Vikan - 11.09.1974, Síða 6
Blómabúö Eriks Benngs var upp-
haflega hanzkaverzlun, en er nú
þekkt fyrir stórkostlega blóm-
vendi slna. Þaö eru engir venju-
legir vendir, heldur eru þeir úr
þurrkuðum blómum frá Fjóni.
■ ■
í Krónprinsgötu er ein af elztu
búðum Evrópu, a.m.k. sú eina,
sem verzlar eingöngu meö te.
Tegundirnar, sem þar er boöið
upp á, skipta hundruðum.
i Boutique Viveka er hægt að
kaupa handunnar danskar brúður
fyrir 11-22 krónur — danskar að
sjálfsögðu.
r ■ ■
Hafið þið hugsað ykkur að skreppa til
Kaupmannahafnar á næstunni? Þið skul-
uð ekki gera því skóna að geta ráfað þar
um hugsunarlaust i heilsubætandi iðju-
leysi. Til þess eru aðrir staðir betri. En
þar sem ýmiss konar framandi áhrif geta
einnig endurnært þreyttar taugar, þá
býður Kaupmannahöfn upp á marga
möguleika til að njóta hressandi og f jör-
legs sumarauka. Þar má jafnvel finna
ánægju i þvi að höndla þ.e.a.s. ef maður
ratar i réttu búðirnar.
1 Kaupmannahöfn er TIvoli og
Dyrehavsbakken fyrir þá, sem
jafnvel i frium sinum geta ekki
slitiö sig frá hringiðu lifsins,
En þar má einnig finna hljóð-
láta gleði fyrir þá, sem t.d. kunna
að meta frumlegt og smellið,
gamansamt og heillandi verzlun-
arlif. Við getum sagt i eitt skipti
fyrir öll, að Kaupmannahöfn er
ekki ódýr verzlunarborg. En ódýr
og ekki ódýr — það eru reyndar
ekki ailtaf verðmiðarnir, sem
skera úr um það. Það er lika til
nokkuð, sem heitir gleðin af að
eignast hlutina, ánægja af
skyndikaupum, minningin um
hvernig hlutanna var aflað, stað-
urinn og kringumstæðurnar. Við
ætlum að fara með ykkur i nokkr-
ar búðir, sem bera með sér sér-
stakan blæ og andrúmsloft, en eru
það miðsvæðis, að við getum litið
inn I þær allar á tiltölulega stutt-
um tima. An efa eru álika heill-
andi verzlanir einnig til I öðrum
hverfum, en við ætlum ekki langt
frá miðdepli stórborgarinnar og
byrjum búðarrölt okkar á Kong-
ens Nytorv. Þið þurfið áreiðan-
lega ekki á leiðsögumanni aö
halda til að komast þangað.
Ostabarinn er I Köbmagergade
32, og þar má fá ljúffenga osta
hvaðanæva úr heiminum.
Mmmm!
6 VIKAN 37. TBL.