Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 29
2. atvik:
Maðurinn sekk-
ur sé. niður I
lestur blaðsins
meðan hann
biður þess, að
lestin leggi af
stað. Töskuna
hefur hann lagt
frá sér. Þarna
fá töskuþjófarn-
ir kærkomið
tækifæri og þeg-
ar maðurinn
hefur lokið
lestri blaðsins,
eru taskan og
þjófurinn á bak
og burt.
Þótt ýmsum þyki nóg um hraö-
an vöxt Reykjavikur og tali um
stórborgarvandamál i borginni,
er eitt vandamál stórborganna
svo til óþekkt hér: vasaþjófnað-
urinn. Slikur þjófnaður er tæpast
stundaður hér, en vegna tiðra
ferða Islendinga til útlanda og
stórborganna þar.er ekki úr vegi
að gefa nokkrar ráðleggingar um
varnir gegn vasaþjófum:
— Þegar þið setjist inn á knæpu
eða vinstofu til að fá ykkur hress-
ingu, hengið þá aldrei yfirhafnir
ykkar á stólbakið. Ef ekki er fata-
vörður á staðnum, haldið þá á yf-
irhöfnunum i fanginu.
— Ef þið eruð á bifreið, gætið
þess þá að skilja aldrei við hana
nema vandlega læsta og hafið
rúðurnar ætiö dregnar upp. Skilj-
ið aldrei nein verðmæti eftir i bif-
reiðum ykkar yfir nótt.
— Feröatékkar eru mjög vin-
sælir af vasaþjófum, og þið skul-
uð þvi gæta þeirra sérstaklega
vel. Skrifið aldrei undir þá, nema
þegar þið skiptiö þeim eða greið-
ið meö þeim.
— Geymið peningaveski aldrei
i rassvasa.
— Geymið peningaveski aldrei
i innkaupatöskum. Slikt er vasa-
þjófum og þeim, sem ætla sér að
gerast vasaþjófar, óskapleg
freisting.
— Hafiö handtöskur ykkar ætið
undir hendinni, eða haldið þeim
framan við ykkur, einkum þar
sem mannþröng er. Úrum og
skartgripum er oft stolið i þétt-
setnum strætisvögnum, án þess
að nokkur verði var viö.
3. atvik:
Þetta er gamalt
og notadrjúgt
bragð kven-
vasaþjófa og
skýrir sig sjálft.
4. atvik:
Leggið peninga-
veskið aldrei of-
an á innkaupa-
töskuna eða
strandtöskuna.
Slikt er allt of
freistandi.
5. atvik:
í aftursæti bils-
ins liggur jakki
og upp úr jakka-
vasanum gægist
seðlaveski.
Ökumaðurinn
er hvergi nærri,
og hafi hann
skilið eftir ör-
litla rifu á rúð-
unni, sér hann
seðlaveskið sitt
aldrei framar.
38. TBL. VIKAN 29