Vikan - 22.05.1974, Side 29
Grasalæknirinn
framhald af bls. 13
ARRID
Arrid extra dry svitaspray sér fyrir óskum allra:
Þurrt spray meö ilmi (rautt lok), þurrt spray án ilmefna (blátt lok), fyrir viö-
kvæma húö (grátt lok). Kaupið Arrit svitaspray strax í dag.
aiui-jierspir t'\'»>i> v
itfodorant - 1 '
ÍHll-|M'lNpÍ
(It’mlora
i&GRAHS
vitm
i:\TKA 1)R)
OaiiNSCENTffi
anii-|M*rs|)iniiii
JOCMKÍ
Umboösmenn Kristjánsson h/f simar 14878 — 12800
— Já, auðvitað, sagði hann. —
Og Indiána-rótarmeðalið hefur
aldrei brugðizt, en aftur á móti
hafa önnur meðöl....
— Á ég að fara úr öllu ....?
— Já, vitanlega. Þar sem ég er
doktor i læknavisindum, áuk
margs annars, verð ég að hafa al-
gjörlega frjálsar hendur. Ef þú
þorir ekki að leggja þig algjör-
lega i minar hendur væri það
kannski betra. að ég ....
— Æ nei, farið þér ekki! æpti
Effie.og dró hann til sin aftur.
— Þér vitið, að ég ber fullt
traust til kunnáttu yðar, og veit,
að þér munduð ekki ....
— Mundi ekki hvað? sagði hann
og leit enn niður á hana.
— Æ, prófessor Eaton, ég erekki
annað en ung stelpa.
— Nú jæja, sagði hann. Ef þú
ert reiðubúin til að leggja þig al-
gjörlega i minar hendur, get ég
haldið áfram með rannsókn
mina. Að öðrum kosti ....
- Æ, ég var bara að striða
yður. prófessor Eaton, sagði Effie
og þrýsti hönd hans. — Auðvitað
treysti ég yður. Þér eruð svo
sterkur maður og munduð aldrei
fara að neyta aflsmunar við veik-
byggða unga stúlku eins og rhig.
Ef þér ekki gættuð min. mundi ég
hlaupa burt með sjálfa mig.
— Vitanlega, sagöi hann. — Ef
þér nú viljið halda áfram að fara
úr....
— Það er ekki annað eftir en
þetta, prófessor Eaton. Eruð þér
viss um, að þetta sé allt í lagi ....?
— Að sjálfsögðu.
— En mér finnst bara ég vera
svo ...ber.
— Það er ekki nema eðlileg til-
finning, sagði hann og reyndi að
hugga hana. — Ung stúlka, sem
hefur aldrei reynt ....
— Reynt hvað?
— Já .... eins og ég var að segja
— Þér gerið mig eitthvað svo ...
skritna. Eruð þér vissum ...?
— Alveg hárviss.
Mér hefur aldrei liðið svona
áður. Það er rétt eins og ....
— Leggðu þig algjörlega i min-
ar hendur, stúlka min, og ég lofa
þér þvi, að ekkert skal ....
En nú var hurðinni hrundið upp
fyrirvaralaust og Burke, bróðir
Effie kom inn. Burke var lög-
regluþjónn þorpsins.
— Er maturinn til, Effie? sagöi
Burke, þar sem hann stóð i
dyrunum og varð aö venja augun
i sér við hálfrökkrið i stofunni.
— Klukkan er orðin korter yfir
tólf og ....
Burke þagnaði i miðri setningu
og glápti á þau Effie og Eaton
prófessor. Effie rak upp vein og
ýtti prófessornum frá sér. Hann
stóð upp og svo stóð hann þarna
hjá sófanum og leit fyrst á Burke
og siðan á Effie. Hann vissi
ekki, hvað hann átti til bragðs að
taka. Effie seildist eftir flikunum,
sem hún hafði fleygt frá sér.
Prófesorinn laut niður, tók ein-
hverja flik og fleygði i hana.
■ Snögglega fannst Eaton
prófessor sem stofan væri orðin
albjört.
— Ja, nú dámar mér .ekki!
sagði Burke.og gekk hægt yfir
gólfið. Skammbyssuhylkið hans
hékk á hægri mjöðminni og
dinglaði með hverju skrefi sem
hann gekk. — Ja, nú detta mér
allar dauðar lýs úr höfði!
Eaton prófessor steig fyrst i
annan fótinn og siðan i hinn. Hann
var milli Effie og bróður hennar
og alveg i vandræðum með,
hvernig hann ætti að hreyfa sig úr
stað. Hann óskaði þess eins að
vera kominn eins langt burt frá
Effie og mögulegt væri. Og hann
vonaði að þurfa ekki að horfa á
hana fyrr en hún væri orðín al-
klædd aftur.
Burke steig fram og ýtti
prófessornum frá. Hann leit fyrst
á Effie og siðan á grasalækninn,
en gaf ekkert til kynna, hvað hann
hefði i hyggju að gera.
Prófessorinn steig nú i hinn fót-
inn og Burke bar höndina að
skammbyssuhylkinu og þreifaði
eftir skeftipu, sem stóð upp úr.
Effie smellti lásnælu i og tók
sér stöðu milli þeirra. Hún var nú
ekki alklædd enn, en þó sið -
samlega.
— Hvað ætlarðu að gera
Burke? sagði hún.
— Það fer nú allt eftir þvi, hvað
prófessorinn ætlar að gera, sagði
Burke og fitlaði enn viö skamm-
byssuna. — Hvað ætlar prófessor-
inn að gera?
— Ég ætlaði nú ekki að opinbera
trúlofun okkar og komandi gift-
ingu alveg strax, sagði prófessor-
inn, — en úr þvi að við ætlum
mjög bráðlega að gifta okkur,
ætti Bróðir Effie að fá að vita um
það fyrstur manna.
— Þakka yður fyrir að segja
mér það, prófessor, sagði Burke.
— Og það ætti helzt ekki að drag-
ast neitt verulega.
Effie hljóp til prófessorsins og
faðmaði hann að sér.
— Er þér virkilega alvara,
prófessor Eaton? Ó, ég er svo
hamingjusöm, að ég kann mér
engin læti. En hversvegna
ságðirðu mér ekki strax, að þú
vildir virkilega eiga mig? Er þér
virkilega alvara, prófessor
Eaton?
— Já, þú getur bölvað þér uppá,
að honum er alvara, sagði Burke.
— ó, ég er hamingjusamasta
stúlka i öllu Rawleyþorpi, æpti
Effie og þrýsti -kinninni að
gúmmiflibba prófessorsins. —
Framhald á bls. 37