Vikan


Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 46

Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 46
SILENTA heyrnarhlffar og VOSS hlffðarhjAlmar hafa hlotið vlðurkennlngu Öryggiseftlrlits ríkisins DYNJANDI SF. Skeifunni 3 - Reykiavik var sagt aö þá ættu þeir aö stunda rannsóknir og skriftir. Þá baö harín um aö fá aö vita hver árang urinn heföi oröiö og reyndist þá harla litlu hægt að frafnvísa. Er eitthvert eftirlit meö þeim hluta starfsins, sem ekki snýr að beinni kennslu?” ' „Hér er þvi fyrst til aö svara aö þaö mætti áreiðanlega vera meira aöhald aö því, hvernig menn standa aðslnum rannsókn- um. Varöandi ritverk eftir há- skólakennara.'þá er nú verið að vinna aö skrá yfir rit þeirra síö- ustu fimm árin, frá þvl slöasta' skrá kom út, og sést þar svart á hvltu hve afkastamiklir þeir hafa verið. En máliö er ekki svona ein- falt. Vinnuskylda kennara er þri- þætt: kennsla, rannsóknir og stjórnun, þ.e! þátttaka I deilda- fundum, störf i nefndum, viðtals- tlmar viö stúdenta o.s.frv. Þaö er ljóst að það er mjög misjafnt hvernig þessu er fullnægt og kannski vanrækja sumir rann- sóknaþáttinn, ?n aörir stjórnun- arþáttinn og koma sér hjá því aö taka aö sér nefndastörf á vegum háskólans og aö sinna daglegu snatti fyrir slna deild og stúdentr ana. Þegar talaö er um rannsókn- ir er yfirleitt átt viö aö menn framkvæmi sjálfstæöar rann- sókríir, fái niöurstööur, skrifi um þær og birti síðan. Þessar rann- sþknir er auövelt aö meta. En þaÖ ér erfiöara aö meta hinar óbeinu rannsóknir, þar sepi rannsóknar- efniö er sjálft þjóöílfiö. Menn eru oft skikkaöir til aö vinna ákveöin verkefni, sem I fer mikill tlmi og enda kannski meö því aö skrifuö er stór skyrsla. Þettá eru ekki rannsóknir á háskólamáli. Til.aö skyra þétta get ée tekiö nærtækt dæmi: Ég starfaði i sáttanefnd i kjarasamningunum 1971, en I ný- afstöönum samningum kom ég mér hjá því, þótt ég væri þarna smátima i lokahriðinni. En ég var oft aö þvl spurður hvers vegna ég tæki ekki þátt I viöræðunum nú? Væri ekki skylda háskólans aö taka þátt I þessu — væri það ekki sjálfsögö þjónusta við verkalýö- inn og vinnúmarkaðinn? Annað dæmi: Þegar valkostanefndin I efnahagsmálum var skipuð, var ' ég settur I hana o'g mér var gert þaö alveg ljóst af ráðuneytinu, aö þaö væri taliö mjög eðlilegt að há- skólinn tæki þátt I þessu. Ég eyddi heilu sumri I þessa vinnu og stóð þarna ásamt fleirum aö langri á- litsgerö og tel mig hafa lært tals- vertmikiö á þessu. Spurningin er, hvort þetta eigi að teljast rann- sóknir? Sjálfur erégá þeirri skoðun aö þaö þurfi að endurskilgreina hugtakiö rannsóknir I þessu sam- bandi. — Aðalatriðiö állt ég þó vera, aö kennarar skili ekki minni tlma en þeim er ætlaö I þágu há- skólans og þeirrar starfsemi, sem ætlazt er tij aö háskólinn stundi. Eins finnst mér vel koma til greina aö háskólákennarar taki á einhvern hátt þátt I lífrænu starfi utan háskólans, án .þess að þeim sé greitt fyrir. Viö erum til dæmis méö þá hugmynd, aö þaö kæmi mjög vel til álita aö háskólakenn- arar færu aö pinhverju marki út á land og flyttu fyrirlestra. Feröir yröu borgaöar, en þeir þægju ekki laun aö ööru leyti”. / ,,í hvernig jaröveg fellur þetta hjá kennurum?” ,,Ég held aö þetta falli I þó nokkuö góöan jaröveg, a.m.k. þar sem ég þekki til. Viö höfum til dæmis rætt þetta i Félagi há- skólakennara, Auk þess gætu þeir tekiö að sér ýmis þjónustuhlut- verk — það gæti veriö hluti af þeirra heildarstarfi. En þá segja sumir, aö þeir verði að fá að hafa einhver launuð aukastörf, þvl hver lifir af sinu aðalstarfi? Hér I háskólanum hefur yfirvinna ekki veriö greidd aö neinu ráöi og ef settar væru einhverjar hömlur á kennara varöandi aukastörf, er ég hræddur um aö margir myndu reyna. aö leita eitthvaö annað. En þetta er meira en háskólavanda- mál. Þetta er þjóðfélagsvanda- mál. Spurningin er, hvort menn eigi eingöngu að starfa innan sinnar stofnunar, eöa starfa þar ákveöinn hluta dags og afla sér svo aukatekna utan hennar. Ég treysti mér ekki til aö dæma um, hvor leiöin sé betri, en tel mig þó hafa þá reynslu að það getur ver- iþ svolltiö þreytandi aö hláupa á milli margra staba”. „A upptalningu um nefnda- og félagsstörf, sem þú hefur tekið þátt I sést, að þú hefur mátt hafa þig allan viö aö hlaupa. Tekur þetta ekki glfurlegan tlma?” „Jú og þaö verður oft lltiíl timi til aö sinna fjölskyldunni og áhugamálum. En einhvern veg- inn hefur mér tekizt aö flækja mér inn I allt mögulegt — þetta er llklega arfleifö frá þeim tíma, er ég var á Hagstofunni, en þá var stööugt verið aö demba á mann nefndastörfum. Stundum finnst mér ég vera I allt of mörgu og losa mig þá viö all.t, en svo byrjar maöur aö gefa litla puttann og fyrr. en varir er maður búinn aö gefa alla hendina og þá er kominn tlmi til að draga I land aftur. Nú, meöan ég gegni rektorsstarfi, verö ég aö reyna aö draga I land”. Hreyfanleiki óviða jafn nauðsynlegur og meðal háskóla- kennara „En hvaö verður að rektors- tlmabilinu loknu? Heldurðu að þú veröir ánægöur I háskólanuirí eöá breytir til?” „Ég er ekkert feiminn við aö endurtaka það, sem ég sagði við nokkra kennara, þegar ég kom hingab 1967, um aö þótt ég væri kominn hingaö inn, væri ég alls ekki búinn aö slá þvi föstu, að ég yröi hér til lifstiðar. Min skoðun er sú að óvlða sé hreyfanleiki jafn nauösynlegur og meðal háskóla- kennara. 1 hverri deild verða jafnan að v^ra ungir menn, sem eru meö þaö nýjasta I sinni grein. En þaö veröa llka að vera gamlir, rótgrónir kennarar, til að skapa nauðsynlega festu. Til þess að hægt sé aö taka nýja menn inn, þarf að vera visst útflæði, og þá er spurningin, hvert þessir menn eigi að fara? Hér kem ég að máli, sem ég hef oft rætt I minni deild, þ.e. um hreyfanleika I starfi. Ég tel að þaö væri mjög æskilegt að innan opinbera kerfisins, og reyndar einnig hjá einkafyrir- tækjum, væri meiri hreyfanleiki en nú er. Það getur hvorki verið gott fyrir kerfið né einstakling- inn, að ungir menn, sem komast I háarstöður innan við þrltugt, sitji þar alla ævi. Þeir þurfa þó auðvit- aö aö verá þaö lengi að þeir geri gagn. Mln skoðun er sú, að það væri æskilegt að menn skiptu um starf svona tvisvar til þrisvar á ævinni”. „Er skýringin á þvi aö háskóla- kennarar sitja oft eins lengi I stööum sínum og raun ber vitni þá sú, aö þeir hafi ekki I önnur hús aö venda?” „Ofter þaö vafalaust svo. Menn verba mjög sérhæfðir hér og geta I mörgum tilfellum ekki fengið störf við sitt hæfi annars staðar, þótt þaö fari auðvitað mikið eftir gréinum. Ég er alveg viss um, að margir af kennurum háskólans vildu gjarnan, þegar þeir eru komnir um eða yfir miöjan aldur, geta horfið frá kennslunni og helgaö sig einhverju ööru, fen þeir hafa ekki tök á þvi. Þetta er áreiöanlega talsvert sálfræðilegt vandamál. Og ekki bætir úr að kennarar hafa haft mjög litla möguleika á endurhæfingu. Þaö eru engin ákvæöi um aö háskóla- kennarar geti fengið frl á launum til rannsókna eöa endurhæfingar, eins óg til dæmis barnakennarar geta fengið. Hér eru þvi fjölmarg- ir kennarar, sem búnir eru aö vera I 20 eða 30 ár og hafa aldrei ■ fengið frí, til að kynna sér nýjungar I slnum greinum. A síð- ustu árum höfum viö þó fengiö fjárveitingu, sem nægir til þess aö 2 eöa 3 kennarar geta á hverju ári fengið frí á fúllum launum, en fríiö er háö samþykki iríennta- málaráöherra. Þégar fastir kenn- arar sru 110 sést aö þetta dugir skammt”. „Stendur ekki til aö gera eitt- hvaö^I þessu?” „Viö ecum búnir aö samþykkja Iháskólaráðistofnun sjóös, sem á 46 VIKAN 14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.