Vikan - 12.12.1974, Qupperneq 31
Jón Gíslason
n ••
Sogn
um
Sortadrauginn
Sortinn i Hraungerðishreppi er
eitt af sérkennilegustu mýra- og
engjaflæmum á Suðurlandi og um
leið landsins alls. Hann er einn af
þremur frægum og miklum
láglendismýrum Flóans,
sérkenndum af hraunflæminu
mikla, Þjórsárhrauni, er rann
fyrir árþúsunum niður fjörðinn
mikla, sem áður teygði sig langt
til landsins og náði inn á milli
fjallanna.
Hin tvö mýraflæmin eru
Breiöamýri og Miklavatnsmýri,
og er það fyrsta mun stærst. A
öllum þessum mýrum, voru
góðar engjar áður fyrr, sérstak-
lega góðar. Þangað var sóttur
mikill heyfengur sumar hvert.
Þær eru frjósamar Flóa-
mýrarnar, grasgefnar og góðar
til beitar á öllum árstiðum, svo
framarlega, að fénaöurinn gæti
sætt sig við fábreyttan gróður
þeirra sér til lifsviðurværis.
Beitin á mýrunum var góð áður
fyrr, meðan hún var ein aðal-
undirstaöa búskapar hér I land-
inu. En nú er öldin önnur, sem
betur fer.
Á Sortanum eru kennileiti fá,
aðeins tveir hólar, fremur lágir,
um hann miöjan og heita hvor-
tveggja Smalaskóli, efri og neðri.
Frá hausti og langt fram á vor,
meðan nótt er hæfilega dimm og
löng, veröur þar mjög drauga-
legt, og myrkriö verður hvergi
jafn svart og þar. Haustmyrkriö
er sérstaklega svart og dimmt á
Sortanum.
Sortinn er þvi mjög villugjarnt
svæði til feröar, þvi' þar er
fábreytileikinn rikjandi i veldi
slnu og mekt. Þar eru nætur
dimmastar og kvöldin drunga-
legust. Þaulkunnugur maður
getur auðveldlega villst þar lang-
timum saman, fyllst ótta og
hryllingi i fyllingu dimmunnar á
stuttri leið. Hann getur lent þar i
miklum erfiðleikum, þrátt fyrir
það aö vera vitandi þess, að hann
þekkir Sortann eins og stofugólfiö
heima hjá sér. Það er aöeins eitt,
sem getur afhjúpað villuna, en
það er roði nýs dags, er veitir sjón
um landið til fjalla og bæja.
Aöur fyrr þótti það stundum
ekki einleikið, hve villa var gjörn
ferðamönnum á Sortanum.
Jafnvel þaulkunnugir menn,
þekkjandi hverja þúfu, hvern
rima og hverja dæl , gátu villst
þar illa um. Þeir gátu gengið
næturlangt i eintóma hringi, án
þess að kenna sig til áttar og
leiðar, án þess aö skilja eöa
skynja auðveld kennileiti i rima
og við dæl, þekkjandi jafnvel ekki
dælar, er þeir höfðu sjálfir slegið
og heyjað á liðnu sumri.
Aður fyrr varð villtur ferða-
maður á Sortanum oft var undar-
legs kumpáns I ferð sinni. Hann
fór gjarnan undan honum og lagði
þaö gjarnan i vana sinn að tæla
feröalanginn með sér i undar-
legum seiði, þar til hann vissi
ekki sitt rjúkandi ráð og kunni
engan veg léngur, helaur fór
tóma hringi.
A stundum varð ferðamaðurinn
gripinn ótta, og þaut um af ákafa,
þangaö til hann var orðinn yfir sig
þreyttur. Þá varð það fangaráö
að setjast i blautri mýrinni, óvist-
legri og án afdreps eða skjóls, og
biða komu nýs dags. Oft var það
óttaleg bið, og setti þá gjarnan
hryllilegan kulda að ferða-
löngum. En aldrei hef ég heyrt,
aö alvarleg slys hafi hent undir
slikum kringumstæðum. En það
mun sennilega hafa stafað af þvi,
að Sortadraugurinn var fremur
kulvis, hafði sig litt I frammi,
nema i hlýviðri. Hann var sem
sagt samhæfður veðurfari mýra
og engja, blautlendinu.
Hinn ósýnilegi fylgdarmaður
ferðamanna um Sortann var
venjulega nefndur Sorta-
draugurinn, enda fór hann aldrei
út fyrir Sortann. Hann var þvi
óvenjulega tryggur heimkynnum
sinum og var sannur og sjálfum
sér samkvæmur I öllum atvikum
og hátterni. Enginn veit uppruna
hans, og enginn kunni að lýsa
honum nákvæmlega, en sumir
þóttust þó vita búning hans. Hann
átti að vera á stærð við
fermingarstrák, laúsgirtur og
lafsalegur. Hann var klæddur
mórauðum va ðmá lsstakki,
slitnum og tötralegum. Hann var
loöinhærður og stuttur til klofsins,.
enda sögðu menn, að hann væri
genginn allt að hnjám. En fóta-
búning hans vissu menn ekki, þvi
stakkur hans var siður vel.
Sortadraugurinn hafði einkenni
móranna, prjónahúfu á höfði, og
átti hún aö vera vel upplituð.
Hann sýndi ferðamanni aldrei
áreitni, en hafði aðeins hug á að
villa hann og tæla til göngu um
heimkynni sin, langa og erfiöa
göngu, endalausa og þreytandi.
I æsku heyrði ég nokkrar sögur
af Sortadraugnum, og voru þær
allar af þeirri art, sem þegar er
getið, en samt sem áður hver og
ein með vissum svipbrigöum og
sérkennum, aö minnsta kosti
þótti mér vera svo þá. Aldrei varö
hans vart á sumrin eða þegar
vora tók og dagur fór að verða
langur og nóttin björt. Hann var
aöeins á ferli i myrkri eöa þoku,
og kjörveöur hans var grá og
þykk vetrarþokan, sem oft hylur
mýrar Flóans undarlegri blæju,
er hausta fer og veturinn er á
næsta leiti.
Hann var fyrir marga hluti
óvenjulegur i hópi drauga, hafði
sin takmörk, skynvitleg og föst.
Aldrei villti hann menn, sem voru
að gæta fjár eða voru með kinda-
hóp i rekstri. Aldrei villti hann
rlöandi fólk. Gamla fólkið sagði
af honum og háttum hans margar
sögur, og talaði um hann eins og
kunningja, er var þekkur og
skemmtilegur I umgengni.
Eftir aö skurðir og flóögarðar
Flóaáveitunnar komu á Sortann,
átti Sortadraugurinn erfiöara
með að villa menn á ferð sinni
um mýrarnar. Samt sem áður
kom þaö fyrir, að menn urðu fyrir
smáyilíum og undarlegu föru-
neyti um Sortann. En kennileiti
uröu af skurðunum og flóð-
görðunum, og gátu þvi villurnar
ekki orðið aö verulegu ráði. Varð
þvi villa af völdum hans ekki aö
neinu marki eftir aö Flóaáveitan
var gerð. Svo verða breytingar
meö nýjum háttum og nýjum
framkvæmdum.
Litlu Reykir i Hraungerðishreppi
eru rétt austan við Sortann, og er
enginn bær i hreppnum i jafn
nánu sambýli við hann og Litlu
Reykir. Fjárhús eru rétt fyrir
utan bæinn og mega heita á
mörkum Sortans, enda gengur
féð frá þeim til beitar út i
Sortann, og var það mikil búbót
áöur fyrr, meðan búið var við
beit.
Maður er nefndur Astgeir
Björnsson. Hann ólst upp á Litlu
Reykjum hjá barnlausum
50. TBL. VIKAN 31