Vikan - 09.01.1975, Qupperneq 44
lifað án þin!” Nú þræta þau um, hvort hafi umráðarétt yfir drauma-
barninu, dótturinni Chiara.
Dapurleg mynd frá síðustu ástardögunum. Stuttu eftir að þessi mynd
var tekin, voru gleymd að fúllu og öllu orð Mastrioannis: ,,6g get ekki
Þeim var
ekki skapað
nema skilja
Ástarævintýri Catherine Deneuve, sem
margir telja fegurstu konu heims, og
Marcello Mastrioannis er lokið.
Catherine hélt sig hafa fundið þann eina
rétta, þar sem Mastrioanni var, en hún
gætti ekki tungu sinnar við frumsýningu
á kvikmynd, sem hann lék i. Og ást
þeirra stóðst ekki svigurmæli leikkon-
unnar.
Astarævintýri Marcellos
Mastrioannis eru fleiri en tölu
verður á komiö. Sennilega hefur
hann ekki hugmynd um,- hvað
orðið tryggð merkir. Að minnsta
kosti litur ekki út fyrir það. Hann
á auðvelt með að elska tvær kon-
ur samtimis — eiginkonu sina og
astmey, hver svo sem hún er í það
og það sinnið.
Flora, kona Marcellos, hefur
yfirleitt látiö ástarævintýri
manns sfns sér i léttu rúmi liggja.
Hún veit, að yfirleítt hrifst hann
af stúlkunum, sem hann leikur á
möti i kvikmyndum, og þegar
kvikmyndatökunni lýkur, gleym-
irhann þeim og kemur til hennar
aftur.
En tvisvar sinnum hefur henni
þótt ástandið iskyggilegt. 1 hið
fyrra sinnið, þegar bandariska
ieikkonan Faye Dunaway lék á
móti Marcello árið 1968 og hún
varð vinkona hans þrjú næstu ár-
in En þegar Dunway litla vildi
fá Mastrioanni til að kvænast sér,
neitaði hann. Þá hefði hann orðið
að skilja við Floru, og það gat
hann ekki hugsað sér. Og Faye
Dunaway, sem var að leita sér að
eiginmanni, komst að raun um,
að Mastrioanni væri ekki sá rétti.
Hún lét hann sigla sinn sjó og gift-
ist nokkru seinna landa sinum.
En Marcello var ekki lengi að
finna næstu draumadis. Nú var
það engin önnur en Catherine
Deneuve. „Hún er fullkomin
kona,” sagði hann stuttu eftir að
þau fóru að vinna saman að kvik-
mynd, „ástriðufull og greind, við-
kvæm og alltaf leyndardómsfull.
Þannig vil ég hafa konur.”
Þegar Catherine kynntist
Mastrioanni, hafði hún viðburða-
rikt ástarævintýri að baki. Hún
bjó lengi með Roger Vadim, sem
uppgötvaði hana, og með honum
eignaðist hún son. Seinna var hún
skamma hrið gift enska ljós-
myndaranum Bailey og þar á eft-
ir hafði hún allnáin kynni af
franska leikstjórnanum Francois
Truffaut.
Ast Catherine dró Marcello út
úr húsi sinu i Róm I leiguibúö i
Paris. Ári seinna ól Catherine
honum dóttur. Þau gáfu henni
nafnið Chiara, „hin bjarta”.
Hamingjan virtist fullkomin.
En svo dundu ósköpin 'yfir.
Catherine litillækkaöi Marcello
opinberlega viö frumsýningu á
myndinni Atið mikla, sem hann
lék i. Hún sagði hlutverk hans
vera viðbjóðslegt og alla myndina
eitt „svinari”. Marcello brást
reiður við og flaug til New York.
Þegar hann kom aftur til
Evrópu, var hans fyrsta verk að
leita til lögfræðings og fá hjá hon-
um ráðleggingar um, hvernig
hann gæti fengið umráðarétt yfir
dóttur sinni, þó að hann sliti sam-
bandinu við Catherine, Catherine
komst strax að ráðabrugginu og
sagði blátt áfram: „Hann fær
aldrei barnið mitt. Ekki nema
hann kvænist mér.”
Þetta var nýr tónn i leikkon-
unni. Til þessa hafði hún sagt:
„Ég er ekki svo vitlaus, að ég
giftist feðrum barna minna!” En
Marcello hafnaði enn skilnaði. Og
þar með var ástasambandi þeirra
Catherine lokið.
Siðustu mánuðina sina saman
bjuggu þau i lítilii tveggja her-
bergja ibúð i Róm, én þaðan flýtti
Catherine sér nú og hélt aftur til
Parisar. Hún leitaöi haíds og
trausts hjá vinum sinum og þeir
hjálpuðu henni yfir mestu sorg-
ina. Siðan hellti hún sér út i vinnu
og hefur nær lokið við að leika i
þrerriur kvikmyndum hverri af
annarri.
En Marcello sneri aftur heim til
konunnar sinnar i húsinu við Via
Áppia, og hann hefur Chara litlu
hjá sér, þrátt fyrir stófyröi
Deneuve. Hann hefur fengið
barninu lifvörð, þvi aö hótaö hef-
ur verið að ræna þvi. Marcello
jafnaði sig furöu fljótt á endalok-
um ástarinnar á .Catherine, enda
fór hann fljótt að leika á móti
Sophiu Loren og fleiri fögrum
konum.
44 VIKAN 2. TBL.