Vikan


Vikan - 12.12.1974, Page 23

Vikan - 12.12.1974, Page 23
tuskukarl meö vefjáhjött á höföi, þar sem sagið streymdi út með hverjum saum, meðan hann elti tigrisdýr um Búlongskóg. — Og svo kom striðið, laxi. Það var mér mikill léttir og ég gerði allt sem ég gat til að týna lifinu, en ég sýndist vera ódrepandi. Eg tók boði um tign liðþjálfa af fyrstu gráðu i striðsbyrjun. 1 Argonneskógi fór ég með leifarn- ar af vélbyssuskyttuflokkvsem ég stýrði svo langt inn i eldlinuna, að hálfrar mflu autt svæði var til hvorrar hliðar við okkur. Þangað fram hafði fótgöngu-liðið ekki treyst sér til að sækja. Þarna þraukuðum við i tvo daga og tvær nætur, hundraö og þrjátiu menn með sextán Lewis-byssur, og þeg- ar fótgönguliöið að lokum brauzt til okkar, fundu þeir menn úr þrem þýzkum herflokkum i valn- um. Ég var hækkaður i tign og gerður að majór og heiðraður af herstjórnum allra rikja banda- manna, — jafnvel Montenegró, litla Montenegrö, þarna niðri við Adríahafið! Litla Montenegró! Röddin lýsti undrun og hann kinkaöi kolli — með bros á vör. Brosið bar vott um að hann mundi kannast við hina stormasömu. sögu Monte- negró og hefði samúð með hraustlegri baráttu þjóðar þess Reynslan er raunhæfust Hönnun LAMY-kúlupennans er frábær. Virðið LAMY vandlega fyrir yður, takið yður hann i hönd, og þér munuð verða sammála Alþjóðadómnefndinni, sem kvað upp þennan dóm um LAMY-kúlupennann: Hönnun er fráþær og framtiðarleg. LAMY-kúlupennar fást í 7 litum og 8 verðflokkum. Höfuðkostir LAMY-kúlupennans eru: að þeir eru allir, án tillits til verðflokka, með samskonar risafyllingu og síveltikúlu, sem gjögtir aldrei. Innihald hverrar LAMY- fyllingar dugir í 10 km. Bolur LAMY-kúlupenn- ans er úr afbragðsefnínu MAKROLON. Auk ýmissa tækni-nýjunga má nefna hið óvenjulega sveigjuþol haldarans, þá er LAMY-kúlupenninn nú öllum þeim kostum búinn, að öruggt má telja, að hversu vandlátur sem hver einstaklingur kann að vera í vali sínu á ritföngum, þá getur vart hjá því farið að hann finni það sem hann er að leita að: LAMY-kúíupennan. LAMY — KÚLUPENNI ÞEIRRA, SEM KUNNA AÐ VELJA. IAMY Laugavegi 178 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 50. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.