Vikan


Vikan - 22.05.1974, Side 28

Vikan - 22.05.1974, Side 28
sttilkur, sem hafa viljað koma til að vera yfir sumarið, en i þvi væri litil hjálp, þvi þá yrði ég að byrja að leita á ný i haust. — Ég hefði helzt viljað fá islenzka stúlku aft- ur, þvi mig langar til þess að strákarnir læri eitthvað i islenzku og sjálfri veitir mér ekki af aö tala hana til að halda henni við. Þörfin fyrir barnagæzlu ætti nú reyndar bráðum að fara að minnka hjá mér, þvi við erum að byggja einbýlishús á yndislegum stað i úthverfi Graz. Þar fáum við stóra lóð, þar sem drengirnir geta leikið sér, án þess að stöðugt þurfi að fylgjast með þeim. Eftir að hafa séð hve vel þeir una sér i spýtnadrasli og grjóti er ég að hugsa um að útbúa smá ruslahorn fyrir þá i garðinum, þótt það verði tæplega vel séð, þvi Graz- búar eru alveg sérstaklega hrein- legir og snyrtilegir með sjálfa sig og umhverfið”. ,,Þú sagðist hafa kynnzt manni þinum i skiðaferð. Ertu mikil skfðakona?” ,,Ég hafði aldrei farið á skiði, þegar ég fór til Zurs, veturinn 1968. En siðan hef ég farið hvenær sem ég hef getað. I nágrenni Graz er mikið og gott skiðaland og við skreppum oft með strákána á skiði yfir daginn og ef Fredi getur tekið sér fri meira en einn dag, dveljumst við gjarna á einhverj- um skemmtilegum skiðastað i nokkra daga. Auk skiðaiðkana er ég nú farin að leika tennis og golf, leik golf á sumrin og tennis allt árið um kring. Það er afskaplega hressandi”. „Hefur þú unnið eitthvað sem ljósmyndafyrirsæta, eftir að þú fluttist til Austurrikis?” „Nei, ég hef alveg lagt það á hilluna. 1 Graz er ekki um neitt slikt að ræða og til Vinar langar mig ekki aö sækja vinnu. Ef ég hefði haldið áfram á sömu linu og ég var, hefði það þýtt stöðug ferðalög og þau samræmast að mlnum dómi alls ekki hjónabandi og heimilislifi. Ég var farin að þreytast á þessum sifelldu ferða- lögum og þvi ósköp fegin að geta hætt. En þetta má þó ekki skilja svo að ég hafi ekki lengur ánægju af að ferðast. Mér finnst ennþá ákaflega gaman að ferðast, en nú sem ferðamaður i frii. Ég fer mikið með Fredi i innkaupaferð- ir, til dæmis til Parisar og London og held þannig sambandi við vini og staði, sem mér eru kærir. Auk þess skreppum við oft til Italiu, bæði að gamni okkar og þegar Fredi þarf að fara þangað vegna viðskipta sinna. Graz er skammt frá landamærum Italiu og þvi hægt að skreppa þangað yfir dag- inn, ef i það fer”. „Hvernig finnst þér nú að lita til baka yfir fyrirsætuárin? Myndirðu fara útá sömu braut, ef þú værir 17 ára og hefðir sömu tækifæri og þú hafðir?” „Já, alveg hiklaust, Mér finnst þetta hafa verið sannkallað óska- starf og ég er afskaplega ánægð með að hafa fengið þau tækifæri, sem ég fékk. Ég hef getað ferðazt, séð migum og fengið gott kaup og þannig getað veitt mér margt, sem ég hefði annars ekki getað. En fyrirsætustarfið er enginn Anton Ingvar og Alexander Björn nutu sólskinsdaganna um miöjan marz og kunnu bezt viö sig I gömlum tréstiga viö snúrustaurana hennar ömmu I Skerjafiröi. dans á rósum, eins og sumir virð- ast halda. Það er eins með það og önnur störf. ef maður ætlar að ná góðum árangri þannig að maður sjálfur og vinnuveitandinn séu ánægðir, verður maður að leggja sig allan fram. Vinnudagurinn er oft langur og strangur, en það er engum vorkunn meðan' hann er ungur og friskur og eftir þessu mun ég aldrei sjá”. Hyggstu þá halda þig alveg við barnagæzlu og búsýslu næstu árin — eða fá þér jafnframt einhverja vinnu?” „Ég er alltaf til i að vinna smá- vegis, ef það er eitthvaö, sem ég hef áhuga á og ef hægt er að sam- ræma það heimilislifinu og störf- um mannsins mins. Þannig hef ég komið fram i tveimur kynningar- kvikmyndum, annarri um Graz en hinni um Karnten, sem er frægur ferða ma nnasta ður . Ástæðan fyrir þvi að ég tók þátt i þessu var eingöngu sú, aö mig langaði til þess að vinna með fólk- inu, sem gerði kvikmyndirnar. Þetta er ungt og mjög duglegt fólk og afskaplega gaman að vinna með þvi. Ég er I báðum myndunum frá upphafi til enda, en myndirnar eru gerðar á mjög nýstárlegan hátt og ólikar flest- um venjulegum kynningarmynd- um. Fyrri myndin er þegar búin að fá þrenn alþjóðleg verðlaun og siðari var, þegar ég siðast vissi, búin að fá ein verðlaun”. „1 þessum myndum átt þú vafalaust að vera hin dæmigerða austurriska stúlka. 1 Danmörku varst þú oft talin dösnk, en hvað finnst þér sjálfri?” „Mér finnst ég aldrei vera ann- að en islenzk. En ég hef kunnað vel við mig á flestum þeim stöö- um, sem ég hef dvalizt á. Og nú á ég heima i Austurriki og vil þvi gera mitt bezta til að vera góður ibúi Austurrikis, þótt ég haldi að mér eigi tæplega eftir að finnast ég vera austurrlsk”. 28 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.