Vikan - 11.09.1974, Síða 14
<skeði. Þá varð Peter svo ofsalega
reiður. Mér fannst leiðinlegt að ég
skyldi hafa skemmt stólinn og ég
biö ykkur innilega fyrirgefningar.
— Hvaða stóll var eyðilagður?
spurði Susan.
• — Ég sá hann nú ekki hérna
núna, sagði Anselm og skimaði i
kringum sig. —Ég býst við, að
Peter hafi sett hann til hliðar. En
hann var hérna. Hann var þarna
yfirfrá. Ég sat á gólfinu og lagði
handlegginn upp á sætið. Það
eina, sem ég man, er að hann var
blár...
• — Það er aðeins einn blár stóll
til á heimilinu og hann á að vera i
svefnherberginu minu, sagði
Susan. Henni þótti mjög vænt um
gamla flosstólinn, sem oft hafði
veitt henni hvild að loknum
erfiðum degi.
• — Þá hefur Peter komið honum
fyrir þar aftur! sagði Anselm og
virtist ánægður með það. —En
mér þykir afskaplega leiðinlegt,
að ég skyldi skera i sundur
setuna.
■ — Það þykir mér lika leiðin-
legt, sagði Susan. —Mér þykir
mjög vænt um þennan stól.
— Ég get, þvi miður, ekki gert
neitt annað en að biðja fyrir-
gefningar. Ég ætlaði sannarlega
ekki að gera þetta, en ég var að
veifa hnifnum minum. Anselm
náði i langan rýting einhvers
staðar innan úr fellingunum á
kufli sinum, —og það greip mig
svo ofsaleg bræði vegna hinna
undirokuðu i heiminum. Þið vitið
vel, að ekkert er gert i þessum
heimi, til að brúa raunverulega
þaö bil, sem er á milli auðugra og
snauðra, og ég hlýt að hafa rekið
hnifinn niður i stólinn, án þess að
mér væri ljóst, hvað ég væri að
gera. Þetta var einhverskonar
útrás!
• — Þaö getur alla hent, sagði
John rólega.
Susan leit á hann með gremju-
svip. Hann átti ekkert með, að
gera svona litið úr hlutunum,
hann var alltof umburðarlyndur.
Hann átti að minnsta kosti að
standa með henni.
— Þetta er góður hnifur! sagði
Anselm og gældi viö hnifinn með
grönnum fingrunum. —Þessi
vinur minn hefur foröað mér frá
mörgum háskanum, já og veitt
mér stundum máltfö.....
— Ég trúi þvi, að þetta sé góður
hnifur, sagði John. —En stóllinn
konunnar minnar var líka góður
stóll. Þeir eru báðir góðir
vinir,hnifurinn og stóllinn.
• — Ég get nú ekki fallizt á það,
aö skartlegur stóll sé eins vel til
vináttu fallinn og hnifurinn minn,
sagði Anselm, — en ég sé, að þér
eruð mér ekki sammála, frú
Ford.
■ — Það er ég sannarlega ekki,
sagði Susan.
Rétt i þessu voru dyrnar rifnar
upp á gátt. Susan fann fyrir
einhverju óþægilegu samblandi
af ótta, bliðu og aðdáun á þessum
manni, sem var hinn maðurinn I
lifi hennar. Hann var svo stór, já,
hann var fullorðinn og mjög
glæsilegur maður.
— Komið þið blessuð, bæöi tvö.
Ég er feginn að fá ykkur heim,
heil á húfi! Peter talaði mjög
hratt.
•* — Hvernig gekk þer að semja
við lögregluna? spurði John.
— Ég heyri að Anselm hefur
sagt ykkur allt af létta, sagði
Peter hranalega.
• — Þau spurðu mig, sagði
Anselm.
• — Og þú veizt, að Anselm er að
sumu leyti likur George Washing-
ton, sagði John.
— Þegar það hentar honum,
hvæsti Peter og hvessti augun á
vin sinn.
• — Jæja, hvað skeði?
■ — Ekkert, sagði Peter. — Ég
sagði þeim, að þessi vandræði
hefðu verið heimatilbúin og að
slikt myndi ekki koma fyrir aftur
og þeir trúðu mér. Hvað ert þú að
gera hér, Anselm? Ég skildi þig
eftir á bflastæðinu fyrir löngu sið-
an.
• — Já, en ég gleymdi gitarnum
minum, svo ég varð að snúa við,
til að sækja hann.
■ — Jæja, náðu þá I hann og
komdu þér svo i burtu, sagði Pet-
er önuglega. ,
Anselm var leiður á svipinn og
gekk i áttina til stigans. Peter
stundi.
• — Ég vildi ekki gera neitt veð-
ur út af þessu, meðan Perdita var
hér, Anselm, sagði hann, — en
mér þykir þetta leitt með Ind-
landsförina.
Anselm yppti öxlum.
■ — Nú, þú varöst ástfanginn og
fékkst þessa vinnu. Heimurinn
fór aö gera kröfur til þín..,.
• — Hvaða vinnu? spurði Susan.
Eitt af þvi, sem Peter átti að
gera, eöa haföi hugsað sér að
gera, meðan þau voru fjarver-
andi, var að hefja störf I liffræði,
en þaö var námssvið hans i há-
skólanum. En hvorugt foreldra
hans hafði trúað á, að hann flýtti
sér að komast I fast starf.
— Það er á rannsóknarstofu
borgarinnar. Ég fékk starfið,
vegna þess, að ég tók gott próf.
— Já, en þegar viö fórum,
fannst þér ómögulegt að vinna á
svoleiöis stöðum, sagði Susan.
— Ja, ég skipti um skoðun, er
það ekki mannlegt? spurði Peter
blátt áfram.
Nú heyrðist hávær stúlkurödd I
myrkrinu fyrir aftan Peter.
— Þú sagöir, að þú ætlaðir
aldrei að tala við Anselm framar!
Perdita stóð þar, eins og refsi-
nornin vjppmáluð, en svo dásam-
lega falleg. Gullið hárið hafði hún
bundið I hnút uppi á kollinum og
hún hélt á gömlum sóp I hendinni.
Hún var komin i gamlar galla-
buxur og peysu.
— Elskan min! sagði Peter.
— Snertu mig ekki! Perdita
bandaði honum frá sér, eins og
hún væri aðalpersónana I grisk-
um harmleik. — Ég gæti aldrei
gifzt manni, sem gengur á bak
orða sinna.
— Mamma, viltu segja Per-
ditu, að ég sé orðheldinn, það
veiztu aö ég er! hrópaöi Peter.
— Að sjálfsögðu, Perdita, þú
getur ábyggilega treyst oröum
hans, sagði Susan.
■ — Mæöur eru nú sjaldan dóm-
bærar á gerðir sona sinna, sagði
Perdita og það voru komnar vipr-
ur við munnvikin.
■ — Gráttu ekki, elskan! sagði
Peter I bænarróm.
■ — Ég hefi aðeins verið fjarver-
andi I klukkutima og þegar ég
kem aftur, þá er Anselm fyrsti
maöurinn sem ég sé. Ég geri þá
ráð fyrir, að þú ætlir að flækjast
til Indlands með honum eftir allt
saman!
• — Nei, það ætla ég sannarlega
ekki aö gera.
• — Það er liklega eitthvað
meira spennandi að rápa um Ind-
land þvert og endilangt innan um
þessar sveltandi milljónir, heldur
en að vera hér heima og kvænast
mér. Ég held þið ættuð að koma
ykkur af stað!
• — Hve oft á ég að segja þér, að
það stendur alls ekki til? tautaði
Peter reiðilega.
■ — Uss, uss, sussaði John á þau.
En þaö fylgdi þvi sá þungi, að
Perdita þagnaði, með hálfopinn
munninn og Anselm færði sig
hljóðlega niður i stigann.
Susan settist. — Það virðist
heilmikið hafa skeð, meðan við
vorum I burtu, sagði hún rólega.
■ — Þetta er skárra, sagði John.
Hann gekk til Perditu, þurrkaöi
varlega framan úr henni með
vasaklútnum sinum og kyssti
hana svo á gullinn kollinn.
• — Mér finnst dásamlegt að
heyra, aö þú skulir hafa leitt hug-
ann að þvi að giftast Peter, sagði
hann. — Ég vona lika, að þú sjáir
þér þaö fært, þrátt fyrir hátterni
hans. Ég get ekki á betra kosiö,
en aö fá þig fyrir tengdadóttur,
En til hvers ertu með þennan
sóp?
• — Ég kom til aö hjálpa Peter
að ræsta húsið, áður en þið kæm-
uð, sagði Perdita með titrandi
rödd, — en hann hringdi og bað
mig að koma ekki fyrr en eftir
klukkutlma. Hann....hann þurfti
að fara út...
• ' — Já, á lögreglustöðina, An-
selm sagði okkur það. Mér llkar
vel við Anselm, hann er svo
hreinskilinn.
• ' — Að sjálfsögðu likar þér vel
við Anselm, sagöi Peter. — Hann
er mjög einlægur og myndi á-
byggilega gefa þér sinn siðasta
skilding.
• — Jæja, mér likar alls ekki vel
við hann! sagði Perdita. — Hann
skar i sundur setuna á bláa, fall-
ega flosstólnum....
Susan þaut upp. — Það var nú
ekki bara einhver flosstóll, þetta
var stóllinn minn, sem ég hefi
mikið dálæti á.
■ — Það getur verið, að Anselm
segi aldrei ósatt, en hann getur
misskiliö hlutina, sagði Peter. —
Þetta var alls ekki stóllinn þinn,
mamma. Svefnherbergið ykkar
hefur veriö læst allan timann,
meðan þið voruð I burtu.
— Þakka þér fyrir, sagöi Sus-
an.
■ — Hvaða stól er þá verið að
tala um? spurði John.
— Stólinn okkar, sagði Perdita.
— Við Peter áttum og eigum
þennan stól. Peter keypti hann I
forngripaverzlun i dag, rétt fyrir
þetta svo kallaöa samkvæmi.
— Já, það var fyrsti hluturinn,
sem við eignuðumst sameigin-
lega, sagði Peter.
— Hann var mjög dýr og frá
Victoriutlmabilinu.
— Ég er hærddur um að ég hafi
sleppt mér, þegar ég sá hvernig
farið var með hann, sagði Peter.
— Já, við vorum lika lengi búin
að spar til að geta keypt hann,
sagði Perdita.
— Ég setti hann út i bilskúr. Ég
vildi losa þíg vib að sjá hann i
þessu ástandi, elskan.
Susan varð hugsað til svörtu
strikanna á eldhúsgólfinu og hún
brosti.
— Sæktu stólinn, Peter, sagði
John. — Við skulum líta á hann.
Ef hann er frá Victoriutlmabil-
inu, þá hefur hann liklega þolað
sitt af hverju og það verður senni-
lega ekki I fyrsta sinn, sem hann
fer I viðgerð.
— Já, við þekkjum mann, sem
geri r við gamla, verðmæta muni.
Hann rekur einskonar húsgagna-
sjúkrahús, sagði Suuan.
Susan og Peter fóru, arm I arm,
til að sækja stólinn. Anselm fór að
feta sig niður stigann með gitar-
inn i höndunum, og hann var
kominn niður i anddyrið, þegar
þau komu til baka með stólinn.
— Já, þetta er stóllinn. Ég
myndi þekkja hann aftur, hvar
sem væri, sagði hann glaðlega. —
Mér þykir leiðinlegt, að hafa ver-
iö ykkUr til óþæginda, bætti hann
við. Það er framorðið, ég þarf að
komast heim, en ég á ekki fyrir
farmiða.
Peter rétti honum peninga.
— Þú lætur mig heyra frá þér,
sagöi hann. — Mér þykir lika leitt,
ab hafa valdið þér vonbrigðum,
Anselm.
— Ég erfi það ekki við þig. An-
selm klappaði honum á öxlina. —
Ég hefi aldrei fengið þessa hreið-
urspest, en ég skil vel, að hún get-
ur verið bráð hættuleg.
Þau horfðu öll á eftir honum,
þegar hann gekk út.
— Abyrgðarleysi, frelsishug-
mynd, fjarlægur ómur musteris-
klukkna, allt þetta hvarf á braut
með honum. Fallegi blái flosstóll-
inn, hjúskapur, börn og allt sem
þaö stóð fyrir, varð eftir.
— Já, það er ekki hægt að fá
allt I þessu lifi. Það er leiðinlegt,
en samt er það nú staðreynd,
sagöi Susan og talaöi til þeirra
allra.
*
14 VIKAN 37. TBL,-