Vikan - 22.05.1974, Síða 36
Gata í London
framhald af bls. 11
heföi allt Veriö i lagi. Þá hefði hún
einfaldlega getað labbað inn á
lögreglustööina og viðurkennt, að
hún hefði svikið undan skatti.
Henni hafði ekkí verið þetta ljóst,
fyrr en nú. Hún hefði þá kannski
lent I fangelsi, en það var líklega
réttlátt.
En hún var ekki ein. Hvað yrði
um Letty og Tibby, ef hún yrði
sett i fangelsi. Svo var það annað,
sem drengurinn hafði bent henni
á, Letty var eldri, það var hún
sem bar ábyrgðina. Það yrði þvi
Letty, sem færi i fangelsi.
Annað kvöld átti hún að hitta
drenginn. Þegar hún færi út til að
kalla á Tibby, átti hún að læðast
niður aö rústinum. Þá átti hún að
afhenda honum megnið af þeim
peningum, sem hún fékk fyrir
húsaleiguna þá um kvöldið.
Það yrði erfitt að venja sig við,
að hafa svona miklu minni þen-
inga. Hvað átti húnJika að segja
Letty, hvernig átti hún að útskýra
þaðfyrir henni, hvers vegna ekki
væri hægt að kaupa vinarbrauð
með teinu? Og hvað átti hún að
s,egja, þegar Letty spyrði hana
hvers vegna hún hefði ekki keypt
hlýju ullarsokkana, sem þær
höfðu svo lengi taláð um? En það
var samt allt betra en að eiga von
á þvi að lögreglan berði að dyrum
hjá þeim.
Þegar hún opnaði útidyrnar,
íangaði hana mest til að gráta. En
hún rétti úr sér og reyndi að
brósá, þegar hún opnaði og Letty
béið hennar við dyrnar.
Hver dagurinn varð öðrum
lengri og Sid átti alltaf verra með
að harka af sér biðina á daginn,
biðina eftir myrkrinu. Þá fóru all-
ar stúlkurnar og nokkru siðar
slökkti Della öll ljós. Að lokum
heyrði hann haltrandi fótatak
Bills, þegar hann gekk út.
En það sem bjargaði þvi, að
hann varð ekki galinn af þessari
inniveru, var efsta þrepið, þar
sem hann gat hlustað eftir öllu
sem gerðist I verksmiðjunni,
hugsaði Sid. 1 hvert sinn, sem vél-
arnar voru stöðvaðar, eins og i
matarhléum, þá læddist hann
fram, lagðist á kné og var með
eyrun á stilkum..... Frank gat
blaörað um hættuna, sem gæti
verið þessu samfara svo lengi
sem hann víldi.... Sid var sama.
Hann ætlaði sér að komast að öllu
sem hægt var.
Hann heyrði auðvitað masiö i
stúlkunum og bjánalegt flissiö.
En það hlaut að koma að þvi, að
hann gæti fræðst um eitthvað,
sem kæmi að góðum notum. Ef
hann notaði athyglisgáfuna og
gæti raðað saman ýmsu, sem
hanh heyrði, þá gátu það verið
mikilvægar upplýsingar.
Frank hafði sagt honum að
stúlkurnar væru nokkuð mas-
gefnar. enda leið ekki á löngu,
þangað til Sid var orðinn svo
kunnugur þarna i Laburnum
Street, eins og að hann væri fædd-
ur þar og uppalinn.
En þegar vélarnar fóru aftur af
36 VIKAN 21. TBL.
stað, þá heyrði hann ekki hvað
þær sögðu fyrir vélaskrölti. Þá
var hann vanur að fara upp aftur
og hugleiða það sem hann hafði
heyrt.
Ein stúlkan hafði talað um ungu
' hjónin, sem áttu sælgætisbúðina
viðhliðina á sfcósmiðnum, að þau
hefðu unnið vikuferð til útlanda i
happdrætti og að þau ætluðu bara
að loka búðinnr á meðan. Hann
notaði sér það, komst inn i búðina
gegnum glugga á bakhliðinni.
Þar fann hann fimm pund i skúffu
og svo fyllti hann vasa sina af
súkkulaði.
Honum fannst lika kominn timi
til þess að ganga betur að tóbaks-
salanum. Hann hafði nefnilega
heyrt þvi fleygt, að gamli maður-
inn hefði fengið gott tilboð i verzl-
unina, sem sennilegt var að hann
gengi að. Hann myndi þá liklega
allt til vinna, að fyrirtækið fengi
ekki svo vont orð á sig, að kaup-
endur drægju sig i hlé á siðustu
stundu. Það hlaut að vera hættu-
laust, að heimta af honum fimm
pund, — kannski meira.
Sid fannst hann vera fæddur til
stórræða. Hann ætlaði sér að
verða foringi fyrir sinni eigin
kliku, þegar fram liðu stundir. Þá
gat.hann sjálfur ráðið og skipað
fyrir. Hann skyldi svei mér láta
klfku Tubbys verða sem bar'na-
leikvöll, samanborðið við það,
sem hann ætlaði sjálfur að fram-
kvæma.
Að visu hafði hann orðið fyrir
smávegis-óhöppum, eins og þetta
með vörubilinn. En yfirleitt hafði
allt gengið ljómandi vel og hann
varekki i neinum vafa um að lán-
ið myndi leika við hann. Eins og
þegar hann sá glitta i eitthvað
gyllt fyrir utan tóbaksbúðina og
sá að það var varalitur. Hann var
ekki lengi að notfæra sér hann, —
teiknaði stóran hring með honum
á gluggann hjá Kolinski. Annað
gerði hann ekki i það skiptið, en i
næsta sinn, sem hann hitti hann,
sagði hann, að það væri jafn auð-
velt að brjóta rúðu, eins og að
teikna á hana hring. Þetta gerði
hann til þess að minna karlinn á,
aö hættan væri á hverju leiti....
Og svo voru það viðskipti hans
við gömlu konuna, ungfrú Potter,
þar hafði hann sannarlega heppn-
ina með sér. Hann hafði heyrt
stúlkurnar i verksmiðjunni tala
um að tvær þeirra leigðu hjá
gömlu konunum og svo.sá hann
þær opna með sinum eigin lykli.
Þar sem hann vissi hverjir
bjuggu i Laburnum Street, kom
þetta honum einkennilega fyrir
sjónir. Þegar hann nefndi þetta
við Frank, hafði hann sagt, að
þær leigðu hjá gömlu konunum.
— Húsið, sem þær bjuggu i var
rifið. Það var reyndar mamma,
sem stakk upp á þvi við þær, að
þær töluðu við gömlu konurnar.
Þær höfðu svo litið fyrir sig að
leggja, en höfðu fleiri herbergi en
þær þurftu að nota, svo mömmu
fannst...
Sid hafði ekki mikinn áhuga á
þvi sem mömmu fannst. Hann
var orðinn hundleiður á þessu
kjartæði um mömmu, Dorrie og
pabba. Frank var si og æ að
blaðra um það, að einn góðan
veðurdag ætlaði hann að kauþa
stórt hús með stórum garði handa
fjölskyldunni. En það var þetta
með gömlu konurnar, sem höfðu
leigt út herbergi — þar var
kannski eitthvað að athuga. Það
var ósennilegt að þær hefðu hugs-
aðum lagalegu hliðina. Hann gat
sennilega fyllt þær af alis konar
kjaftæði, þvi að lfklega voru þær
trúgjarnar. Enda stóð ekki á þvi,
ungfrú Jenny gleypti allt sem
hann sagði hrátt, þegar hann lýsti
þvi fyrir henni, hvað gert væri við
fólk, sem sviki undan skatti og
færi á bak við lögin. Hann varð að
stilla sig, til að fara ekki að hlæja.
Beth þrammaði heim á leið og
var i þungum þönkum. Hún var
að hugsa um sjúklingana sina.
Nýfædda barnið hennar frú King,
þyngdist ekki sem skyldi. Hún
haföi lika áhyggjur af gömlu kon-
unum. Sú eldri, sem hafði dottið
niður stiganu, var ^ð jafna sig, en
ungfrú Jenny var eitthvað svo
einkennileg, alltaf náföl og
hræðsluleg á svipinn.
Þegi. r hún sá Bill koma haltr-
andi fr, verksmiðjunni, hurfu
áii ggjui hennar eins og dögg
f.> riv sólu. Peth veifaði til hans.
Hún varð allt i einu svo hress og
glöð.
Hann sagði þurrlega: — Ég
vona að þú fyrirgefir mér, en nú
er komið babb i bátinn, ég get
ekki farið i þetta ferðalag á
sunnudaginn, eins og við vorum
búin að ákveða.
Hún brosti og svaraði: — Það er
ekki nauðsynlegt að biðjast af-
sökunar á þvi. Ég hefði heldur
ekki átt að samþykkja það, — ég
hefi sjálf allt of mikið að gera.
Hann tautaði eitthvað um, að
þau gætu farið seinna og hún
sagði að það gæti verið gaman.
Hún fór inn til sin og iokaði á
eftir sér. Þegar hún var búin að
klæða sig úr einkennisbúningnum
og komin i notalegan innislopp,
gekk hún út að glugganum og leit
út á götuna.
Það var ekki uppörvandi. Hún
sá kranabilana við húsatóftírnar
og i þokunni voru þeir eins og
skuggaleg fornaldardýr.
Hún dró fyrir gluggann og sett-
ist við arininn.
Þetta dumbuhgsveður var
sannarlega ekki til að gera manni
glatt I geði. Hún.var liklega ekki
sú eina, sem var i leiðindaskapi.
Það gat ekki verið neitt persónu-
legt — aðeins veðrið.
Það var heldur' ekki nein á-
stæða til að vera i vondu skapi,
þótt maður, sem hún þekkti litið,
hefði sagt, að hann hefði ekki
tima til að hitta hana um helgina-.
Tommy blés i kaun og stappaði
niður fótunum, til að halda á sér
hita. Hann reyndi að hugsa sér,
að það væri aðeins kuldinn, sem
amaöi að honum, vegna þess. að
hann vildi alls ekki viðurkenna
fyrir sjálfum sér, að hann væri
hræddur.
Hann hafði aldrei áður verið
hræddur þarna i tóftunum, þótt
hann væri þar einn með Depli á
kvöldin. Hundurinn var svo á-
nægður, að fá að hlaupa þarna
um. En nú var það einhver, sem
hann átti að hitta þarna og það
var allt annað mál.
Hann stóö grafkyrr við húsiö,
sem var rifiö að hálfu og hlustaöi.
Það var eins og Depill væri líka
eitthvað órór og Tommy hafði það
á tilfinningunni, að strákurinn
væri kominn á staðinn.
Depill urraði lágt. Það heyrðist
lika dauft hljóð innan úr tóftun-
um. Svo heyrðist röddin: — Heyr-
ir þú til min?
— Já, en getur þú ekki komið
út, til að....
— Hefurðu ennþá áhuga á þvi,
að vita hver ók á hundinn þinn?
— Já, að sjálfsögðu. Þú lofaðir
að segja mér...
— Málið er nú ekki svo einfalt.
Ég hitti náunga, sem veit það, en
kærir sig ekki um að segja frá
þvi. Áttu nokkra peninga?
— Ekki neitt að ráði, aðeins
það sem ég vinn mér inn með þvi
að bera út blöð.
— Geturðu lagt fram fimm
pund?
— Það tekur mig eina eða tvær
vikur. En hvernig á ég að vita að
þú sért ekki að gabba mig?
Hvernig veiztu að þessi náungi
hafi séð þann sem ók vörubiln-
um?
— Hann bjóst nú við að þú
myndir segja þetta. Þess vegna
baöhann mig að spyrja þig, hvort
náunginn hafi ekki verið litill og
dökkhærður. Er það rétt?
— Já, en þaðeru nú til þúsundir
af...
— O, hættu þessu kjaftæði, tók
röddin fram i fyrir honum og það
var auðheyrt að sá, sem inni var,
var orðinn ergilegur. — Annað
hvort hefur þú áhuga á að vita
hver ók á hundinn þinn, eða þú
hefur það ekki. Ef þú getur náð i
fimm pund fyrir lok næstu viku,
færö þú að vita hver gerði það og
lika hvar þú getur fundið'hann.
— Ég held þú sért að narra út
úr mér peninga. Ég ætti lfklega
heldur að fara til lögreglunnar.
Röddin var kæruleysisleg. —
Jæja, ef þú vilt heldur hafa þaö
þannig, þá....
Tommy hugsaði sig um. Þetta
gæti verið sniðugt hjá honum, aö
næla sér I fimm þund á þennan
hátt. En svo gat það lika verið, að
eitthvað væri að marka þetta.
— Allt i lagi, sagði hann lágt, —
siðast i næstu viku.
Hann var hugsandi, þegar hann
gekk heim á leið og alls ekki viss
um að hann hefði gert rétt. Þetta
var allt eitthvað svo flókíð, eigin-
lega likast þvi að þetta hefði gerzt
i einhverjum reyfara. En það gat
samt verið að'röddin heföi sagt
satt. Tommy var i miklum vafa
um það, hvað hann ætti að gera.
Hann vissi, aö öruggast væri að
fara til lögreglunnar, vegna þess,
að ef einhver vissi hver heföi stol-
ið vörubilnutn hans Talbots
gamla, þá ætti lögreglan aö fá að
vita það. En billinn haföi fundist i
öngstræti þarna i hverfinu, rétt
hjá Elephant og Castle.
Dorrie valdi fjögur jótakort. —
Þaö verða átta shillingar, sagöi
Kolinski. Hann haföi fylgst vel
með King-börnunum i uppvexti