Vikan

Issue

Vikan - 09.01.1975, Page 2

Vikan - 09.01.1975, Page 2
Karlmaðurinn eins og konan vill hann sé ÉG VIL FRÍÐAN MANN t mannréttindabaráttu undan- farinna ára hefur karlmönnum verið legið mjög á hálsi fyrir áþjánina, sem þeir hafa plagað konur meö öldum saman. Þvl hefur verið haldið fram, að karlmenn hugsi fyrst og slðast um sjálfa sig og beiti öllum hugsanlegum brögöum til að halda forréttindaaðstöðu sinni, þeir hafi gert konuna að leik- fangi sínu, eins konar viöundri, sem tæpast hafi sál. Eitthvað er hæft i þessum ásökunum, en i hita baráttunnar hefur viljað gleymast, að á stundum hafa konur einnig haft karimenn að leiksoppi. Og vlst er um þaö, að konur gera slst minni kröfur til karlmanna en þe'ir til þeirra. Einhverju sinni hraut þessi vlsa af vörum hagyrtrar konu: Ég vil frlðan eiga mann, ungan, bllðan, hraustan, glaðan, þýðan, gáfaðan, guði hlýðinn, dyggöugan. Margar konur hafa orðið til þess að taka undir gegndarlaus- ar kröfur þeirrar hagyrtu, og vlsan hefur orðið fleyg á vörum kvenna. Þær vilja hafa hann friðan ... Fátt er ljótt á fríöum hal segir máltækið, og vist er um það, að konur vilja hafa karlmenn friða. Sumir komast þó upp með það að vera sjarmerandi ljótir. En sem betur fer er friöleika- smekkur kvenna misjafn — að öðrum kosti gæti farið illa, þvi að ekki eru allir jafnvel af guði geröir og Gunnlaugur orms- tunga, sem Helga hin fagra unni svo mjög. „Svá er sagt frá Gunnlaugi, að hann var snemmendis bráð- ger, mikill og sterkur, ljósjarp- ur á hár og fór alível, svarteyg- ur og nokkuö nefljótur og skap- felligur i andliti, miömjór og herðimikill, kominn á sig manna best . . .” 2 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.