Vikan - 12.12.1974, Page 16
Á hundadögunum 1809 kom hingað til
lands danskur maður að nafni Jörgen
Jurgensen og tök sér öll völd i landinu —
varð hæstráðandi til sjós og lands, eini
kóngurinn, sem setið hefur á íslandi.
Heldur varð stjórnartið hans endaslepp,
og siðan hann hraktist frá völdum höfum
við islendingar kallað hann Jörund
hundadagakonung. Kannski hljómar það
niðrandi, en þó er áreiðanlegt, að flest
okkar hafa einhverjar sérstakar taugar
til þessa ævintýramanns, sem vildi okkur
aðeins allt hið besta með valdaráni sinu á
íslandi — islensku byltingunni, eins og
hann kallar valdatöku sina i sjálfsævi-
sögu sinni.
Sjálfsævisögu sina skrifaði Jörundur
fyrir timaritið Van Diemens Lands —
Annual, þá kominn á efri ár og búinn að
vera lengi refsifangi i Tasmaniu. Ævi-
saga Jörundar lá svo i þagnargildi, uns
James Francis Hogan umskrifaði hana
tíl útgáfu i London árið 1891. 1 ævisög-
unni, sem nú er komin út á islensku undir
heitinu íslandskóngurinn, er margt fróð-
legt að finna um Jörund, eiginleika hans
og lundarfar og auðvitað öll ævintýrin,
sem hann lenti i á ferðum sinum um öll
heimsins höf. Til þess að gefa lesendum
Vikunnar örlitla nasasjón af skrifum Jiwr-
undar, fer hér á eftir upphaf sögu hans.
Teikningarnar, sem prýða kaflann, eru
eftir Jörund sjálfan.
l.KAFLI
Hver er hæfari til aö skrifa ævi-
sögu manns — en maöurinn sjálf-
ur? Nú er sóst mikiö eftir ævi-
sögum. Nú þárf engan Hómer til
aö gera Agamemnon ódauölegan,
þvi aö hvar gefur nú aö llta mann,
sem ekki er reiöubúinn til aö lof-
syngja sjálfan sig og róma sin
eigin verk — mann eins og mig,
sem léti þaö viögangast, aö
raunaleg en lærdómsrik örlög
hans yröu óþekkt og ógrátin um
aldur og ævi, eöa — eins og Hóras
segir — umlukin löngu og þöglu
næturmyrkri — illacrimabilis?
Nei! tJr þvl aö ég hef fengiö rúm i
Van Diemens Land Annual, eina
helgidómi og öruggu afdrepi mik-
ilhæfra manna, þvl eina West-
minster Abbey, sem áströlsk
landsvæöi geta hrósaö sér af, flýti
ég mér aö fylla þaö rúm, áöur en
mér meiri menn koma og taka
þaö af mér.
Merkilegt er, aö mikilvægasti
atburöurinn I ævi manna skuli
hvarvetna þurfa staöfestingar
annarra viö. Þó getur enginn bor-
iö á móti þeirri staöreynd, að ég
fæddist I borginni Kaupmanna-
höfn áriö 1780. Faðir minn, sem
var vel stæöur verksmiöjueigandi
og framleiddi stæröfræöiáhöld,
sendi mig snemma I skóla og þótt
ég segi sjálfur frá, var ég alls
ekki lélegur nemandi. Einu sinni
— ég gleymi því aldrei — tók einn
skólafélaga minna, stór og fyrir-
feröarmikill strákur, seiú ég
haföi hvaö eftir annaö boriö sig-
urorö af I skólanum, upp á þvl aö
skaprauna mér herfilega úti á
götu, þó aö hann væri helmingi
stærri en ég. Ég bauö honum þeg-
ar I staö fangbrögö.Ragmenniö sá
Sfvalaturn, sem var þarna I
grenndinni, standa opinn og I
þeirri sjálfsbyrgingslegu trú, aö
ég þyröi ekki aö elta hann þang-
aö, hljóp hann inn I turninn.
Kristján IV byggöi þennan turn
til stjörnuathugana og þótt hann
sé mjög hár, er hægt aö aka
upp I topp á honum eftir hring-
laga vegi, sem er svo jafnbrattur,
aö vagni er fært eftir honum.
Þarna upp hljóp andstæöingur
minn og ég á eftir eins hratt og
fætur toguöu. Þegar viö vorum aö
veröa komnir alla leiö, hverjum
mætum viö þá öörum en konung-
inum og einum ráöherra hans á
leiö niöur. 1 hita eltingaleiksins
þaut ég framhjá og vonaöi, að
þeir I vagninum veittu mér ekki
eftirtekt. Ég komst alla leiö upp
og réöist gegn andstæðingi mln-
um, en vegna þess hve móöur ég
var eftir hlaupin, átti hann I fullu
tré viö mig. örlögin höguöu þvl
þannig til, að þetta geröist daginn
fyrir opinber próf og verðlauna-
afhendingu I skólanum og þótt
kennarar minir væru hinir
ánægöustu meö frammistööu
mlna, varö ég af verölaununum
úr hendi ráðherrans, því að hann
var sá hinn sami og séö haföi óviö
urkvæmilega framkomu mlna I
Slvalaturni daginn áður.
Ég var oröinn fjórtán ^ra, þeg-
ar hin óviöjafnanlega Kristáns-
borgarhöll konungsins eyöilagöist
I hræöilegum eldsvoða. Eldtung-
urnar, sem stóöu út úr tröllauk-
inni byggingunni, fylltu unga sáí
mlna aödáun — svo hræöilegir
sem þeir þó voru. Meöan ég staröi
hugfanginn á eldinn, hvarflaöi
aldrei aö mér eyöileggingin, sem
hann olli. I náttmyrkrinu var
eldsvoöinn stórkostlegur á aö
horfa og ég naut þess aö sjá eld-
inn eyöileggja höllina. Loftin yfir
glæsilegum sölunum hrundu eitt
af ööru, án þess nokkur timi gæf-
ist til aö bjarga neinu af verö-
mætunum. Ég haföi gott útsýni og
sá þess vegna eyöileggingu stóra
riddarasalarins, þar sem mál-
verk af dönsku konungunum I
fullri llkamsstærö héngu á veggj-
unum og þegar léreftin uröu eld-
inum aö bráö, var eins og mynd-
irnar lifnuöu og væru loks lausar
úr langri fangavist á veggjunum.
Tjarnirnar og vötnin, sem eru allt
I kringum borginaLe_ndurköstuöu
dansandi logunum og jííku enn á
stórkostlega fegurð eldsvoöans.
Eldurinn geisaöi samfleytt I þrjá
sólarhringa og úr rústunum rauk
I meira en mánuö. Höllin stóö á ey
og þangaö varö ekki fariö nema
yfir vindubrýr. Þessi atburöur
fékk sérstakan blæ vegna hol-
lendinganna frá eynni Amager,
sem tóku þátt I árangurslausum
tilraununum til aö slökkva eldinn.
Fámennur innflytjendahópur frá
Hollandi haföi fengiö leyfi
Kristjáns II til aö setjast aö á
þessari litlu ey. Hún er rétt hjá
Kaupmannahöfn, og þó aö liöin
16 VIKAN 50. TþL.