Vikan


Vikan - 12.12.1974, Side 29

Vikan - 12.12.1974, Side 29
nd Björgvin) Kjartan Eggertsson gitarleikari (mynd Björgvin) Nikulás Róbertsson planóleikari (mynd Björgvin) koma frá erlendum hljómsveitum og þá sérstaklega bandariskum. Páll sagöi jafnframt, aö liklega heföi aldrei verið efns erfitt að vera söngvari og i dag. Þau lög, sem eru hvað vinsælust i dag.gera miklar kröfur til söngvara. Þaö bar margt á góma þessa kvöldstund með D'ögg, m.a. frumsamin ljóð og lög, æfinga- aðstaða, Völlurinn og afturhalds- semi og sinnuleysi FIH gagnvart popptónlistarmönnum og þeim vettvangi.sem þeir starfa á. En hvers vegna t.d. syngja islenskir popparar yfirleitt frumsamin lög með enskum textum? Svarið við þessu er yfirleitt, að viðkomandi vonast til að ná til fleiri aöila, meö þvi að syngja á ensku.sem er jú nokkurs konar móðurmál popptónlistarinnar um viða veröld. tslenskan er einnig afskaplega stirð. þegar hún er sungin, nema textahöfundur sé þeim mun lagnari og hæfur Islenskumaður. Fram kom m.a. að væntanlega finnst íslenskum poppurum það minnkun að syngja á Islenskri tungu,þegar öll skurðgoð popptónlistarinnar syngja á enska tungu. Einnig kom fram það sjónarmið, að hvort sem er, þá skildi fólkið hvort eð er ekkert i textunum, þegar þeir væru sungnir og þar af leiðandi skipti það ekki máli hvort þeir væru á ensku eða Islensku. Það eina.sem máli skipti væri.að þeir hljómuðu nægilega vel. En endanleg niðurstaða var, að vissulega væri gaman að geta sungið góðan popptexta á Islensku með frumsömdu lagi, gallinn væri bara sá, áð það vantaði manninn til þess að semja hann. Keflavikurflugvöllur er alltaf vinsæll meðal Islenskra hljóm- sveita, og eiga skemmtistaðirnir sjálfir þar uppfrá væntanlega mestan þátt I þvi frekar en ódýrt vin og bjór. Þar tiðkast samkvæmismenning, sem vissu- lega mætti sjást utan Vallrins. Þar uppfrá er hlustað á það.sem Islenskar hljómsveitir hafa upp á að bjóöa. Þær eru metnar að verðleikum og fá þar það aðhald, sem skortir á islenskum samkomustöðum. Nú kann margur að spyrja hvað þetta á skilið við hljómsveitina Dögg. Staðreyndin er sú,að þetta bar á góma I samtali okkar og er ofarlega á baugi hjá flestum hljómsveitum þó ekki sé mikið um það rætt. Sú aðstaða, sem Dögg.og þar með allar aðrar Islenskar hljómsveitir, starfa viö hérlendis, er til háborinnar skammar og þar kemur inn i myndina FIH, en þar sem þessi málaflokkur er væntanlega alltof viðkvæmur fyrir viðkomandi til þess aö hægt sé að ræða hann á opinberum vettvangi veröur settur puntkur hér og nú.... Hljómsveitin Dögg mun halda áfram á settri braut. Þeir hafa sett markið hátt og einsett sér að ná þangaö hvaö sem þaö kostar. Tónlistarnám þeirra sexmenn- inga og góöur félagsandi ber þess greinilega merki,að þeir leggja af stað með gott vegarnesti og mun ekki veita af á ferðalagi um veg- leysur islenzkrar popptónlistar. EDVARÐ SVERRISSON SONY- (jDsUagjcifm á Söliinum t ár / JpCudíónssan hf, SkúlagÖtu 26 50. TBL. VIKAN 29-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.