Vikan


Vikan - 04.04.1974, Page 37

Vikan - 04.04.1974, Page 37
íuio ai pvi, um jarötraeöi veit ég litiB, en við landafræðina kela ég alltaf svolitið og reyni að lesa mér til ihenni. Hún spannar mjög vitt svið og er skemmtileg og gagnleg með tilliti til ferðalaga o^ flestra annarra hluta”. ,,Ertu mikill ferðámaður?” ,,Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af að ferðast, bæði innan- lands og utan. Meðan ég vár að læra hét ég þvi, að fyrstu pening- ana, sem ég eignaðist eftir að námi l'yki, skyldi ég nota til ferða- laga. Ég stóð við það og við hjónin fórum i 7 vikna ferðalag um Evrópu árið 1953,Siðan höfum við alltaf ferðazt töluvert mikið, bæði innanlands og utan, og notað þannig þessa peninga/ sem ihaður er að nurla saman. Þessu sér maður aldrei eftir, þvi það er áreiðanlega fátt skemmtilegra i lifinu en aðsjá sig um. — Sumarið eftir að ég lauk prófum hér i há- skólanum, fórum við fimm sam- an og gengum þvért yfir landið, frá Hvitárvatni um Eyfirðinga- veg til Akúreyrar. Þá var ekki orðið eins mikið um það og nú að menn f?eru gangandi um öræfin sér til skemmtunar. Við vorum illa útbúnir, vorum lengi á leið- inni og áttum i erfiðleikum i án- um, en allt endaði þetta vel. Næsto "ár á eftir gerðum við, ákveðinn hópúr, talsvert af þvi að ferðast svona. Fimm hvitasunnur i röð gengum við til dæmis á jökla og eitt surdar vorum við einir 10 saman í viku inni við Hitarvatn. Við fórum þangaö gangandi úr Hnappadalnum, yfir Hellisskarð, sem Björn Hitdælakappi hafði farið um. Við höfðum ekki annað matarkyns með okkur en kartöfl- ur, salt, kókó og sykur. Við mátÞ um veiða i einn sólarhring og veiddum á þeim tima 200 silunga. Við stifluðum læk og héldum sil- ungnum þar lifandi, tókum i mat- inn eftir þörfum en gengum svo til byggða með afganginn. Það var glampandi sólskin allan timann og við gengum flesta daga kvik- naktir og nutum útilifsins eins og hægt er. Meðál annars gengum við kringum vatnið einn daginn. Þótti það tiðindum sæta niðri i Hitardal, að við hefðum klöngrazt utan i Foxuféllinu, vatnsmegin, þvi þá leið höfðu fáir farið”. ,,Ertu mikill veiðimaður ? ”. ,,Nei, veiðidellu hef ég aldrei fengið. Ég veiddi svo mikið af smáufsa við bryggjuna i Grinda- vik i gamla dága, að ég hef lik- lega alveg svalað veiðiþránni. Skotdellu hef ég heldur aldrei fengið og mér er alveg ómögulegt að skjóta dýr. En hins vegar vil ég ganga um úti i náttúrunni, njóta útiloftsins og fá hreyfingu. Mér finnst mjög mikilvægt að ganga mikið og ég var svo hepp- inn að eignast ekki bil, fyrr en ég var 38 ára, og gekk þvi áður um allan bæ”. „Gengurðu kanriski i vinn- una?” ,,Ekki núna, þvi ég hef einfald- lega ek'ki tima til þess. En ég vona, að ég geti byrjað á þvi aftur”. Ef ég hefði ekki haft badminton og dansinn.... ,,Þú hefur verið mikið i iþrótt- um — varst um tima formaður Tennis- og badmintonfélags Reykjavikur. Stundarðu þetta enn?” ,,Já, og við vorum að halda upp á það um daginn, nokkrir félagar, að við erum búnir að spila saman badminton i 25 ár. Um tima vor- um við talsvert virkir i Tennis- og badmintonfélagi Reykjavikur og kepptum oft. Fyrstu 18 árin spil- uðum við alltaf tvö kvöld i viku, en nú erufn við ekki i þessu nerna einu sinni i viku, en spilum þá tvo tima. Konurnar okkar byrjuðu lika með okkur og margar þeirra spila enn. Þær hafa verið kræfári en við og er stutt siðan þær hættu að véra tslandsmeistarar. Ég ætti kannski að montá mig af þvi, að við prófessor Hjalti Þórarinsson yfirlæknir, urðum háskólameist- arar i badminton þau tvö ár, sem slik keppni var haldið, árin 1969 og 1970. Siðan hafa stúdentar ekki haldið mót, eiida höfum við vist litið i þá að gera núna. — Bad- minton hefur verið ákaflega skemmtilegt tómstundagaman og veit ég satt að segja ekki hvernig ég hefði farið að, ef ég hefði ekki haft það — og svo dansinn. Mér finnst alveg sérlega gaman að dansa, þótt ég geri ekki eins mik- iðaf þvinúogáður.Þaðereins og maður fái útrás fyrir. eitthvað i dansinum”. ,,Ef við vikjum að eiginlegum starfsferli þinum — hvar hófst Framhald á bls. 43 EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaöastræti 10A Sími 16995 9 geroir at eiaaveium i nvnu, grænu (avocado) og coppertone-brúnu. Breiddir, 50 sm, 60 sm og 69,5 sm. Verö f rá ca 23.000 i hvítu og ca. 27.000 í lit. Eigum einnig kæliskápa í sömu litum. Greiösluskilmálar. 14. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.