Vikan


Vikan - 12.12.1974, Síða 26

Vikan - 12.12.1974, Síða 26
 Því meiri þekking -því minni blekking Bertil Lauritzen fæddist árið 1917. Hann lauk fil. lic-prófi i bókmenntasögu við Uppsalaháskóla 1945. Hann vann lengi við gerð fræðslu- og heimildakvik- mynda hjá sænsku kvikmyndafélagi, var forseti sænsku kvikmyndaakademiunnar 1959-1964, námsstjóri við kvikmynda- skóla Svenska filminstitutet 1964 - 1970 og forstjóri Dramatiska institutet frá 1970. Hann var um skeið ráðgjafi um kvikmyndir hjá UNESCO og formaður alþjóðlega skólakvikmyndasambandsins og hefur verið formaður dagskrárnefnd- ar Norræna kvikmynda- og sjónvarps- sambandsins frá 1973. Hann hefur einnig haft með höndum ýmis önnur ráðgjafar- og sérfræðistörf, auk þeirra sem hér hafa verið nefnd, og hefur gefið út rit um bók- menntasöguleg kvikmyndaleg efni. Eftirfarandi viðtal tók Elin Guðjóns- dóttir, þegar Bertil Lauritzen var hér á ferð nýlega. Oft hefur mér fundist aö sjón- varpið gæti nýst betur sem kennslutæki hér á þessu strjál- byggða landi. Mér fannst þvi til- valið að spjalla um reynslu svia af sjónvarpskennslu við Bertil Lauritzen, þegar hann var hér á ferð, eftir þriggja mánaða dvöl sem gistiprófessor við háskóla i Ohio i Bandarikjunum. — Það var mikið um það talað i Sviþjóð, segir hann, um það leýli, sem sjónvarpið hóf kennslu. að sjónvarpskennsla gæti komið i stað kennara. Reynslan hefur sannað, að þetta er rangt i flest- um tilfellum. Hinsvegar hefur orðið mikið gagn af sjónvarps- kennslu sem aðstoð við kennara. — Sjónvarpið sendir út kennsludagskrána fyrir hádegi, og fellur sá timi ekki nærri þvi alltaf inn i stundatöflu skólanna, þannig að bagi er að. Hinsvegar eiga margir skólar myndsegul- bönd, sem þeir taka kennsludag- skrárnar upp á og sýna þær svo i kennslustofunum hjá sér þegar þeim hentar. — Þetta hefur tvo kosti. Sjón- varpið hefur að sjálfsögðu úrvals- kennslukröftum á aö skipa, þann- ig að kennararnir úti i strjálbýl- inu geta oft fengið mikla hjálp við að kenna námsgreinar, sem þeir sjálfir hafa tæpast næga menntun til að kenna. Þar aö auki geta nemendurnir æfst i að fara með myndsegulbandstækin, eða ættu að læra það. — Hins vegar er með þessu gengið mjög á rétt þeirra, sem efnið flytja, þar sem þeir fá að- eins greiðslu fyrir eina útsend- ingu og hálfa greiðslu, sé verkið endurflutt. Það er i rauninni bannað með lögum að taka efni upp úr útvarpi og sjónvarpi í Svi- þjóð, og er það slæmt, að skólarn- ir og þar með rikið sjálft skuli ganga á undan með að brjóta landslög. Annars held ég, að fljót- lega verði gerðir samningar, sem heimila upptökur i skólunum, og þess verði gætt i greiðslum þeim til handa, sem kennsluna annast. Leikarasamtökin eru ákveðnari, þau snúa sér samstundist til dóm- stólanna, ef þau fá fregnir af þvi að leikflutningur sé tekinn upp. — Er ekkert erfitt að fá kenn- ara til þess að fara til strjál- býlustu héraðanna i Sviþjóð? — Ekki hef ég heyrt þess getið. Að sjálfsögðu vatnar sérmennt- aða kennara, en eins og ég sagði áðan, þá er sjónvarpið þeim mikil stoð. Hins vegar veit ég, að læknaskortur er mikill í strjálbýl- ustu héruðunum, þannig að vandræöi eru að, og eru umræður um úrbætur þar aö lútandi tölu- vert hitamál. Mér er þetta nú ef til vill kunnugra, þar sem faðir minn og tveir bræður eru læknar. — Sjúkrahusin i Stokkhólmi eru að koma sér upp sérstöku sjónvarpskerfi og hafa kostað miklu fé til þess. Þetta er svo kallaö kapalkerfi og nær orðið yf- ir 20% borgarinnar. 1 þessu sjón- varpi eru kynntar nýjungar i 26 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.