Vikan


Vikan - 12.12.1974, Síða 11

Vikan - 12.12.1974, Síða 11
tungumálakennslu og afþreying- artæki á borft viö kanasjónvarpiö. Þetta eru aö sjálfsögöu gerólikir hlutir. En þaö er best aö láta les- endum eftir umræöur um þetta mái. Nú er komiö fint lag á bréfa- skipti Atla og Erlu, þar sem þau skrifuöu bæöi f einu. Þakka þér annars, Erla, þessa skemmtilegu athugasemd i lok bréfsins sem ég má ekki birta. Jóakim Kæri Póstur! Allt er nú til og einnig þáð, að ég skuli nú setjast niður til að skrifa þér. En tilefnið er þáð, að ég hef tekið eftír þvi, að þú ert aö segja fólki merkingu nafna, og nú er ég ægilega forvitin um svoleiðis. Sérstaklega langar mig að vita, hvað tvö nöfn þýða, en það eru karlmannsnöfnin Magni og Jóa- kim. Mér finnst þau bæði alveg hræðilega ljót, en ég er svo óheppin að vera einmitt skotin 1 strákum, sem heita þetta. Eins væri gaman að vita, hvað kven- mannsnafnið Erna merkir. Ef þú leysir úr þessu fyrir mig, ertu alveg draumur. Þin einlæg, Erna Ég vil endilega vera alveg draumur i þinum augum, og hér kemur svariö: Magni merkir máttugur maöur, Jóakim er upp- haflega hebreska og þýöir Drott- inn dæmir. Erna er taliö vera dregiö af lýsingaroröinu ern, svo aö Erna þýöir hin erna, hressa. Þó er hugsaniegt, aö nafniö sé skylt fuglsheitinu örn. Þú segir, aö þér finnist nöfnin Magni og Jóakim alveg hræöilega Ijót, en sannaöu til, aö þér fer aö lika vel viö þau, ef þú kynnist strákunum vel og þykir vænt um þá. Mér finnst nöfn ekki skipta nokkru máli, aöeins manneskj- urnar, sem bera þau. Betri fyrir tíu árum? Hæ þú! Ég vil byrja á aö þakka fyrir allt gott efni i blaðinu. En ég var að fletta 10 ára gömlum Vikublöð- um um daginn, og einhvern veg- inn finnst mér miklu meira af góðu efni I þeim en nú. Hvaö segir þú um það? En ég ætla nú að koma mér að aöalerindinu, og það er I sam- bandi viö keppnina um Vorstúlku Vikunnar, sem var siðast liðið sumar. Þaö birtist einhvern tlma bréf frá lesanda, sem var óánægður með val ykkar á stúlk-. um í þessa keppni. Þú svaraðir þá, að þetta hefði alls ekki átt að vera nein keppni um fegurð. Ég er áskrifandi Vikunnar og var i sumar búin að fylla út atkvæða- seðilinn, sem var aldrei sendur. Ég kaus þá stúlku, sem mér þótti laglegust, en nú áttum við ekki eingöngu aö kjósa um það. Og þá kemur spurningin: Um hváð átt- um við að kjósa? A hvern hátt átt- um við að gera upp á milli stúlkn- anna? Mér er þetta auðvitaö ekk- ert hjartans mál, en langar nú samt til þess að fá svar. Og að lokum: Hvað lestu úr skriftinni? Með fyrirfram þökk. M. Gisli Sigurösson og kappar hans gleöjast áreiöanlega yfir þvi aö heyra álit þitt á blaöinu fyrir tiu árum. Viö, sem nú sköpum blaöiö, veröum bára aö bita á jaxlinn og reyna aö gera þér bet- ur til hæfis. Gallinn er bara sá, aö þú rökstyöur ekki skoöun þfna, gefur ekkert upp, hvers þú sakn- ar helst, eöa hvaö mætti missast aö þinum dómi. Þaö væri gaman aö heyra meira um þetta frá þér og fleirum. En þaö var þetta meö Vorstúlk- una. Svar mitt I 27. tbi. ætti aö vera nógu skýrt, en ég get svo sem endurtekið þaö. Keppnin um titilinn „Vorstúlka Vikunnar” er ekki feguröarsamkeppni i viður- kenndum skilningi, og lesendur ráöa auövitaö eftir hverju þeir fara, þegar þeir greiöa atkvæöi. En ég býst viö, aö flestir greiöi at- kvæöi sitt laglegustu stúlkunni aö þeirra dómi. Aðrir fara kannski eitthvaö eftir þeim upplýsingum, sem meö fylgdu. Ein var t.d 1 ballett, og önnur ætlaði aö fara aö reka gróöurhús. Mér finnst ekki fráleitt, aö einhverjir hafi kannski hugsaö sem svo: Nei sko, sú stutta ætlar bara aö fara aö reka gróöurhús! Hún á skiliö aö skreppa til Mallorka! Þetta er auövitaö bara dæmi, valið af handahófi, ég hef ekki minnstu hugmynd um, hvort nokkur hugs- aöi svona. Stúlkurnar voru sem sagt ekki eingöngu valdar meö tilliti til andlitsfrlöleika, heldur einnig eftir persónuleika, hæfi- leika og Ufsviöhorfa. Megintil- gangurinn var aö veita lesendum Vikunnar skemmtilegt efni, þvl flestir hafa gaman af aö kynnast frisklegum og aölaöandi stúlkum, þó ekki sé nema i máli og mynd- um. Skriftin bendir til heiöarleika og nákvæmni, sem þú þyrftir jafnvel aö varast aö láta veröa aö smámunasemi. BING &GR0NDAHL jólaplatti 1974 Gjöf, sem geymir minningar um gleöileg jol. RAMMACERON Hafnarstræti 19 Austurstræti 3 Hótel Loftleiðir Fyrir jólin Blórri/ aðventukransar/ skreytingar. Kransan krossar. Kerti og alls konar gjafavörur. BLÓMABÚÐIN FJGLA GOÐATÚNI 2 - GARÐAHREPPI - SÍMI44160 50. TBL. VIKAN I 1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.