogi hefur hún búið siðustu 8 árin. Ása stundar nám i Menntaskólanum i Kópavogi, en þar er hún i fyrsta bekk. Þegar að þvi kemur að hún þarf að ákveða i hvaða deild hún fer, býst hún við að velja nýmála- deild. „Mér hefur yfirleitt gengið heldur betur með tungumálin en aðrar greinar”, segir hún til skýringar, „og það er liklega af þvi að ég hef fengið tækifæri til að tala þau erlendis”. „Hvar?” „Móðurforeldrar minir búa i Danmörku og ég hef oft dvalizt þar á sumrin og hjálpað til á litlu býli, sem þau eru með. Svo var ég eitt sumar i Seattle i Bandarikjunum hjá móður- bróður minum, sem þar býr. Þar fékk ég smá æfingu i að tala ensku”. Ása er mikið fyrir útiveru og fer oft i ferða- lög um helgar á veturna — „ég reyni að kom- ast með, ef ég frétti af góðri ferð”, segir hún. „Einnig fer ég svolitið á hestbak, en pabbi ermeðnokkra hesta, sem ég hef aðgang að”. I sumar er Asa að hugsa um að breyta til og halda sig heima á Islandi. „Ég ætla aö fá mér einhverja vinnu, en reyna að nota helgarnar til að ferðast. Ég hef verið svo litið hér á sumrin, að mér finnst kominn timi til að ég kynnist Islándi al- mennilega að sumarlagi”. Gangi menntaskólanámið vel vonast Asa til að geta haldið áfram námi — „og þá vil ég fara i einhverja skemmtilega grein, þar sem ég enda ekki inni á skrifstofu”.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.